Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
436. fundur 02. maí 2019 kl. 17:00 - 18:57 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir varamaður
  • Jónas Þór Birgisson varamaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Aron Guðmundsson aðalmaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson forseti
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá
Kristján Þór Kristjánsson, forseti, lagði til að 4. dagskrárlið fundarins yrði frestað. Tillagan var samþykkt 9-0.

1.Nefnd um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss - 11 - 1904021F

Fundargerð 11. fundar nefndar um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss sem haldinn var 29. apríl sl. Fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 518 - 1903026F

Fundargerð 518. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 10. apríl sl. Fundargerðin er í 9 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Marzellíus Sveinbjörnsson og Hafdís Gunnarsdóttir.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 519 - 1904017F

Fundargerð 519. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 24. apríl sl. Fundargerðin er í 6 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 83 - 1904013F

Fundargerð 83. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 23. apríl sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Beiðni um umsögn vegna landauppskipta Selakirkjubóls / Ból 1 - 2019040003

Tillaga 518. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 10. apríl sl., um að gera ekki athugasemd við uppskipti lands úr lögbýlisjörðinni Selakirkjuból 1, vegna sölu lóðarinnar Ból 1 úr jörðinni.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Deiliskipulag - Naustahvilft - 2016100047

Tillaga 518. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 10. apríl sl., um að samþykkja breytingar á aðalskipulagi með vísan í 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkja deiliskipulagsuppdrátt með vísan í 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

8.Djúpvegur, Kofrahús - Endurnýjun lóðaleigusamnings - 2019020018

Tillaga 517. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 27. mars sl., um að samþykkja að gerður verður nýr lóðaleigusamningur vegna fasteignar við Djúpveg, svonefnt Kofrahús.
Málið var tekið fyrir á 435. fundi bæjarstjórnar 11. apríl sl. og var frestað.
Málinu frestað.

9.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi, Hrannargata 2 á Flateyri - 2019030098

Tillaga 519. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 24. apríl sl., um að heimila útgáfu lóðaleigusamnings vegna fasteignar við Hrannargötu 2, Flateyri.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

10.Hábrún ehf - fiskeldi í Ísafjarðardjúpi - 2017050072

Tillaga bæjarstjóra að umsögn Ísafjarðarbæjar vegna aukinnar framleiðslu Hábrúnar ehf. í Skutulsfirði.

"Ísafjarðarbær telur að aukin framleiðsla á silunga- og þorskeldi Hábrúnar í Skutulsfirði í Ísafjarðardjúpi muni ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif sem gefi tilefni til neikvæðra vistfræði- eða erfðafræðiáhrifa sem leitt geti af leyfisskyldri starfsemi. Ísafjarðabær gerir því ekki athugsemd við umsóknina."
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillögu að umsögn upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

11.Byggðasamlag Vestfjarða - þjónustusamningur og samstarfssamningur - endurskoðun 2016 - 2016100073

Tillaga bæjarstjóra um að úrsögn Ísafjarðarbæjar úr Byggðasamlagi um málefni fatlaðs fólks á Vesfjörðum sem samþykkt var á 410. fundi bæjarstjórnar, 14. desember 2017, verði dregin til baka með því skilyrði að starfsstöð framkvæmdastjóra Byggðasamlagsins verði færð inn á velferðarsvið Ísafjarðarbæjar.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Sif Huld Albertsdóttir, Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Gunnhildur B. Elíasdóttir, Marzellíus Sveinbjörnsson, Hafdís Gunnarsdóttir, Jónas Þór Birgisson og Sigurður J. Hreinsson.

Sif Huld Albertsdóttir lýsir sig vanhæfa til að taka þátt í umræðum um tillöguna og yfirgefur fundinn undir þessum lið.

Forseti ber fram breytingartillögu um að fresta málinu fram að næsta fundi bæjarstjórnar.

Forseti ber breytingartillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0.

12.Tímabundin ráðning sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs - 2019030061

Bæjarstjóri leggur til að gengið verði frá tímabundinni ráðningu sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs í námsleyfi Margrétar Halldórsdóttur.
Forseti leggur til við bæjarstjórn að málið verði rætt fyrir luktum dyrum.

Forseti ber tillöguna til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, Hafdís Gunnarsdóttir og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Forseti ber tillöguna um að ráða Stefaníu Ásmundsdóttur tímabundið sem sviðstjóra skóla- og tómstundasviðs upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

13.Nefndarmenn 2018-2022 - 2018050091

Bæjarstjóri leggur til við bæjarstjórn að beiðni Daníels Jakobssonar, bæjarfulltrúa D-listans, um tímabundna lausn frá störfum sínum sem bæjarfulltrúa, tímabilið 6. júní 2019 til 1. desember 2019, verði samþykkt.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir og Jónas Þór Birgisson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

14.Skipulagsstofnun óskar umsagnar Ísafjarðarbæjar - 2016070031

Bæjarstjóri leggur til við bæjarstjórn að taka undir eftirfarandi umsagnir frá 83. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar og 519. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, vegna beiðni Íslenska Kalkþörungafélagsins, Bíldudal, um framleiðsluaukningu.
„Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur að nægjanlega sé gert grein fyrir
framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun, nefndin telur
framkvæmdin því ekki háða mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til innsendragagna og viðauka 2 í lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000.

Í samræmi við 6. grein laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og
reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum hefur skipulags- og
mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar farið yfir þau gögn sem lögð voru fram af hálfu Íslenska Kalkþörungafélagsins. Á grundvelli þessara gagna og að teknu tilliti til viðmiða í 1. viðauka vegna framkvæmda í flokki B, í lögum um mat á umhverfisáhrifum, er það niðurstaða nefndarinnar að framleiðsluaukning sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Nefndin bendir á að vegna fyrri vandamála vegna rykmengunar, þá sé mikilvægt að tíðni mælinga sé aukinn á meðan nýr hreinsibúnaður er tekin í notkun, einnig eftir að fullri starfsemi er náð. Þannig að tryggt verði að starfsemin uppfylli kröfur starfsleyfis að losunarmörk verði undir viðmiðunarmörkum.“

Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillögu að umsögn upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

15.Seljalandsvegur 100, uppkaup. - 2018090014

Kynnt tvö tilboð í fasteignina Seljalandsveg 100, dagsett 9. apríl og 24. apríl sl.

Bæjarstjóri leggur til að bæjarstjórn taki afstöðu til tilboðanna.
Forseti leggur til við bæjarstjórn að málið verði rætt fyrir luktum dyrum.

Forseti ber tillöguna til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Hafdís Gunnarsdóttir og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri.

Hafdís Gunnarsdóttir lýsir sig vanhæfa til að taka þátt í umræðum um tillöguna og yfirgefur fundinn undir þessum lið.

Forseti leggur til við bæjarstjórn að málinu verði frestað og tveimur hæstbjóðandi tilboðsgjöfum verði gefinn kostur á að gera annað og sitt besta tilboð í fasteignina.

Tillagan samþykkt 8-0.

16.Frumvarp til laga um dýrasjúkdóma o.fl. (innflutningur búfjárafurða), 766. mál. - 2019010030

Tillaga Sigurðar Jóns Hreinssonar, bæjarfulltrúa Í-lista, að umsögn Ísafjarðarbæjar um frumvarp til laga um dýrasjúkdóma o.fl. (innflutningur búfjárafurða), 766. mál.
„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skorar á íslensk stjórnvöld að láta endurskoða ákvæði í EES samninginum með það að markmiði að tryggja áfram þá sérstöðu sem Íslands hefur hvað varðar heilbrigði búfjárstofna og lága tíðni sýkinga af völdum fjölónæmra baktería.
Óeðlilegt er annað en að sömu gæðakröfur verði gerðar til innfluttra matvæla frá Evrópska efnahagssvæðinu og gerðar eru til íslenskrar matvælaframleiðslu, enda er markmið með EES samningnum að vörur og þjónusta á markaði séu að keppa við sambærileg samkeppnisskilyrði.
Tryggja verður að lýðheilsa beri ekki skaða af innflutningi vegna sýktra matvæla og að hægt verði að stöðva án fyrirvara innflutning, þegar upp koma dæmi um alvarlega sjúkdóma eins og t.d. kúariðu. Tryggja verður eftirlit og auka rannsóknir í landbúnaði og innlendri matvælaframleiðslu. Hraða verður mótun á framtíðarsýn matvælaframleiðslu á Íslandi og tryggja verður að upprunamerkingar gefi réttar upplýsingar og séu ekki misnotaðar.
Verði frumvarpið að veruleika mun það hafa verulega neikvæð áhrif fyrir starfsumhverfi landbúnaðarins á Íslandi. Á Vestfjörðum má áætla að um 4% starfa séu beint tengd landbúnaði. Landbúnaður er ein meginundirstaða atvinnu á landsbyggðinni og byggðafesta í mörgum sveitarfélögum. Afar óábyrgt væri af stjórnvöldum að samþykkja frumvarp sem hefur slíkar afleiðingar án þess að tryggja samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar.
Mikið áhyggjuefni er hve undirbúningur fyrirhugaðra mótvægisaðgerða er skammt á veg kominn, aðgerðaráætlunin haldlítil og afar knappur tími gefinn til innleiðingar. Matvælaöryggi og almenn lýðheilsa eru mikilvægustu þættir fullveldis og eiga alltaf að vega þyngra en viðskiptahagsmunir.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar leggur því til við Alþingi að ofangreind atriði verði tryggð áður en frumvarpið taki gildi en hafna því í núverandi mynd.“

Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Sigurður J. Hreinsson, Hafdís Gunnarsdóttir, Jónas Þór Birgisson og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Hafdís Gunnarsdóttir, varaforseti, tekur tvívegis við stjórn fundarins um leið og Kristján Þór Kristjánsson tekur til máls.

Kristján Þór Kristjánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:

„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skorar á íslensk stjórnvöld að flýta Aðgerðaráætlun varðandi ákvæði EES samningsins með það að markmiði að tryggja áfram þá sérstöðu sem Ísland hefur hvað varðar heilbrigði búfjárstofna og lága tíðni sýkinga af völdum fjölónæmra baktería.
Óeðlilegt er annað en að sömu gæðakröfur verði gerðar til innfluttra matvæla frá Evrópska efnahagssvæðinu og gerðar eru til íslenskrar matvælaframleiðslu, enda er markmiðið með EES samningnum að vörur og þjónusta á markaði séu að keppa við sambærileg samkeppnisskilyrði.
Tryggja verður að lýðheilsa beri ekki skaða af innflutningi vegna sýktra matvæla og að hægt verði að stöðva án fyrirvara innflutning, þegar upp koma dæmi um alvarlega sjúkdóma eins og td kúariðu. Tryggja verður eftirlit og auka rannsóknir í landbúnaði og innlendri matvælaframleiðslu. Hraða verður mótun á framtíðarsýn matvælaframleiðslu á Íslandi og tryggja verður að upprunamerkingar gefi réttar upplýsingar og séu ekki misnotaðar.
Gera má ráð fyrir að frumvarpið muni hafa verulega neikvæð áhrif fyrir starfsumhverfi landbúnaðarins á Íslandi. Á Vestfjörðum má áætla að um 4% starfa séu beint tengd landbúnaði. Landbúnaður er ein meginundirstaða atvinnu á landsbyggðinni og byggðafesta í mörgum sveitarfélögum. Afar óábyrgt væri af stjórnvöldum að vera ekki klár með aðgerðir sem tryggja samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar.
Mikið áhyggjuefni er hve undirbúningur fyrirhugaðra mótvægisaðgerða er skammt á veg kominn, aðgerðaráætlunin haldlítil og afar knappur tími gefinn til innleiðingar. Matvælaöryggi og almenn lýðheilsa eru mikilvægustu þættir fullveldis og eiga alltaf að vega þyngra en viðskiptahagsmunir.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar leggur því til við Alþingi að Aðgerðaráætlun verði flýtt og tryggð áður en frumvarpið taki gildi.“

Forseti ber breytingartillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

17.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 145 - 1904014F

Fundargerð 145. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem haldinn var 16. apríl sl. Fundargerðin er í 6 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Sigurður J. Hreinsson, Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri og Hafdís Gunnarsdóttir.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 163 - 1903028F

Fundargerð 163. fundar barnaverndarnefndar sem haldinn var 9. apríl sl. Fundargerðin er í 6 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Bæjarráð - 1058 - 1904012F

Fundargerð 1058. fundar bæjarráðs sem haldinn var 15. apríl sl. Fundargerðin er í 20 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

20.Bæjarráð - 1059 - 1904022F

Fundargerð 1059. fundar bæjarráðs sem haldinn var 29. apríl sl. Fundargerðin er í 14 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

21.Fræðslunefnd - 403 - 1904004F

Fundargerð 403. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 11. apríl sl. Fundargerðin er í 7 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

22.Nefnd um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss - 10 - 1904008F

Fundargerð 10. fundar nefndar um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss sem haldinn var 10. apríl sl. Fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:57.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?