Almannavarnanefnd – sameinuð - 15. fundur - 31. desember 2012

Fundinn sátu: Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn, Sigurður Mar Óskarsson, fulltrúi björgunarsveita, Hermann Hermannsson, slökkviliðsmaður, Helgi Kristinn Sigmundsson, læknir FSÍ, Jóhann Birkir Helgason, bæjartæknifræðingur, Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri voru í símasambandi og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi sem einnig ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

 

1.      Snjóflóðahætta í Ísafjarðarbæ og Súðavík

Starfsmenn Veðurstofu Íslands eru úti að skoða hlíðarnar, skyggni er gott til skoðunar.  Talsvert er um að fjárbændur og hrossabændur séu að hringja og hafa áhyggjur af fóðrun dýra. 

 

2.      Snjómokstur

Vegagerðin hefur ákveðið að moka ekki veginn um Hvilftarströnd til Flateyrar sem og leiðina um Súðavíkurhlíð.

 

3.      Rýmingar

Útlit er fyrir afléttingu á rýmingu, það verður ljóst eftir fund veðurfræðinga og snjóflóðaeftirlitsmanna kl. 15:00.  Almannavarnanefnd felur Hlyni og Sigurði Mar að ganga frá fréttatilkynningu að þeim fundi loknum.

 

4.      Viðgerðir á raflínum og varaaflsvélum

Vegna stöðu mála á varaafli hjá OV var haft var samband við Sigurjón Kr. Sigurjónsson hjá Orkubúi Vestfjarða.

Verið er að halda inni íbúðarhúsnæði og verið að loka á fyrirtæki.  Viðgerðir á línum standa yfir en ekki ljóst hvar bilun er.  Nægar byrgðir eru af Olíu á Ísafirði til að keyra varaafl.  FSÍ er á eigin afli og gert ráð fyrir að svo verði áfram þar til Mjólkárlína kemur inn.  Þingeyri, Flateyri og Suðureyri eru á fullu afli.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 14:15.

 

Jóhann Birkir Helgason

Hlynur H.Snorrason

Hermann Hermannsson

Sigurður Mar Óskarsson

Helgi Kr. Sigmundsson

Ómar Már Jónsson

Anna Guðrún Gylfadóttir

Daníel Jakobsson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?