Atvinnu- og menningarmálanefnd - 112. fundur - 23. febrúar 2012

Dagskrá fundarins:

 

1. Almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ – Lagt fram bréf bæjartæknifræðings vegna útboðs almenningssamgangna í Ísafjarðarbæ. 2012-02-0018.

Nefndin leggur til að tekin verði upp sérstök afsláttarkjör fyrir námsmenn á aldrinum 16-25 ára. Ennfremur leggur nefndin til að gjaldtaka verði áfram sú sama óháð akstursleið.

 

2. Umsögn um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða – bréf frá nefndarsviði Alþingis. 2012-02-0034.

Nefndin sér ekki ástæðu til að fjalla um málið.

 

3. Reglur um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki sem vilja auka starfsemi sína – Bréf frá Samkeppniseftirlitinu. 2011-02-0032.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að gengið verði frá fjármögnun styrkja samkvæmt nýsamþykktum reglum.

 

4. Önnur mál

  • Benedikt Bjarnason lagði fram eftirfarandi bókanir:

       Bærinn upplýsi um fjárframlög til atvinnuþróunar og nýsköpunar síðastliðin þrjú ár. Hvaða aðilar hafa fengið fjárframlög, styrki eða aðrar ívilnanir. Upphæðir verði sundurliðaðar.

       Bærinn upplýsi um fjárframlög til ferðamála síðastliðin þrjú ár.  Hvaða aðilar hafa fengið fjárframlög, styrki eða aðrar ívilnanir.  Upphæðir verði sundurliðaðar.

       Bærinn upplýsi um fækkun stöðugilda hjá Ísafjarðarbæ vegna niðurskurðar hjá bænum og hvort hún hafi áhrif á útsvarstekjur bæjarins.

       Hver hefur verið kostnaður Ísafjarðarbæjar við almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ, sundurliðað eftir ferðaleggjum?

 

Fleira ekki gert. Fundargerð lesin upp og fundi slitið klukkan 17.20.

 

Ingólfur Þorleifsson, formaður.

Steinþór Auðunn Ólafsson.                                                                 

Benedikt Bjarnason.

Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?