Almannavarnanefnd – sameinuð - 3. fundur - 24. október 2007


Dagskrá:


1. Lagt fram bréf Vegagerðarinnar dags. 31. maí 2007 þar sem þeir hafna því að skipa mann í almannavarnarnefnd. Fram kemur í bréfinu að þeir séu reiðubúnir til að hlusta á rökstuðning í málinu.


 


2. Vinnu við rýmingarlista er lokið og hefur hann verið sendur til Veðurstofu Íslands.


3. Lagt fram bréf dags. 11. júní 2007 frá Landlæknisembættinu þar sem fjallað er um sóttvarnarsvæði á Íslandi og skiptingu þeirra eftir sýslumörkum. Landlæknisembættið tekur undir athugasemd lögreglustjórans á Vestfjörðum og sóttvarnarlæknis í héraði um skiptingu sóttvarnarsvæða sem óskað er eftir í í bréfi dags. 1. júní 2007.


4. Formaður og slökkviliðsstjórinn á Ísafirði fara yfir fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2008.


5. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar tók upp umræðu um byggingu björgunar-miðstöðvar á norðanverðum Vestfjörðum. Rætt var um nauðsyn þess að sveitarfélög á norðanverðum Vestfjörðum komi að verkefninu og að björgunarsveitir á svæðinu útnefni aðila í hópinn.


 


6. Tillaga að aðgerðarmöppu fyrir nefndarmenn verði gerð.


 Slökkviliðsstjóra falið að vinna möppuna.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 15.25


Kristín Völundardóttir, formaður.


Jóhann B. Helgason.   


Halldór Halldórsson. 


Önundur Jónsson.   


Sigurður Mar Óskarsson.


Þorbjörn Sveinsson.   


Hlynur B. Karlsson.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?