Almannavarnanefnd – sameinuð - 22. fundur - 26. desember 2013

Dagskrá:

1.      Veður sl. daga og næstu daga.

Til fundar er mættur Magni Jónsson frá Veðurstofu Íslands.

Spáð er úrkomubakka yfir Vestfjörðum í nótt og á morgun og hætta á snjóflóðum.  Reitur 9 var rýmdur í gær (KNH skemman, Seljaland, Grænigarður og Netagerðin).  Höfði er mannlaus sem og Engi.  Í gærkvöldi kom flóð úr Steiniðjugili og niður á Skutulsfjarðarbraut, var þeim vegakafla lokað í gærkvöldi.  Opnað undir eftirliti í morgun 26. des. þegar snjóathugunarmenn voru búnir að skoða hlíðina.  Lítið flóð fell úr Hraunsgili og eitt á Eyrarhlíð, þó ekki yfir veg.

Ákveðið var á fundinum í samráði við Veðurstofu Íslands að hafa ekki lokað né eftirlit á Skutulsfjarðarbraut og Eyrarhlíð enda munu Vegagerðin og Lögreglan tryggja að vegurinn verði auður og hindrunarlaus í nótt. 

Súðavíkurhlíð verður lokuð áfarm og litlar líkur á að hún verði opnuð á morgun.

Hraun verður rýmt um miðnætti.

 

2.      Fréttatilkynningar

Eftirfarandi fréttatilkynningar hafa verið sendar út frá síðasta fundi.

23. desember kl. 12:00

23. desember kl. 16:40

24. desember kl. 14:00

25. desember kl. 16:00

 

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 18:30.

 

Hlynur H.Snorrason, yfirlögregluþjónn.                                               

Jóhann Birkir Helgason, bæjartæknifræðingur.

Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri.                                                 

Sigurður Mar Óskarsson, fulltrúi björgunarsveita.

Þorsteinn Jóhannesson, yfirlæknir.                                                       

Ómar Már Jónsson sveitarstjóri    

Barði Ingibjartsson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?