Almannavarnanefnd – sameinuð - 28. fundur - 14. september 2017

Mættir: Gísli H. Halldórsson bæjarstjóri og formaður nefndarinnar, Karl Ingi Vilbergsson lögreglustjóri Vestfjarða, Hlynur Snorrason yfirlögregluþjónn, Þorbjörn Sveinsson slökkvistjóri Ísafjarðarbæjar, Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar og Sigurður Mar Óskarsson frá Vegagerðinni, Halldór Óli Hjálmarsson fulltrúi björgunarsveitanna. Fundargerð ritaði Gísli H. Halldórsson.

  1. Farið yfir tilnefningar HsVest. Hallgrímur Kjartansson verður í almannavarnarnefnd og Jóhann K. Torfason í aðgerðarstjórn.
  2. Farið yfir fundargerð síðasta fundar – enn eru mál sem þarf að ljúka en margt í vinnslu. Festa þarf fundartíma eins og rætt um (ábyrgð bæjarstjóra).
  3. Flugslysaæfing 7. október
    - Gefinn verði sérstakur gaumur að aðbúnaði aðgerðarstjórnar á æfingunni og skráð niður hvaða búnað vantar eða þarf að uppfæra (ábyrgð slökkvistjóra)
    - Tæknideild er með alla nýjustu kortagrunna og loftmyndir sem hægt er að fá aðgang að hér. Gera það tilbúið fyrir 5. október (ábyrgð sviðsstóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar)
    - 5. og 6. október eru helgaðir æfingum og undirbúningi og þá væri gott að fá námskeið RLS fyrir aðgerðarstjórn
    -Undirbúningsfundur er mánudaginn 18. september kl. 13:00 þar sem sitja fulltrúar aðgerðaraðila. Hann er annars öllum opinn.
  4. Lagfæra þarf viðbragðsáætlun og leiðrétta. Hana ætti alltaf að yfirfara eftir apríl fund almannavarnarnefndar. (ábyrgð slökkvistjóra) Ritstjóri er Almannavarnadeild RLS.
  5. Rætt um Hádegisstein í Hnífsdal og hættu sem Veðurstofa segir að kunni að vera af honum. Ísafjarðarbær hefur óskað eftir aðstoð Ofanflóðasjóðs til að tryggja að hugsanlegri hættu af Hádegissteini verði eytt.
  6. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og sveitarstjóri Súðavíkurhrepps munu áfram ræða um sameiningu Almannavarnarnefndar með Bolungarvíkurkaupstað. Einnig þarf að endurmeta hverjir eru fulltrúar í nefndinni og hvernig ákvarðaðir.

Fleira ekki gert. Fundi slitið klukkan 11:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?