Atvinnu- og menningarmálanefnd - 102. fundur - 26. ágúst 2010


Mættir: Ingólfur Þorleifsson, formaður, Sigurður Hreinsson og Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar, sem jafnframt ritaði fundargerð. Benedikt Bjarnason var fjarverandi og mætti Sigríður Ó. Kristjánsdóttir í hans stað.



 



Dagskrá fundarins:



 



1. Stefnumótun í atvinnumálum 2010-08-0057



Lagt er fram tilboð frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða í vinnu við stefnumótun í atvinnumálum.



Atvinnumálanefnd leggur til að tilboðinu verði tekið, en leggur jafnframt áherslu á að í stefnunni komi fram mælanleg markmið og viðmið.



 



2. Klasaverkefni byggingarfyrirtækja í Ísafjarðarbæ



Formaður gerði grein fyrir viðræðum við framkvæmdastjóra Vestfirskra verktaka og starfsmann Vaxtarsamnings Vestfjarða.



Samþykkt að boða fulltrúa Vestfirskra verktaka, Spýtunnar og Geirnaglans og starfsmann Vaxtarsamnings Vestfjarða á næsta fund nefndarinnar.



 



3. Önnur mál



Rætt um afhendingaröryggi raforku og möguleika á lagningu Hvalárlínu.



 



Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 17.12



 



Ingólfur Þorleifsson, formaður


Sigurður Hreinsson


Sigríður Ó. Kristjánsdóttir


Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi



Er hægt að bæta efnið á síðunni?