Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum

183. fundur 11. maí 2021 kl. 12:30 - 13:30 í fundarsal á 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Bryndís G Friðgeirsdóttir aðalmaður
  • Martha Kristín Pálmadóttir aðalmaður
  • Þóra Hansdóttir aðalmaður
  • Kristján Óskar Ásvaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Helga Katrín Hjartardóttir deildarstjóri barnaverndar
Fundargerð ritaði: Helga Katrín Hjartardóttir deildarstjóri barnaverndar
Dagskrá

1.Umsögn vegna beiðni um leyfi til að gerast fósturforeldrar - 2021040009

Lögð fram greinargerð starfsmanns vegna beiðni um leyfi til að gerast fósturforeldrar.
Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum lýsir sig sammála niðurstöðum stafsmanns barnaverndar og telur tilgreinda aðila hæfa til að gerast fósturforeldrar.

2.Umsókn um leyfi til að reka annað úrræði skv. 84. gr. barnaverndarlaga - 2021050040

Lögð fram beiðni um leyfi til að til að reka annað úrræði skv. 84. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum samþykkir beiðni hjónanna um að reka annað úrræði skv. 84. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.

3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 27. apríl 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um barnaverndarlög (barnaverndarþjónusta, samþætting o.fl.), 731. mál. Umsagnarfrestur er til 5. maí.

Á 1151. fundi bæjarráðs, þann 3. maí 2021, var málinu vísað til nefndarinnar.
Umræða um málið.
Umsagnarfrestur var of knappur til að hægt væri að senda umsagnir.

4.Málsmeðferðarreglur Barnaverndar á norðanverðum Vestfjörðum - 2021050008

Lagð fram uppkast að málsmeðferðarreglum fyrir Barnavernd á norðanverðum Vestfjörðum.
Umræða fór fram um reglunarnar og starfsmanni falið að vinna áfram í reglunum.

5.Trúnaðarmál - 2012010059

Tekið fyrir 1 trúnaðarmál í Barnavernd.
Bókað í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar.

Fundi slitið - kl. 13:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?