Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
438. fundur 06. júní 2019 kl. 17:00 - 18:18 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Aron Guðmundsson aðalmaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson forseti
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá
Sigurður J. Hreinsson óskar eftir að mál verði tekið á dagskrá með afbrigðum. Bæjarfulltrúar samþykkja það samhljóða.

1.Seljalandsvegur 100, uppkaup. - 2018090014

Bæjarstjóri leggur til við bæjarstjórn að taka tilboði Hildar Dagbjartar Arnardóttur að fjárhæð kr. 1.556.000,- í fasteignina að Seljalandsvegi 100, með fyrirvara um samþykki Ofanflóðasjóðs.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir og Hafdís Gunnarsdóttir.

Hafdís Gunnarsdóttir gerir grein fyrir að hún ætli að sitja hjá við umræður og atkvæðagreiðslu undir þessum fundarlið.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 8-0. Hafdís Gunnarsdóttir situr hjá.

2.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi, Skólagata 3 á Suðureyri - 2019040039

Tillaga 520. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 15. maí sl., um að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings við Skólagötu 3, Suðureyri.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

3.Djúpvegur, Kofrahús - Endurnýjun lóðaleigusamnings - 2019020018

Tillaga 520. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 15. maí sl., um að heimila útgáfu lóðaleigusamnings til 10 ára.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

4.Grunnskóli Suðureyrar, framkvæmdir 2019 - 2018110033

Tillaga 1064. fundar bæjarráðs frá 3. júní sl. um að samið verði við Vestfirska verktaka ehf. um viðhaldsframkvæmdir á Grunnskóla Suðureyrar.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri og Jónas Þór Birgisson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

5.Nemendagarðar vegna Lýðháskóli á Flateyri - 2016110085

Tillaga 1064. fundar bæjarráðs frá 3. júní sl., um að leggja 15% eignarhlut Ísafjarðarbæjar í Eyrarvegi 8, Flateyri, inn í sjálfseignarstofnun Nemendagarða Lýðháskólans á Flateyri.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri og Jónas Þór Birgisson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

6.Kosning fulltrúa í bæjarráð og forseta bæjarstjórnar. - 2018050091

Tillaga forseta um að Kristján Þór Kristjánsson verði kosinn forseti bæjarstjórnar, Hafdís Gunnarsdóttir verði kjörin 1. varaforseti bæjarstjórnar og Nanný Arna Guðmundsdóttir verði 2. varaforseti bæjarstjórnar.

Forseti leggur jafnframt til að kosin verði í bæjarráð Hafdís Gunnarsdóttir sem formaður, Marzellíus Sveinbjörnsson sem varaformaður og Arna Lára Jónsdóttir. Til vara í bæjarráð leggur forseti til að kosin verði Sif Huld Albertsdóttir, Kristján Þór Kristjánsson og Aron Guðmundsson.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

7.Skipakirkjugarður - 2018050072

Sigurður J. Hreinsson, bæjarfulltrúi Í-listans leggur fram eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að fela bæjarstjóra að óska eftir samstarfi við Súðavíkurhrepp um stofnun vinnuhóps sem hafi það hlutverk að gera staðarvals- og fýsileikakönnun á að koma upp skipakirkjugarði í einhverjum innfjarða Ísafjarðardjúps.

Að baki tillögunni liggja tveir megin þættir, varðveisla menningarverðmæta annnarsvegar og nýsköpun í atvinnulífi hinsvegar.

Sportköfun er afar vinsælt sport á heimsvísu, en til að staðir njóti vinsælda til köfunar þurfa þeir að búa yfir einhverju sérstöku aðdráttarafli. Skipsflök eru slíkt aðdráttarafl og víða um heim eru slíkir staðir afar fjölsóttir og eru þannig lóð á vogarskálar í atvinnulífi svæðanna. Með vel skipulögðum skipakirkjugarði, nákvæmri umhverfisvöktun og ströngum reglum, má byggja upp áningarstað sem dregur fólk víða að og býr til nýja tegund afþreyingar fyrir ferðafólk sem heimamenn.

Menningarverðmæti í tréskipum íslendinga liggja undir skemmdum og á síðustu áratugum hefur miklum fjölda af tréskipum verið fargað á eldi eða niðurbroti. Fjármagn til varðveislu þessara menningarminja er af mjög skornum skammti og því miður fátt sem bendir til þess að breyting verði á því í bráð. Timburskip geymast illa á landi, eins og Skagamenn hafa rækilega sannað, en hinsvegar má finna dæmi um að sokkin timburskip varðveitist ótrúlega vel. Með það í huga að varðveita skip með möguleika á að ná í þau síðar og endurgera, má á næstu árum forða fjölda skipa frá eyðingu og varðveita með þeim hætti mikilvæga þætti í atvinnu- og menningarsögu landsins.“
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Sigurður J. Hreinsson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir, Hafdís Gunnarsdóttir, Kristján Þór Kristjánsson, Jónas Þór Birgisson og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Hafdís Gunnarsdóttir tekur við stjórn fundarins kl. 17:34 á meðan Kristján Þór Kristjánsson tekur til máls. Kristján tekur aftur við stjórn fundarins kl. 17:43.

Hafdís Gunnarsdóttir leggur fram þá tillögu að tillögunni verði vísað til bæjarráðs til frekari umræðu.

Forseti ber breytingartillöguna upp til atkvæða.
Breytingartillagan samþykkt 9-0.

8.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 164 - 1905010F

Fundargerð 164. fundar barnaverndarnefndar sem haldinn var 14. maí sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Bæjarráð - 1062 - 1905016F

Fundargerð 1062. fundar bæjarráðs sem haldinn var 20. maí sl. Fundargerðin er í 16 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Bæjarráð - 1063 - 1905022F

Fundargerð 1063. fundar bæjarráðs sem haldinn var 27. maí sl. Fundargerðin er í 16 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, Sigurður J. Hreinsson og Hafdís Gunnarsdóttir

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Bæjarráð - 1064 - 1905026F

Fundargerð 1064. fundar bæjarráðs sem haldinn var 3. júní sl. Fundargerðin er í 14 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri´.

Hafdís Gunnarsdóttir tekur við stjórn fundarins kl. 18:10 á meðan Kristján Þór Kristjánsson, forseti tekur til máls.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 520 - 1904020F

Fundargerð 520. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 15. maí sl. Fundargerðin er í 9 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 85 - 1905015F

Fundargerð 85. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 21. maí sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Velferðarnefnd - 439 - 1905008F

Fundargerð 439. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 16. maí sl. Fundargerðin er í 5 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:18.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?