Almannavarnanefnd – sameinuð - 32. fundur - 27. febrúar 2020

Dagskrá:

  1. Formleg skipun almannavarnanefndar

Farið er yfir skipunarbréf fyrir almannavarnarnefndina. Þar sem meðal annars er kveðið á um skipan fulltrúa og nýtt ákvæði um áheyrnarfulltrúa byggðakjarna. Fram kemur hverjir séu skipaðir í aðgerðarstjórn.

Breyting á skipunarbréfi var lagt fram til samþykktar og samþykkt samhljóða. Sveitarstjórar og lögreglustjóri undirrita skipunarbréfið til staðfestingar.

Fylgiskjal: Skipun sameiginlegrar almannavarnarnefndar sveitarfélaganna Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps.

  1. Formleg kosning formanns

Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar kosinn formaður almannavarnarnefndar.

  1. Fjölgun í almannavarnanefnd

Leitað hefur verið eftir tilnefningu hverfisráða áheyrnarfulltrúa byggðakjarna sveitarfélaganna.

  1. Gerð viðbúnaðaráætlunar vegna sjávarflóðahættu á Suðureyri

Fundur sem halda átti á halda á Suðureyri var sleginn af vegna ófærðar. Ekki er búið að kanna afstöðu Súgfirðinga fyrir viðvörunarljósum eða öðrum viðvörunarmerkjum. Verið er að kanna útfærslu af Ofanflóðasjóði. Ákveðið er að fulltrúi almannavarnarnefndar tæki þátt í fundi Ísafjarðarbæjar með hverfisráði. Fundartími ákvarðaður síðar. Málið er enn í vinnslu.

  1. Gera viðbúnaðaráætlun vegna snjóflóðahættu á Flateyri

Bryndís fékk það verkefni að útbúa nýja viðbúnaðaráætlun vegna rýmingar vegna snjóflóðahættu á Flateyri. Lögð er fram til kynningar tillaga að viðbragðsáætlun. Rætt var um breytingar á orðalagi um viðvörunarljós, ákvörðun lögreglustjóra um mönnun á vettvangi o.fl. Ákveðið var að vinna áfram í drögunum að viðbúnaðaráætluninni og senda til nefndarmanna til yfirlestrar og samþykktar.

Fylgiskjal: Viðbragsáætlun vegna snjóflóðahættu á Flateyri draft.

  1. Vettvangsstjóranámskeið

Hlynur hafði samband við almannavarnardeild ríkislögreglustjóra um að halda vettvangsstjóranámskeið fyrir viðbragðsaðila. Um er að ræða helgarnámskeið eða 4 daga námskeið fyrir nýliða, en jafnframt yrði haldið námskeið til upprifjunar. Fulltrúar deildarinnar treysti sér ekki til að sinna þessu að sinni, en Hlynur mun heyra í þeim þegar nær dregur vori og reyna að ákveða tímasetningu námskeiðs.

  1. Bættur aðbúnaður almannavarnanefndar og aðgerðarstjórnar

Viðauki var samþykktur í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar um kaup á búnaði fyrir stjórnstöð aðgerðarstjórnar að fjárhæð kr. 500.000,-. Slökkviliðsstjóra var falið að kaupa búnaðinn og koma reikningum í bókhald Ísafjarðarbæjar. Sveitarstjóri Súðavíkurhrepps leggur til að Súðavíkurhreppur bæti við fjármagnið í hlutfalli við íbúafjölda.

  1. Bætt aðstaða almannavarnanefndar og aðgerðarstjórnar

(Úr síðustu fundargerð: Sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar er falið að ganga til samninga við Björgunarfélag Ísafjarðar um að fá leigða aðstöðu fyrir almannavarnanefnd og aðgerðarstjórn í Guðmundarbúð.)

Sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar upplýsir um stöðu mála. Almannavarnarnefnd óskar eftir því að sviðsstjóri komi á fundi með fulltrúum björgunarfélagsins í viku 10.

  1. Nýjar boðunaráætlanir

Sjá meðfylgjandi skjöl, auk fleiri skjala sem verða senda á morgun fyrir fund.

Nýjar boðunaráætlanir kynntar. Nefndarmönnum falið að uppfæra útkallslista sinna viðbragðseininga fyrir næsta fund.

  1. Áfallavinna í héraði í kjölfar snjóflóða

Hlynur Snorrason upplýsir um aðgerðir samráðshóps áfallahjálpar á Vestfjörðum í kjölfar snjóflóðanna 14. janúar.

  1. Holtsbryggja sem varaleið fyrir Flateyri – hafnarstjóri gestur

Frestað til næsta fundar.

  1. Vegagerð, lokanir á Eyrarhlíð/Skutulsfjarðarbraut og snjóflóðavarnir á Flateyrarvegi – fullltr. frá Vegagerð gestir

Mætt til fundar eru: Bragi Þór Thoroddssen, Halldór Óli Hjálmarsson, Þorsteinn Þráinsson, Hilmar Pálsson, Jóhann Króknes Torfason, Svavar Þór Guðmundsson, Axel Rodriguez Överby, Andri Konráðsson, Hlynur Hafberg Snorrason, Bryndís Ósk Jónsdóttir, Sigurður Arnar Jónsson, Þórdís Sif Sigurðardóttir og Tinna Ólafsdóttir.

Fundarritari: Þórdís Sif Sigurðardóttir til klukkan 13:00 og Tinna Ólafsdóttir frá 13:00 til fundarloka.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?