Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
437. fundur 16. maí 2019 kl. 17:00 - 18:23 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson varamaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir
  • Þórir Guðmundsson varamaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varamaður
  • Kristján Þór Kristjánsson forseti
Starfsmenn
  • Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Dagskrá

1.Virðisaukinn - 2013110016

Afhending Virðisaukans fyrir árið 2018, frumkvöðlaverðlauna atvinnu- og menningarmálanefndar.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Virðisaukann fyrir árið 2018 hlýtur verkefnið Bara ég og stelpurnar.

Rökstuðningur:
Hólmfríður Vala Svavarsdóttir er eigandi og hótelstjóri á Hótel Ísafirði. Fyrir 4 árum síðan byrjaði hún að þróa helgarferðir til Ísafjarðar sem er nú vörumerkið Bara ég og stelpurnar. Áður en verkefnið hófst má segja að helgarnar frá janúar fram í maí hafi verið algjörlega dauður tími í rekstri Hótelsins. Hólmfríður nýtti áhuga sinn og fagþekkingu í skíðagöngu og byrjaði að bjóða upp á skíðagöngunámskeið bara ætluð konum. Fyrsta árið byrjaði þetta með einni helgi þar sem 20 konur voru skráðar til þátttöku. Konurnar heimsækja Ísafjörð frá fimmtudegi til sunnudags, gista á Hótel Ísafirði og njóta leiðsagnar heimamanna í skíðagöngu. Núna, 4 árum seinna hafa námskeiðin þróast og leggur Hólmfríður Vala áherslu á það að þær konur sem koma á námskeið nýti sér þjónustu annarra fyrirtækja hér í bænum eins og að fara í Yoga, heimsækja Dokkuna, Ívaf, Sætt og salt og fleiri fyrirtæki.

Verkefnið hefur vaxið úr því að vera 20 konur yfir eina helgi yfir í um 80 konur á helgi yfir 7 helgar.

Með þessu hefur Hólmfríði Völu tekist að breyta láganna tíma í ferðaþjónustu úti á landi í háannatíma og ýtt þar með undir mikla verðmætasköpun hjá fyrirtækinu, sem og hjá öðrum fyrirtækjum á Ísafirði.

2.Byggðasamlag Vestfjarða - þjónustusamningur og samstarfssamningur - endurskoðun 2016 - 2016100073

Á 1060. fundi bæjarráðs 6. maí sl. var samþykkt að draga úrsögn Ísafjarðarbæjar úr Byggðasamlagi Vestfjarða til baka með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri og Jónas Þór Birgisson.

Á 436. fundi bæjarstjórnar 2. maí sl., var lögð fram tillaga um að úrsögn Ísafjarðarbæjar úr Byggðasamlagi um málefni fatlaðs fólks á Vesfjörðum sem samþykkt var á 410. fundi bæjarstjórnar, 14. desember 2017, verði dregin til baka með því skilyrði að starfsstöð framkvæmdastjóra Byggðasamlagsins verði færð inn á velferðarsvið Ísafjarðarbæjar. Tillagan er nú lögð fram að nýju.

Nanný Arna Guðmundsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa Í-lista.
Við bæjarfulltrúar Í-listans í Ísafjarðarbæ lýsum okkur reiðubúin til að halda áfram að leita leiða til að samstarf sveitarfélaga í málefnum fatlaðs fólks geti haldið áfram. Við erum því sammála um að afturkalla úrsögn Ísafjarðarbæjar úr BsVest.
Jafnframt er hér með óskað eftir samtalinu við hin sveitarfélögin um með hvaða hætti má auka árangur í rekstri og þjónustu í málaflokkinum. Það er ekki nóg að stóra sveitarfélagið sýni sanngirni eða bakki með sína tillögu, það verða allir aðilar málsins að vera tilbúnir að ræða hugmyndir um hvernig gera má betur.
Í þeirri viðleitni að þjónusta notendur betur fyrir sama fé, vann Ísafjarðarbær, í samráði við önnur sveitarfélög í BsVest, að mótun tillögu um að Ísafjarðarbær gerist leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðs fólks. Markmiðið með tillögunni var að búa til sterkari fagleg teymi, spara í stjórnunarkostnaði og veita betri þjónustu fyrir sömu upphæðir. Það voru því mikil vonbrigði fyrir Ísafjarðarbæ að önnur sveitarfélög á Vestfjörðum væru enn ekki tilbúin að skoða betur þessa vegferð leiðandi sveitarfélags, ekki síst vegna þess ávinnings sem sú leið hefur í för með sér fyrir alla hlutaðeigandi aðila.
Umtalsverður hallarekstur á málaflokkinum undanfarin ár er alvarlegur hlutur fyrir öll sveitarfélög á Vestfjörðum. Það er því ábyrgðarhluti fyrir alla sveitarstjórnarmenn að taka ekki til skoðunar allar tillögur um úrbætur á rekstri málaflokksins, því hallarekstur hefur bein áhrif á rekstrarafkomu sveitarfélaganna sjálfra og fjárfestingargetu. Verandi stærsta sveitarfélagið á Vestfjörðum, lendir um 50% af hallarekstri Byggðasamlagsins á Ísafjaðrarbæ. Áhugi bæjarfulltrúa Ísafjarðarbæjar á að minnka líkur á milljóna króna bakreikningi vegna lögbundinnar þjónustu við fatlaða getur því varla talist sem gild ástæða til vantrausts á fulltrúa þess.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

3.Endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu - 2016110023

Tillaga 196. fundar íþrótta- og tómstundanefndar frá 8. maí sl., um að samþykkja íþrótta- og tómstundastefnu.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

4.Endurskoðun á skólastefnu Ísafjarðarbæjar - 2016100048

Tillaga 404. fundar fræðslunefndar frá 9. maí sl., um að samþykkja nýja menntastefnu Ísafjarðarbæjar.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Hafdís Gunnarsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Jónas Þór Birgisson, Kristján Þór Kristjánsson

Hafdís Gunnarsdóttir tekur við stjórn fundarins kl. 17:49 og Kristján Þór Kristjánsson tekur til máls.
Kristján tekur aftur við stjórn fundarins kl. 17:51.

Arna Lára Jónsdóttir leggur fram eftirfarandi breytingatillögu.
Lagt er til að menntastefna Ísafjarðarbæjar verði samþykkt með þeim breytingum að gerður verði formáli og að vinnu við stefnuna verði lýst. Jafnframt verði bætt við einni málsgrein undir kaflanum Skólasamfélagið sem hér segir: Jöfn tækifæri til þátttöku í skólastarfi.

Forseti ber breytingatillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

Forseti leggur menntastefnu með áorðnum breytingum fram til samþykktar.
Tillagan samþykkt 9-0.

5.Bæjarráð - 1060 - 1905003F

Fundargerð 1060. fundar bæjarráðs sem haldinn var 3. maí sl. Fundargerðin er í 17 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Bæjarráð - 1061 - 1905011F

Fundargerð 1061. fundar bæjarráðs sem haldinn var 13. maí sl. Fundargerðin er í 13 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fræðslunefnd - 404 - 1905002F

Fundargerð 404. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 9. maí sl. Fundargerðin er í 11 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Þórir Guðmundsson, Hafdís Gunnarsdóttir, Gunnhildur Elíasdóttir, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Jónas Þór Birgisson, Arna Lára Jónsdóttir, Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri og Steinunn Guðný Einarsdóttir.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Hafnarstjórn - 204 - 1905006F

Fundargerð 204. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 8. maí sl. Fundargerðin er í 9 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Íþrótta- og tómstundanefnd - 196 - 1904016F

Fundargerð 196. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 8. maí sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 84 - 1904023F

Fundargerð 84. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 7. maí sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Velferðarnefnd - 438 - 1904009F

Fundargerð 438. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 10. apríl sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:23.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?