Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum

156. fundur 14. mars 2018 kl. 15:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Bryndís G Friðgeirsdóttir formaður
  • Magnús Þór Bjarnason aðalmaður
  • Martha Kristín Pálmadóttir aðalmaður
  • Lilja Kjartansdóttir aðalmaður
  • Þóra Hansdóttir varaformaður
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Þóra Marý Arnórsdóttir deildarstjóri fötlunarþjónustu
  • Guðlaug María Júlíusdóttir deildarstjóri barnaverndar
  • Ásta María Guðmundsdóttir ráðgjafi á fjölskyldusviði
Fundargerð ritaði: Ásta María Guðmundsdóttir ráðgjafi í barnavernd
Dagskrá

1.Barnaverndarmál (ársskýrsla 2017) - 2018010002

Kynnt drög að ársskýrslu barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum fyrir árið 2017.
Drög kynnt.

2.Úrræði skv. 84. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 - 2018030009

Lagt fram bréf frá Barnaverndarstofu þar sem óskað er eftir upplýsingum um úrræði skv. 84. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum felur starfsmönnum nefndarinnar að fara þess á leit við þær stuðningsfjölskyldur, sem eru þegar að störfum fyrir nefndina, að sækja um tilskilin leyfi skv. 84. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.

3.Barnavernd - ýmis mál 2018 - 2018030065

Lagður fram rökstuðningur vegna stöðugildis tilsjónar í barnavernd.
Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, bæjarstjórn Bolungarvíkurkaupstaðar og sveitastjórn Súðavíkurhrepps að stöðugildi tilsjónar fari úr 50% í 60% stöðugildi. Vísað er til 24. gr. barnverndarlaga nr. 80/2002. Nefndin óskar eftir að starfsmenn nefndarinnar taki saman kostnað vegna úrræðisins, enda ekki gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun fyrir árið 2018.

4.Trúnaðarmál - 2012010059

Lagt fram eitt trúnaðarmál.
Trúnaðarmál kynnt og fært til bókunar.

Fundi slitið.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?