Almannavarnanefnd – sameinuð - 4. fundur - 21. janúar 2009


Dagskrá:1. Fyrirspurn um tæki og búnað almannavarna.


Lagt fram bréf frá Jóhanni Ólafsyni fh svæðisstjórnar björgunarsveitanna, dags. 9. desember 2008 er varðar tæki og búnað sem almannavarnarnefnd ætti að eiga vegna snjóflóða.


Almannavarnarnefnd felur slökkviliðsstjóra að safna saman upplýsingum um tæki og búnað sem til er, hvar búnaðurinn er staðsettur og að gera kostnaðaráætlun fyrir næstu fjárlagaár um kaup þess búnaðar sem þarf á næstu árum.  Rætt er um að Ísafjarðarbær kosti kaup á búnaði fyrir þéttbýlisstaði innan sveitarfélagsins og að sama skapi sjái Súðavíkurhreppur um kaup á búnaði fyrir Súðavík.


 


2. Styrkumsókn vegna kaupa á bát.


Lagt fram bréf Jóhanns Snæfelds Guðjónssonar, Reykjanesi, ódags. en mótteknu þann 17. desember 2008, þar sem kannað er hvort möguleiki sé á að fá styrk frá AVN til kaupa á bát sem yrði staðsettur í Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi og nýttur af Jóhanni.


Erindinu er hafnað og formanni falið að tilkynna Jóhanni það.3. Evrópusamvinna, styrkumsóknir.


Formaður kynnir að hægt er að sækja um styrki til verkefna sem hafa það megin markmið að vernda fólk, umhverfi og eignir.  Upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.evropusamvinna.is


Fjallað er um möguleikann á að senda mannskap til annarra Evrópuríkja til að kynna sér vinnubrögð þar og að þetta sé möguleiki sem að nefndin geti nýtt sér síðar meir, þó nú sé ekki forsenda til þess.  Nefndarmenn eru sammála því og verður þessu við haldið og tekið upp síðar.4. Samstarf vegna flugslysaæfinga.


Erindi Flugstoða dags. 20. janúar 2009 þar sem fjallað er um umfangsmiklar flugslysaæfingar og óskað eftir samstarfi við alla aðila.  Nefndin telur að svo viðamikil æfing geti ekki átt sér stað nú, eins og staðan er hjá öllum stofnunum í sveitarfélaginu og er farið fram á að æfingunni verði frestað til ársins 2010.  Formanni falið að svara erindinu og upplýsa að vilji sé fyrir því að fresta æfingunni til 2010.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 14.50 


Kristín Völundardóttir, formaður.


Jóhann B. Helgason


Halldór Halldórsson


Þorbjörn Sveinsson


Ómar Már Jónsson


Hlynur B. Karlsson


Þorsteinn JóhannessonEr hægt að bæta efnið á síðunni?