Almannavarnanefnd – sameinuð - 23. fundur - 27. desember 2013

Dagskrá:

1.      Veður næstu daga.

Veðurspáin er slæm næstu klukkustundir, gert er ráð fyrir vaxandi úrkomu og vindi sem mun ganga niður undir morgun.

 

2.      Snjóflóð og rýmingar.

Snjóflóð féll á Eyrarhlíð undir morgun og var vegi lokað á áttunda tímanum, vegurinn er opinn fyrir neyðarakstur en lokaður fyrir almenna umferð.  Engar frekari rýmingar hafa verið gerðar.  Í skoðun er Seljalandsvegur 100.  Engin búseta er í Seljalandsvegi 102.

 

3.      Lokanir vega.

Skutulsfjarðarbraut er opin undir eftirliti.  Vakt er við báða enda milli áhaldahúss og Seljalands.  Vegagerðin þjónustar veginn til kl. 22:00, eftir þann tíma mun lögreglan fylgjast með og mun ræsa bakvakt Vegagerðarinnar ef vegurinn fer að spillast.

Nefndin ákveður að hafa Súðavíkurhlíð lokaða í dag en hlíðin verður opnuð á morgun.

 

4.      Varaafl Orkubús Vestfjarða.

Varaafl er notað í Súðavík, nefndin heimilar að starfsmaður verði í stöðinni en vaktað sé þegar starfsmaðurinn fer á milli staða.

 

5.      Fréttatilkynning.

Fréttatilkynning gerð og yfirlögregluþjóni falið að senda hana til almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 15:55.

 

Hlynur H.Snorrason, yfirlögregluþjónn.                                                

Jóhann Birkir Helgason, bæjartæknifræðingur.

Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri.                                                 

Sigurður Mar Óskarsson, fulltrúi björgunarsveita.         

Þorsteinn Jóhannesson, yfirlæknir.                                                       

Ómar Már Jónsson sveitarstjóri    

Barði Ingibjartsson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?