Bæjarstjórn

435. fundur 11. apríl 2019 kl. 17:00 - 17:37 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Aron Guðmundsson aðalmaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson forseti
  • Jónas Þór Birgisson varamaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Forseti leggur fram tillögu um að fella 7. lið um byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019 af dagskrá. Tillagan samþykkt 9-0.

1.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2018 - 2019010013

Staðgengill bæjarstjóra leggur fram til fyrri umræðu ársreikning Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2018.
TIl máls tóku Kristján Þór Kristjánsson forseti, Þórdís Sif Sigurðardóttir, staðgengill bæjarstjóra, Jónas Þór Birgisson og Nanný Arna Guðmundsdóttir.
Kristján Þór Kristjánsson lagði fram tillögu um að vísa ársreikningi 2018 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Tillagan samþykkt 9-0.

2.Hlíðarvegur 42 - Endurnýjun lóðaleigusamnings - 2019020055

Tillaga 517. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 27. mars sl., um að samþykkja að gerður verður nýr lóðaleigusamning vegna fasteignar að Hlíðarvegi 42, Ísafirði.
Til máls tók Kristján Þór Kristjánsson forseti.
Tillagan samþykkt 9-0.

3.Djúpvegur, Kofrahús - Endurnýjun lóðaleigusamnings - 2019020018

Tillaga 517. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 27. mars sl., um að samþykkja að gerður verður nýr lóðaleigusamningur vegna fasteignar við Djúpveg, svonefnt Kofrahús.
Til máls tóku Kristján Þór Kristjánsson forseti, Sigurður Jón Hreinsson og Marzellíus Sveinbjörnsson.
Sigurður Jón Hreinsson lagði til að málinu yrði frestað og vísað aftur til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Tillagan samþykkt 9-0.

4.Aðalgata 18, endurnýjun lóðarleigusamnings - 2018110015

Tillaga 517. fundar skipulags- og mannvirkjanefdnar frá 27. mars sl., um að samþykkja að gerður verður nýr lóðaleigusamningar vegna fasteignar að Aðalgötu 18, Suðreyri.
Til máls tók Kristján Þór Kristjánsson forseti.
Forseti ber tillöguna upp til samþykktar.
Tillagan samþykkt 9-0.

5.Dagverðardalur 17 - Umsókn um lóðaleigusamning - 2019010023

Tillaga 517. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 27. mars sl., um að heimila útgáfu lóðaleigusamnings vegna fyrirhugaðrar sölu á byggingarrétti við Dagverðardal 17.
Til máls tók Kristján Þór Kristjánsson forseti.
Forseti leggur til að tillagan verði samþykkt.
Tillagan samþykkt 9-0.

6.Stefnumótun og gerð langtíma fjárhags- og rekstraráætlunar Ísafjarðarbæjar - 2019030079

Tillaga 1055. fundar bæjarráðs frá 25. mars sl. um að gerður verði samningur við verktaka um verkefnið „stefnumótun og gerð langtíma fjárhags- og rekstraráætlunar Ísafjarðarbæjar". Enn fremur leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að viðauki 5 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2019 verði samþykktur til að mæta kostnaði við verkefnið.
Til máls tóku Kristján Þór Kristjánsson forseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir og Jónas Þór Birgisson.
Forseti ber tillöguna upp til samþykktar.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti gerir hlé á fundi klukkan 17.21.
Fundarhléi lýkur klukkan 17.23.

7.Hafrún ÍS-54 - forkaupsréttur - 2019030086

Tillaga 1055. fundar bæjarráðs frá 25. mars sl., um að fallið verði frá forkaupsrétti að fiskiskipinu Hafrúnu ÍS-54.
Til máls tók Kristján Þór Kristjánsson forseti.
Forseti ber tillöguna upp til samþykktar.
Tillagan samþykkt 9-0.

8.Bæjarráð - 1055 - 1903023F

Lögð er fram til kynningar fundargerð 1055. fundar bæjarráðs sem haldinn var 25. mars sl. Fundargerðin er í 15 liðum.
Til máls tók Kristján Þór Kristjánsson forseti.
Lagt fram til kynningar.

9.Bæjarráð - 1056 - 1903029F

Lögð er fram til kynningar fundargerð 1056. fundar bæjarráðs sem haldinn var 1. apríl sl. Fundargerðin er í 13 liðum.
Til máls tók Kristján Þór Kristjánsson forseti.
Lagt fram til kynningar.

10.Bæjarráð - 1057 - 1904005F

Lögð er fram til kynningar fundargerð 1057. fundar bæjarráðs sem haldinn var 8. apríl sl. Fundargerðin er í 12 liðum.
Til máls tók Kristján Þór Kristjánsson forseti.
Lagt fram til kynningar.

11.Velferðarnefnd - 437 - 1903020F

Lögð er fram til kynningar fundargerð 437. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 21. mars sl. Fundargerðin er í 5 liðum.
Til máls tók Kristján Þór Kristjánsson forseti.
Lagt fram til kynningar.

12.Hafnarstjórn - 203 - 1903022F

Lögð er fram til kynningar fundargerð 203. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 21. mars sl. Fundargerðin er í 5 liðum.
Til máls tók Kristján Þór Kristjánsson forseti.
Lagt fram til kynningar.

13.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 81 - 1903019F

Lögð er fram fundargerð 81. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 26. mars sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tók Kristján Þór Kristjánsson forseti.
Lagt fram til kynningar.

14.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 82 - 1904003F

Lögð er fram til kynningar fundargerð 82. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 9. apríl sl. Fundargerðin er í 5 liðum.
Til máls tóku Kristján Þór Kristjánsson forseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir og Sigurður Jón Hreinsson.
Lagt fram til kynningar.

15.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 517 - 1903016F

Lögð er fram til kynningar fundargerð 517. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 27. mars sl. Fundargerðin er í 11 liðum.
Til máls tók Kristján Þór Kristjánsson forseti.
Lagt fram til kynningar.

16.Starfshópur um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal - 1 - 1903025F

Lögð er fram til kynningar fundargerð 1. fundar starfshóps um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal sem haldinn var 20. mars sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tóku Kristján Þór Kristjánsson forseti, Hafdís Gunnarsdóttir varaforseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir og Jónas Þór Birgisson.
Hafdís Gunnarsdóttir tók við stjórn fundarins klukkan 17.30.
Kristján Þór Kristjánsson tók aftur við stjórn fundarins klukkan 17.32.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:37.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?