Atvinnu- og menningarmálanefnd - 100. fundur - 21. maí 2010

Mætt voru: Áslaug J. Jensdóttir formaður, Sigurður Hreinsson, Kári Jóhannsson og Neil Shiran Þórisson frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða, sem  ritaði fundargerð.Dagskrá fundarins:1.  Rekstur tjaldsvæða í Ísafjarðarbæ


Nefndin tók fyrir erindi frá Kagrafell ehf., sem umhverfisnefnd hafði vísað til umsagnar hjá atvinnumálanefnd.  Í erindinu var óskað eftir lóð fyrir svæði undir húsbíla og tjaldvagna á uppfyllingu við Neðstakaupstað á Ísafirði. 


Bókun nefndarinnar á þessu stigi málsins er eftirfarandi:  Nefndin er með í undirbúningi könnun, sem send verður til ferðaþjóna, verslunareigenda og þjónustuaðila á Ísafirði, sú könnun mun leiða í ljós afstöðu þessara aðila gagnvart staðsetningu, eins og óskað er umsagnar um.  Verður beðið eftir niðurstöðum úr vefkönnuninni áður en umsögnin verður gefin.  Áætlað er að niðurstöður verði tilbúnar í fyrstu vikunni í júní.2. Virðisaukinn.


Atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar ákvað á fundi sínum þann 7.maí sl. að ,,Aldrei fór ég Suður rokkhátíð alþýðunnar? hlyti Virðisaukann ? frumkvöðlaverðlaun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2010.   Verðlaunin eru ætluð sem hvatning til þeirra sem sýna frumkvæði í málum er lúta að bæjarfélaginu og samborgurunum.  Við veitingu þeirra er einkum tekið mið af framlagi við að auka fjölbreytni  í atvinnu, menntun eða afþreyingu, að auka sýnileika bæjarfélagsins á landsvísu, sérstaks árangurs, framtaks á sviði þróunar vöru, þjónustu eða markaðssetningar.


Það er niðurstaða atvinnumálanefndar að með hliðsjón af þessu sé Rokkhátíðin ?Aldrei fór ég Suður? vel að verðlaunum komið.   Hátíðin hefur verið haldin í páskavikunni frá árinu 2004, en feðgarnir Örn Elías Guðmundsson (Mugison) og Guðmundur M. Kristjánsson (Muggi - Papa Mug) voru upphafsmenn að hátíðinni. Vinsældir og hróður hátíðarinnar vex með ári hverju, hún laðar að fjölda listamanna, blaðamanna og gesta, innlendra sem erlendra, enda hefur ,,Aldrei fór ég Suður? vakið athygli langt út fyrir landsteinana og sækir fjöldi manns Ísafjörð heim til að komast á hátíðina og tónlistarmenn sem vilja koma fram á hátíðinni, án þess að þiggja greiðslu fyrir.  Hátíðin er orðinn fastur punktur í páskavikunni/Skíðavikunni, hátíð í hátíðinni og spannar dagskráin nú yfir 2 daga, þar sem hápunkturinn hefur jafnan verið með stóru atriði skipað heimamönnum, en skipulagið er í höndum heimamanna og ýmissa velunnara. 


Það fjölgar því verulega í Ísafjarðarbæ vegna stöðugrar aukningar í aðsókn á rokk- og alþýðuhátíðina ,,Aldrei fór í ég Suður? og eykur þar með umsvif í sveitarfélaginu.


Hátíðin var handhafi Eyrarrósarinnar 2008, fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, þar sem í umsögn dómnefndar segir: ?Óvenjuleg og spennandi tónlistarhátíð, þar sem ungt fólk er í fararbroddi. Merk tónlistarhefð svæðisins samtvinnuð því nýjasta sem er að gerast í tónlistarlífi landsins. Verkefnið hefur á undanförum árum vaxið og eflst og vakið mikla athygli langt út fyrir landsteinana og skipar þannig alveg sérstakan sess í öflugu tónlistarlífi landsins. Hefur  dregið athygli að landshlutanum með einstöku framlagi eins fremsta tónlistarmanns landsins, Mugison. Mikilvægur stuðningur kraftmikilla einstaklinga og bæjarfélagsins  hafa tryggt hátíðina í sessi, sem eina öflugustu menningarhátíð landsins.?


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.00.

Áslaug J. Jensdóttir, formaður


Sigurður Hreinsson.  Kári Jóhansson


Shiran Þórisson, starfsmaður nefndarinnarEr hægt að bæta efnið á síðunni?