Almannavarnanefnd – sameinuð - 24. fundur - 16. janúar 2014

Dagskrá:

1. Erindi Guðmundar Hagalínssonar á Flateyri varðandi snjómokstur í þorpinu m.t.t. öryggisjónarmiða.

Nefndin bendir bréfritara á að mokað var í samræmi við snjómokstursreglur Ísafjarðarbæjar.

 

2. Erindi Ómars Más Jónssonar, sveitarstjóra í Súðavík, varðandi gömlu byggðina og vinnustaðinn í Frostahúsinu þegar snjóflóðahætta er.

Nefndin leggur til að Veðurstofan verði fengin til að meta/gera rýmingarkort fyrir svæðið við Frostahúsið til samræmis við reit 9 á Ísafirði.

Daníel Jakobsson vék af fundi.

 

3. Framtíðarhorfur rafmagnsmála á Vestfjörðum.

Til fundar undir þessum lið er mættur Halldór V Magnússon, framkvæmdastjóri rafveitusviðs Orkubús Vestfjarða. 

Halldór skýrði frá framtíðaráformum OV á Vestfjörðum og hvaða áhrif þær framkvæmdir muni hafa á rafmagnsöryggi svæðisins.  Skýrt var frá nýrri varaaflstöð Landsnets í Bolungarvík og hversu mikilvæg hún er fyrir svæðið.  Hún verður tekin í notkun haustið 2014.  Rætt var um varaaflstöð í Súðavík og hvort hægt sé að verja hana fyrir snjóflóðum með einhverju móti.  Halldór benti á að óvissan um tilkomu Dýrafjarðargangna væri slæm því það væri ekki hægt að fara í neinar fjárfestingar meðan þessi óvissa er.

Nefndin þakkar Halldóri fyrir upplýsingarnar og hrósar OV fyrir hversu vel menn voru undirbúnir þegar óveðurskaflinn skall á í lok árs 2013.

 

4. Lokunarbúnaður á vegakafla sem lokaðir eru vegna snjóflóðahættu, t.a.m. á Eyrarhlíð, Skutulsfjarðarbraut og Flateyrarvegi.

Nefndin felur lögreglustjóra að ræða við Vegagerðina um lokunarbúnað og við Veðurstofuna um hvort hugsanlega séu fleiri vegakaflar sem þyrfti að loka.

 

5. Tilhögun tilkynninga varðandi rýmingar og lokanir vegakafla vegna snjóflóðahættu. 

Nefndin telur að tilkynningar hafi farið betur fram nú en fyrir ári síðan.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 12:35.

 

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri.                                                    

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Hlynur H.Snorrason, yfirlögregluþjónn.                                                 

Jóhann Birkir Helgason, bæjartæknifræðingur.

Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri.                                                 

Sigurður Mar Óskarsson, fulltrúi björgunarsveita.         

Þorsteinn Jóhannesson, yfirlæknir.                                                              

Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri.   

Er hægt að bæta efnið á síðunni?