Almannavarnanefnd – sameinuð - 2. fundur - 7. maí 2007

Mánudaginn 7. maí 2007 kl. 14:00, kom sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps saman til 2. fundar á Dagskrá:1. Bréf vegagerðarinnar er varðar skipan í sameiginlega almannavarnar-nefnd í Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhreppi.


Formaður mun skirfa vegamálastjóra bréf og óska álits á því hvers vegna vegagerðin mun ekki skipa mann í nefndina. 


 


2. Ósk um styrk vegna fjallbjörgunarnámskeiðs í Bandaríkjunum 2. til  9. júní 2007. 


Lagt fram bréf frá Halldóri Halldórssyni dags. 11. apríl 2007  þar sem bæjarráð vísar erindi Harðar Sævars Harðarsonar frá 2. apríl 2007 til almannavarnarnefndar,  þar sem óskað var eftir styrk að upphæð 134.820 kr.


Almannavarnarnefnd telur þetta vera þarft námskeið og mælir með því að bæjarráð styrki verkefnið sem nemur námskeiðsgjöldum.


3. Formaður lagði fram tillögu um að keyptur verði fjarfundarbúnaður fyrir nefndina . 


 Nefndin er sammála tillögu formanns og leggur til að búnaðurinn verði keyptur.


 Spurt um hvernig líði með vettvangsstjóra á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri.


Nefndin óskaði eftir að þeirri vinnu yrði lokið fyrir maílok.


4. Spurt um hvernig líði með vettvangsstjóra á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri.


Nefndin óskaði eftir að þeirri vinnu yrði lokið fyrir maílok. 

5. Almannavarnarnefnd óskar eftir því að ljósum verði komið upp í Funa og hesthúsunum í Hnífsdal sem gefur til kynna hvort viðbúnaðarstig sé í gangi.


 


6. Slökkviliðsstjórinn á Ísafirði hefur skilað inn ástandi búnaðar á sínu svæði. Slökkviliðsstjórinn í Súðavíkurhreppi er búinn að yfirfara sinn lista og mun senda til lögreglustjóra.7. Rýmingarlistar


Formaður óskar eftir að vinnu við rýmingarlista verði lokið og listinn verði sendur til nefndarmanna.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 14.58. 


Kristín Völundardóttir, formaður.


Jóhann B. Helgason.   


Halldór Halldórsson.


Þorsteinn Jóhannesson.  


Sigurður Mar Óskarsson.


Ólafur Hallgrímsson.   


Hlynur B. Karlsson.


Þorbjörn Sveinsson.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?