Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
167. fundur 12. desember 2019 kl. 12:30 - 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sif Huld Albertsdóttir varamaður
  • Martha Kristín Pálmadóttir aðalmaður
  • Þóra Hansdóttir formaður
  • Kristján Óskar Ásvaldsson aðalmaður
  • Dagbjört Sigrún Hjaltadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Þóra Marý Arnórsdóttir deildarstjóri fötlunarþjónustu
  • Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri barnaverndar
  • Dagný Sif L. Snæbjarnardóttir ráðgjafi á velferðarsviði
Fundargerð ritaði: Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir ráðgjafi á fjölskyldusviði
Dagskrá

1.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019 - 2019010030

Lagður er fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, skjalaritara, f.h. nefnasviðs Alþingis, dags. 18. október sl., með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um barnaverndarlög (refsing við lálmun eða takmörkun á umgengni), 123. mál.
Á 1079. fundi bæjarráðs, 21. október sl., var frumvarpinu vísað til umsagnar í barnaverndarnefnd.
Lagt fram til kynningar.

2.Birting fylgiskjala fundargerða á vef Ísafjarðarbæjar - verklagsreglur 2018 - 2018100068

Hjördís Þráinsdóttir, persónuverndarfulltrúi, mætti til fundar til að ræða birtingu fylgiskjala með fundargerðum.
Kynnt var meðferð fylgiskjala í fundargerðum.

3.Trúnaðarmál - 2012010059

Trúnaðarmál nr. 1
Trúnaðarmál nr. 2
Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók nefndarinnar.
Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum þakkar Örnu Ýri Kristinsdóttur og Guðlaugu M. Júlíusdóttur fyrir vel unnin störf og góða samvinnu á undanförnum árum.

Fundi slitið - kl. 14:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?