Almannavarnanefnd – sameinuð - 20. fundur - 11. desember 2013

Dagskrá:

1.      Flugslysaæfingin í haust.

Rætt um flugslysaæfingu sem haldin var 28. september 2013 og lögð fram  lokaskýrsla vegna hennar unnin af ISAVIA. skýrsluna má finna á heimasíðu ISAVIA www.isavia.is/files/flugslysaaefingar/lokaskyrsla-flugslysaaefingarinnar-isafjordur-2013.pdf

 

2.      Aðstaða almannavarna.

Almannavarnanefnd hefur rætt um hvort færa eigi aðstöðuna annað m.a. m.t.t. rafmagnsleysisins sem varð síðasta vetur.

Nefnin samþykkir að betrumbæta aðstöðuna í Fjarðarstrætinu.

 

3.      Rýmingar vegna ofanflóðahættu.

Rætt um verklagsreglur vegna rýminga, t.a.m. frístundasvæðisins í Tungudal, og hvort hægt sé að beita viðurlögum ef kvaðir um takmarkaða búsetu eru ekki virtar.  Rætt hvort mögulegt sé að koma slíkum viðurlögum inn í lög um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum nr. 49/1997.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 15:30.

 

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri.                                                   

Hlynur H.Snorrason,  yfirlögregluþjónn.

Jóhann Birkir Helgason, bæjartæknifræðingur.                                          

Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri.                                                      

Þorsteinn Jóhannesson, yfirlæknir.                                                       

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.     

Sigurður Mar Óskarsson, fulltrúi björgunarsveita.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?