Bæjarstjórn

440. fundur 05. september 2019 kl. 17:00 - 18:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
 • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
 • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
 • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
 • Þórir Guðmundsson aðalmaður
 • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
 • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
 • Kristján Þór Kristjánsson forseti
Starfsmenn
 • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
 • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Sindragata 4a, sala fasteigna - 2019030022

Tillaga 1072. fundar bæjarráðs frá 2. september sl. um að samþykkja tilboð í íbúðir nr. 0201, 0104 og 0102 í Sindragötu 4a, Ísafirði.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, Marzellíus Sveinbjörnsson og Sigurður J. Hreinsson,

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

2.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019 - 2019010030

Tillaga bæjarstjóra að umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga, samkvæmt bókun 1071. fundar bæjarráðs frá 26. ágúst sl.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Sigurður J. Hreinsson, Arna Lára Jónsdóttir, Hafdís Gunnarsdóttir, Jónas Þór Birgisson og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri.

Hafdís Gunnarsdóttir, varaforseti, tekur við stjórn fundarins kl. 17:30, á meðan forseti tekur til máls. Kristján tekur aftur við stjórn fundarins kl. 17:32. Varaforseti tekur aftur við stjórn fundarins kl. 17:37, á meðan forseti tekur til máls.

Tillaga bæjarstjóra að umsögn bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023:

„Þann 13. ágúst síðastliðinn var birt í samráðsgátt stjórnvalda tillaga samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023.

Ísafjarðarbær sendir eftirfarandi umsögn við tillöguna sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar 5. september 2019.

Framtíðarsýn og meginmarkmið fyrir árin 2019-2033

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur undir og er sammála þeirri framtíðarsýn, sem sett er fram í þingsályktunartillögunni, að Ísland verði í fremstu röð með trausta og örugga innviði, öflug sveitarfélög, verðmætasköpun og framsækna þjónustu. Að áhersla verði lögð á að nýta tækni sem best til að tengja saman byggðir landsins, en jafnframt tengja Ísland við umheiminn. Allt í sátt og góðu jafnvægi við umhverfið.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fagnar því að sjá ríka stoð og skírskotun í stefnumörkun lögbundinnar byggðaáætlunar og sóknaráætlunum. Þá sérstaklega hvað varðar það meginmarkmið að efla sjálfbærar byggðir og sveitarfélög um allt land. Fjölmargar aðgerðir núgildandi byggðaáætlunar kallast einmitt á við þessa sýn.

Aðgerðaáætlun 2019-2023

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar telur brýnt að árétta að leiðarstef slíkrar aðgerðaáætlunar á vettvangi sveitarstjórnarstigsins verði alltaf að vera bætt þjónusta. Tryggja verður í hvívetna að sveitarfélög hafi burði til að veita íbúum framúrskarandi þjónustu og hafi getu til að annast lögbundin verkefni.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur undir þau sjónarmið sem koma meðal annars fram í minnisblaði Byggðastofnunar að veglegur fjárhagslegur stuðningur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sé nauðsynlegur til að styðja við markmið um sameiningar sveitarfélaga. Tryggja þarf að sjóðurinn fái til þess sérstaka fjármögnun frá ríkissjóði svo ekki þurfi að skerða hefðbundin framlög sjóðsins til sveitarfélaga til að fjármagna sameiningarstuðning. Ef ekki kemur til sérstaks fjárstuðnings ríkissjóðs má ætla að sveitarfélög sem uppfylla stærðarmörk nú þegar, og ekki munu sameinast öðrum, verði fyrir skerðingu á framlögum vegna fjárstuðnings við þau sveitarfélög sem munu sameinast.

Í aðgerðaáætluninni kemur skýrt fram að stefnt verði að því að jafna tækifæri til atvinnu og aðgengis að þjónustu. Þessar áherslur eiga sér einnig stoð í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024, meðal annars í áformum um fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni og fjölgun starfa án staðsetningar, þannig að búseta hafi ekki áhrif við val á starfsfólki í ráðuneytum.

Í meginatriðum samræmast því tillögurnar þeirri sýn bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar að framtíð samfélagsins byggi á aukinni sjálfbærni á sviði stjórnsýslu, samfélags og í atvinnulífi sveitarfélaga. Það er von bæjarstjórnar að góð samstaða geti tekist um afgreiðslu tillögunnar á Alþingi.“

Sigurður J. Hreinsson, bæjarfulltrúi, leggur fram breytingartillögu við tillögu bæjarstjóra, þannig að setningin „Það er von bæjarstjórnar að góð samstaða geti tekist um afgreiðslu tillögunnar á Alþingi.“ falli brott og við bætist: „Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar er tilbúinn til aukins samstarfs, samvinnu og jafnvel sameiningar við önnur sveitarfélög, en eingöngu á forsendum íbúanna. Ísafjarðarbær mun ekki taka þátt í þvingaðri sameiningu við önnur sveitarfélög.“

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi, leggur fram breytingartillögu við tillögu bæjarstjóra, þannig að setningin „Það er von bæjarstjórnar að góð samstaða geti tekist um afgreiðslu tillögunnar á Alþingi.“ falli brott og við bætist „Í meginatriðum samræmast því tillögurnar þeirri sýn bæjarstjórnar ísafjarðarbæjar að framtíð samfélagsins byggi á aukinni sjálfbærni á sviði stjórnsýslu, samfélags og í atvinnulífi sveitarfélaga. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar er tilbúin til aukins samstarfs, samvinnu og jafnvel sameiningar á forsendum íbúanna.“

Sigurður J. Hreinsson dregur breytingartillögu sína til baka.

Forseti ber breytingartillögu Örnu Láru Jónsdóttur til atkvæða.

Breytingartillagan samþykkt 9-0.

3.Nefndarmenn 2018-2022 - 2018050091

Aron Guðmundsson, bæjarfulltrúi Í-lista, biðst lausnar frá störfum með bréfi dagsettu 3. september sl. Þórir Guðmundsson, varabæjarfulltrúi Í-listans tekur sæti sem aðalmaður bæjarstjórnar.

Bæjarfulltrúar Í-listans gera eftirfarandi tillögur um breytingar á nefndum:

Aron Guðmundsson hættir sem aðalmaður í íþrótta- og tómstundanefnd og í hans stað kemur Gylfi Ólafsson.

Jón Ottó Gunnarsson hættir sem varamaður í íþrótta- og tómstundanefnd og í hans stað kemur Kristján Jónsson.

Aron Guðmundsson hættir sem varamaður í velferðarnefnd og í stað hans kemur Hlynur Reynisson.

Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Þórir Guðmundsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

4.Bæjarstjórnarfundir 2018-2019 - 2018060018

Tillögur að dagsetningum bæjarstjórnarfunda 2019-2020. Minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dagsett 3. september sl.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Sigurður J. Hreinsson, Hafdís Gunnarsdóttir og Arna Lára Jónsdóttir.

Sigurður J. Hreinsson, bæjarfulltrúi, leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:
„Bæjarfulltrúi leggur til að jafnframt verði fundað 2. júlí, 16. júlí, 6. ágúst og 20. ágúst.“

Sigurður J. Hreinsson dregur breytingartillögu sína til baka.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

5.Bæjarráð - 1066 - 1906019F

Fundargerð 1066. fundar bæjarráðs sem haldinn var 1. júlí sl. Fundargerðin er í 16 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Bæjarráð - 1067 - 1907003F

Fundargerð 1067. fundar bæjarráðs sem haldinn var 8. júlí sl. Fundargerðin er í 10 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Bæjarráð - 1068 - 1907006F

Fundargerð 1068. fundar bæjarráðs sem haldinn var 22. júlí sl. Fundargerðin er í 9 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Bæjarráð - 1069 - 1907011F

Fundargerð 1069. fundar bæjarráðs sem haldinn var 6. ágúst sl. Fundargerðin er í 20 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Nanný Arna Guðmunsdóttir og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri.

Hafdís Gunnarsdóttir, varaforseti tekur við stjórn fundarins kl. 18:04 á meðan forseti tekur til máls. Forseti tekur aftur við stjórn fundarins kl. 18:05.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Bæjarráð - 1070 - 1908010F

Fundargerð 1070. fundar bæjarráðs sem haldinn var 19. ágúst sl. Fundargerðin er í 12 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Bæjarráð - 1071 - 1908014F

Fundargerð 1071. fundar bæjarráðs sem haldinn var 26. ágúst sl. Fundargerðin er í 7 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Bæjarráð - 1072 - 1908017F

Fundargerð 1072. fundar bæjarráðs sem haldinn var 2. september sl. Fundargerðin er í 9 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?