Almannavarnanefnd – sameinuð - 21. fundur - 22. desember 2013

Dagskrá:

1.      Óveðurspá.

Undir þessum lið eru mættir Rúnar Óli Karlsson og Örn Ingólfsson frá Veðurstofu Íslands.  Í símasambandi er Þorsteinn Jónsson veðurfræðingur.  Spáin er mjög slæm næstu daga og fram á miðvikudag 25. des.

Nefndin gaf yfirlögregluþjóni heimild til að loka vegum í samráði við Vegagerðina þegar og ef þess gerist þörf.

 

2.      Samskipti við Orkubú Vestfjarða.

Haft var samband við Halldór Magnússon hjá OV vegna stöðu mála.  Varaafl er í góðu lagi og olíubirgðir í toppstandi.  OV gerir ráð fyrir að funda á morgun um framhaldið.

 

3.      Fréttatilkynning.

Gerð var fréttatilkynning og hún send út.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 17:15.

 

Jóhann Birkir Helgason, bæjartæknifræðingur.                                                      

Hlynur H.Snorrason, yfirlögregluþjónn.

Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri.                                                            

Sigurður Mar Óskarsson,  fulltrúi björgunarsveita.

Þorsteinn Jóhannesson, yfirlæknir.                                                                   

Barði Ingibjartsson          

Er hægt að bæta efnið á síðunni?