Almannavarnanefnd – sameinuð - 18. fundur - 27. september 2013

Fundinn sátu: Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri, Bryndís Ósk Jónasdóttir, Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn, Halldór Óli Hjálmarsson, fulltrúi björgunarsveita, Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Jóhann Torfason, FSÍ, Hilmar Pálsson fulltrúi RKÍ og Jóhann Birkir Helgason, bæjartæknifræðingur sem einnig ritaði fundargerð.

Á æfingunni var einnig Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnardeild ríkislögrelgustjóra til aðstoðar.

 

Dagskrá:

 

1.      Flugslysaæfing, Ísafjarðarflugvöllur 2013

Skrifborðsæfing,

Flugvél brotlenti rétt utan við Höfða, Skutulsfirði kl. 15:49, vélin er rétt neðan við veg.  Eldur logar í vélinni og er í þremur hlutum.

Æfingin var stöðvuð eftir hálftíma og ákveðið að byrja upp á nýtt.

 

Flugvél brotlenti rétt utan við Höfða í Skutulsfirði, eldur í vélinni.

Aðgerðarstjórn óskaði eftir fjölda fólks í vélinni.

Upplýsingar bárust að vélin væri af gerðinni Fokker 50 og vélin væri full.

Óskað var eftir aðstoð frá Rvk til að flytja fólk af svæðinu.

Æfing stöðvuð kl. 16:57

 

2.      Skrifborðsæfing rædd

Farið var yfir hvað hafði tekist vel og hvað mætti betur fara.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 17:30. 

 

Úlfar Lúðvíksson

Hlynur H.Snorrason

Jóhann Birkir Helgason

Þorbjörn Sveinsson                                               

Halldór Óli Hjálmarsson

Bryndís Ósk Jónasdóttir 

Jóhann Torfason

Hilmar Pálsson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?