Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum

124. fundur 06. júní 2013 kl. 10:00 - 12:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Rósa Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Bryndís G Friðgeirsdóttir aðalmaður
  • Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Anna Valgerður Einarsdóttir deildarstjóri barnaverndar
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir
Dagskrá
Barði Ingibjartsson boðaði forföll og enginn mætti í hans stað. Þóra Hansdóttir mætti ekki og enginn í hennar stað.

1.Ársskýrslur Barnaverndarnstofu - 2003050057

Lagðar fram samtölur 2012 sem eru árskýrsla barnaverndarnefnda til Barnaverndarstofu. Á árinu 2012 komu 157 tilkynningar til barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum um 93 börn.
Lagt fram til kynningar.

2.Barnaverndarstofa - Ýmis erindi 2013 - 2013010005

Lagt fram bréf frá Barnaverndarstofu dags. 25. janúar 2013 þar sem Barnaverndarstofa óskar eftir fundi með nefndinni á haustmánuðum 2013. Óskað er eftir tillögu nefndarinnar um fundartíma og þess farið á leit að nefndir á landsbyggðinni samræmi fundartíma við þær nefndir er standa þeim næst.
Lagt fram til kynningar. Starfsmanni falið að ræða við aðrar nefndir og finna fundartíma með Barnaverndarstofu.

3.Barnaverndarstofa - Ýmis erindi 2013 - 2013010005

Lagt fram bréf frá Barnaverndarstofu dags. 21. janúar 2013 þar sem Barnaverndarstofa tilkynnir um að hætt sé að bjóða upp á hópmeðferð fyrir börn sem búa við þær aðstæður að ofbeldi hefur verið þáttur í heimilislífi þeirra.
Lagt fram til kynningar.

4.Sískráning 2013 - 2013060017

Lögð fram sískráning fyrir janúar til mars 2013.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?