Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum

165. fundur 04. júlí 2019 kl. 12:30 - 16:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Bryndís G Friðgeirsdóttir aðalmaður
  • Martha Kristín Pálmadóttir aðalmaður
  • Kristín Ósk Jónsdóttir varamaður
  • Kristján Óskar Ásvaldsson aðalmaður
  • Rósa Ólafsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðlaug María Júlíusdóttir deildarstjóri barnaverndar
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri í félagsþjónustu
Dagskrá

1.Trúnaðarmál - 2012010059

Eitt trúnaðarmál tekið fyrir.
Trúnaðarmálið kynnt fyrir nefndinni. Trúnaðarmál afgreitt og fært til bókar í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar.

2.Trúnaðarmál - 2012010059

Eitt trúnarðarmál tekið fyrir
Trúnaðarmál kynnt fyrir nefndinni. Trúnarðarmál afgreitt og fært til bókar í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar.

3.Beiðni um umsögn vegna ættleiðingar - 2019060018

Tekin fyrir umsögn barnaverndarnefndar vegna fyrirhugaðrar ættleiðingar.
Lögð fram greinargerð deildarstjóra barnaverndar sem var unnin að beiðni sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.

Á grundvelli greinargerðarinnar telur nefndin umsækjendur vel hæfa til að ættleiða barn frá öðru landi og mælir með því að forsamþykki verið gefið út.

4.Verklag vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir stofnanir sem starfa með börnum - 2019050055

Lagt fram bréf Bergsteins Jónssonar, framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi, dagsett 22. maí sl., þar sem sveitarfélög eru hvött til að setja sér heildstætt og samræmt verklag, vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu, fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1063. fundi sínum 27. maí sl. og vísaði því til fræðslunefndar og barnaverndarnefndar.
Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum fagnar frumkvæði UNICEF og styður heilshugar þetta framtak. Það er rétt að taka fram að verklag hjá barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum er skýrt hvað varðar tilkynningar sem berast vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu gagnvart börnum og er skýr stefna um að ekkert ofbeldi gagnvart börnum er liðið í þeim þremur sveitafélögum sem starfa saman í málefnum barnaverndar. Einnig eru starfsmenn nefndarinnar í góðu samstarfi við alla þá aðila sem vinna með börnum á svæðinu og fara reglulega með fræðsluefni til allra þessara aðila, en betur má ef duga skal. Í samræmi við áskorun UNICEF mun nefndin, í samvinnu við fræðslunefndir sveitarfélaganna á norðanverðum Vestfjörðum, nú einhenda sér í að stuðla að því að allar þær stofnanir sem vinna með börnum í þeim þremur sveitafélögum sem standa að nefndinni, geri með sér samræmt verklag vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu. Er það gert svo að tryggt sé að öll mál verði tilkynnt, skoðuð og sett í kjölfarið í vinnslu, ef þörf er talin á því. Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar hefur nú þegar sent beiðni til Rannsókna og greiningar um að fá tölfræði fyrir Ísafjarðarbæ og beðið er eftir þeim upplýsingum. Er það gert til að hægt sé að bera þær tölur saman við tölur úr ársskýrslu barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum til að hægt sé að átta sig á umfangi þeirra mála sem nefndin hefur ekki fengið vitneskju um. Einnig mun nefndin óska eftir því við sveitastjórnir Bolungarvíkurkaupstaðar og Súðavíkurhrepps að þau sveitafélög óski einnig eftir sömu upplýsingum hvað varðar börnin í þeirra sveitafélögum. Mun nefndin fela deildarstjóra barnaverndar að vera sinn fulltrúi í þessu máli og óska eftir upplýsingum um framvindu málsins á næsta fundi nefndarinnar.

5.Umsókn um að gerast stuðningsforeldrar - 2016060085

Viðkomandi óskar eftir endurnýjun á leyfi til að vera stuðningsforeldri hjá barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum.
Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum metur umsækjendur mjög hæfa og veitir þeim leyfi til að gerast stuðningsforeldar skv. 85. gr. barnaverndarlaga nr.80/2002. Gildir leyfið til eins árs, til 7. júlí 2020.

6.Umsókn um að gerast vistforeldri - 2015060035

Viðkomandi óskar eftir endurnýjun á leyfi til að vera stuðningsforeldri hjá barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum.
Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum metur umsækjendur mjög hæfa og veitir þeim leyfi til að gerast stuðningsforeldar skv. 85. gr. barnaverndarlaga nr.80/2002. Gildir leyfið til eins árs, til 7. júlí 2020.

7.Endurnýjun á fósturleyfi og vistun skv. 84. gr. bvl. - 2015100022

Viðkomandi óskar eftir endurnýjun á leyfi til að vera stuðningsforeldri hjá barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum.
Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum metur umsækjendur mjög hæfa og veitir þeim leyfi til að gerast stuðningsforeldar skv. 85. gr. barnaverndarlaga nr.80/2002. Gildir leyfið til eins árs, til 7. júlí 2020.

8.Umsókn um að gerast stuðningsfjölskylda - 2017120029

Viðkomandi óskar eftir endurnýjun á leyfi til að vera stuðningsforeldri hjá barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum.
Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum metur umsækjendur mjög hæfa og veitir þeim leyfi til að gerast stuðningsforeldar skv. 85. gr. barnaverndarlaga nr.80/2002. Gildir leyfið til eins árs, til 7. júlí 2020.

9.Umsókn um að gerast stuðningsfjölskylda - 2017120028

Viðkomandi óskar eftir endurnýjun á leyfi til að vera stuðningsforeldri hjá barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum.
Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum metur umsækjendur mjög hæfa og veitir þeim leyfi til að gerast stuðningsforeldar skv. 85. gr. barnaverndarlaga nr.80/2002. Gildir leyfið til eins árs, til 7. júlí 2020.

Fundi slitið - kl. 16:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?