Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
166. fundur 12. september 2019 kl. 12:30 - 14:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Bryndís G Friðgeirsdóttir aðalmaður
  • Martha Kristín Pálmadóttir aðalmaður
  • Þóra Hansdóttir aðalmaður
  • Kristján Óskar Ásvaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þóra Marý Arnórsdóttir deildarstjóri fötlunarþjónustu
  • Guðlaug María Júlíusdóttir deildarstjóri barnaverndar
  • Arna Ýr Kristinsdóttir ráðgjafi á velferðarsviði
Fundargerð ritaði: Arna Ýr Kristinsdóttir ráðgjafi á velferðasviði
Dagskrá
Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir nýr deildarstjóri í barnvernd sat fundinn.

1.Trúnaðarmál - 2012010059

Lagt fram mál undir liðnum trúnaðarmál.
Trúnaðarmál bókað í trúnaðarmálabók.

2.Reglur vegna greiðslna lögmannsaðstoðar í barnaverndarmálum - 2019090053

Kynntar reglur barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum vegna greiðslna lögmannsaðstoðar í barnaverndarmálum frá árinu 2003.
Nefndin ákveður að hafa starfsdag í byrjun nóvember 2019 til að uppfæra reglur barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum um greiðslur lögmannsaðstoðar í barnaverndarmálum. Nefndin felur starfsmanni að finna samsvarandi reglur annarra sveitarfélaga og senda á nefndina.

3.Verklag vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir stofnanir sem starfa með börnum - 2019050055

Lögð fram áskorun frá UNICEF varðandi heildstætt og samræmt verklag, vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum.
Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum ákveður að senda bréf á fræðslunefndir allra þriggja sveitarfélaganna sem standa að nefndinni þar sem óskað er eftir tölulegum upplýsingum um fjölda barna sem hafa orðið fyrir ofbeldi eða vanrækslu, til að hægt sé að bera þær saman við ársskýrslu barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum. Þannig er markvisst hægt að meta árangur af forvörnum og fræðslu sem til staðar er í sveitarfélaginu og skoða hversu stór hluti barna sem verða fyrir ofbeldi skilar sér ekki til barnaverndar.
Einnig hvetur nefndin þau þrjú sveitarfélög sem standa að nefndinni að setja sér sameiginlegt heildstætt og samræmt verklag, vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum.

4.Samstarf um barnavernd á norðanverðum Vestfjörðum. - 2017020009

Kynnt uppgjör vegna ársins 2018 og væntanlegir viðaukar ársins 2019. Einnig kynnt fjárhagsáætlunargerð fyrir 2020.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?