Almannavarnanefnd – sameinuð - 20. fundur - 11. desember 2013

Fundinn sátu: Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri, Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn, Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Sigurður Mar Óskarsson, fulltrúi björgunarsveita, Þorsteinn Jóhannesson, yfirlæknir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og Jóhann Birkir Helgason, bæjartæknifræðingur, sem einnig ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

  1. 1.      Flugslysaæfingin í haust.

Rætt um flugslysaæfingu sem haldin var 28. september 2013 og lögð fram  lokaskýrsla vegna hennar unnin af ISAVIA. skýrsluna má finna á heimasíðu ISAVIA www.isavia.is/files/flugslysaaefingar/lokaskyrsla-flugslysaaefingarinnar-isafjordur-2013.pdf

  1. 2.      Aðstaða almannavarna.

Almannavarnanefnd hefur rætt um hvort færa eigi aðstöðuna annað m.a. m.t.t. rafmagnsleysisins sem varð síðasta vetur.

Nefnin samþykkir að betrumbæta aðstöðuna í Fjarðarstrætinu.

  1. 3.      Rýmingar vegna ofanflóðahættu.

Rætt um verklagsreglur vegna rýminga, t.a.m. frístundasvæðisins í Tungudal, og hvort hægt sé að beita viðurlögum ef kvaðir um takmarkaða búsetu eru ekki virtar.  Rætt hvort mögulegt sé að koma slíkum viðurlögum inn í lög um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum nr. 49/1997.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 15:30.

 

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri

Hlynur H.Snorrason, yfirlögregluþjónn.

Jóhann Birkir Helgason, bæjartæknifræðingur

Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri                                     

Þorsteinn Jóhannesson, yfirlæknir

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri

Sigurður Mar Óskarsson, fulltrúi björgunarsveita

Er hægt að bæta efnið á síðunni?