Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum

159. fundur 18. september 2018 kl. 15:00 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Bryndís G Friðgeirsdóttir aðalmaður
  • Martha Kristín Pálmadóttir aðalmaður
  • Þóra Hansdóttir aðalmaður
  • Kristján Óskar Ásvaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Þóra Marý Arnórsdóttir deildarstjóri fötlunarþjónustu
  • Guðlaug María Júlíusdóttir deildarstjóri barnaverndar
  • Arna Ýr Kristinsdóttir ráðgjafi á velferðarsviði
Fundargerð ritaði: Arna Ýr Kristinsdóttir ráðgjafi í barnavernd
Dagskrá

1.Samstarf um barnavernd á norðanverðum Vestfjörðum. - 2017020009

Samningur um meðferð barnaverndarmála og kosningu í barnaverndarnefnd.
Lagt fram til kynningar.

2.Barnaverndarnefnd - ákveður fundartíma nefndar. - 2018030065

Umræða um tímasetningar á barnaverndarnefndarfundum.
Nefndin ákveður að festa fundartíma nefndarinnar á fimmtudögum kl:12:30. Fjórða hvern fimmtudag að jafnaði.

3.Trúnaðarmál - 2012010059

Eitt trúnaðarmál tekið fyrir og niðurstaða færð í trúnaðarmálabók.
Nefndin upplýst um stöðu máls.

4.Erindi frá Barnaverndarstofa - vegna kennitölu barnaverndanefnda - 2018010045

Lagt fram erindi frá barnaverndarstofu sem varðar kennitölu barnaverndarnefndar.
Lagt fram erindi frá barnaverndarstofu. Nefndin fagnar erindinu og felur starfsmönnum að vinna málið áfram. Málið lagt fyrir nefndina aftur á næsta fundi.

5.Erindi frá barnaverndarstofu- námskeið fyrir nefndarmenn barnaverndarnefnda - 2018010045

Lagt fram erindi frá barnaverndarstofu hvað varðar námskeið fyrir nefndarmenn barnaverndarnefnda.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?