Atvinnu- og menningarmálanefnd - 108. fundur - 23. maí 2011

Mættir: Ingólfur Þorleifsson, formaður, Benedikt Bjarnason, Sigurður Hreinsson og Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar, sem jafnframt ritaði fundargerð.

 

Dagskrá fundarins:

 

1. Stefnumörkun í atvinnumálum. Fulltrúi Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða gerir atvinnumálanefnd og bæjarráði grein fyrir þróun mála. 2010-08-0057

Shiran Þórisson fór yfir stöðu mála. Að þessum lið loknum hélt atvinnumálanefnd fundi sínum áfram í fundarsal Skóla- og fjölskylduskrifstofu.

 

2. Vettvangsferð Bjarka Gunnars Halldórssonar arkitekts um Suðureyri. Tilvísun frá umhverfisnefnd. 2010-12-0002

Atvinnumálanefnd fagnar framkominni skýrslu Bjarka Gunnars og Sjávarþorpsins á Suðureyri og felur upplýsingafulltrúa að kanna mögulega aðkomu Ísafjarðarbæjar að verkefninu.

 

3. Sjálfsalar á tjaldsvæðinu í Tungudal, fjáröflun 3. flokks BÍ. Erindin frá Héraðssambandi Vestfjarða.

Atvinnumálanefnd gerir ekki athugasemd við umsóknina.

 

4. Önnur mál

 

  • Tjaldsvæði á Suðureyri

Atvinnumálanefnd telur mikilvægt að Ísafjarðarbær sjái til þess að rekin séu tjaldsvæði í öllum byggðarkjörnum sveitarfélagsins. Nefndin felur upplýsingafulltrúa að kanna hvers vegna bærinn kemur ekki að rekstri tjaldsvæðis á Suðureyri í sumar.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 10.20.

 

 

 

Ingólfur Þorleifsson, formaður.

Sigurður Hreinsson.                                                                           

Benedikt Bjarnason.

Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?