Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
433. fundur 07. mars 2019 kl. 17:00 - 17:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir varamaður
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varamaður
  • Elísabet Samúelsdóttir varamaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Aron Guðmundsson aðalmaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir varamaður
  • Kristján Þór Kristjánsson forseti
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Frístundarúta - 2016090101

Á 194. fundi íþrótta- og tómstundanefndar lagði nefndin til við bæjarstjórn að hún samþykki drög að reglum um akstursstyrk til foreldra barna vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson forseti, Elísabet Samúelsdóttir, Gunnhildur Elíasdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Hafdís Gunnarsdóttir, Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri og Sigurður J. Hreinsson.

Forseti ber tillöguna til atkvæða

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Atvinnuþátttaka ungs afreksfólks í Ísafjarðarbæ - 2018120079

Á 194. fundi íþrótta- og tómstundanefndar lagði nefndin til við bæjarstjórn að komið yrði til móts við ungt afreksfólk í sveitarfélaginu á aldrinum 14-21 árs, sem starfa hjá sveitarfélaginu, þannig að þau verði ekki fyrir tekjutapi vegna þátttöku sinnar í verkefnum og keppni fyrir Íslands hönd. Frekari útfærsla verði í höndum forstöðumanna.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Sigurður J. Hreinsson, Elísabet Samúelsdóttir, Hafdís Gunnarsdóttir og Aron Guðmundsson.

Arna Lára Jónsdóttir og Sigurður J. Hreinsson lýsa sig vanhæf til að taka þátt í umræðum um tillöguna og yfirgefa fundinn.

Aron Guðmundsson leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:
„Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að komið verði til móts við ungt afreksfólk á aldrinum 14-21 árs á sviðum íþrótta og listgreina í sveitarfélaginu, sem starfa hjá sveitarfélaginu, þannig að þau verði ekki fyrir tekjutapi vegna þátttöku sinnar í verkefnum eða keppni á sínu sviði fyrir Íslands hönd. Frekari útfærsla verði í höndum forstöðumanna.“

Hafdís Gunnarsdóttir tekur við stjórn fundarins kl. 17:30. Kristján Þór tekur aftur við stjórn fundarins kl. 17:32.

Forseti ber breytingartillöguna til atkvæða.

Breytingartillagan samþykkt 7-0. Arna Lára og Sigurður J. taka ekki þátt í atkvæðagreiðslu.

3.Bæjarráð - 1051 - 1902021F

Fundargerð 1051. fundar bæjarráðs sem haldinn var 25. febrúar sl. Fundargerðin er í 11 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Hafdís Gunnarsdóttir.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Bæjarráð - 1052 - 1902025F

Fundargerð 1052. fundar bæjarráðs sem haldinn var 4. mars sl. Fundargerðin er í 10 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 78 - 1903003F

Fundargerð 78. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 31. janúar sl. Fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Íþrótta- og tómstundanefnd - 194 - 1902013F

Fundargerð 194. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 20. febrúar sl. Fundargerðin er í 7 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson forseti og Sigurður J. Hreinsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 79 - 1903001F

Fundargerð 79. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 12. febrúar sl. Fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Velferðarnefnd - 436 - 1902015F

Fundargerð 436. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 21. febrúar sl. Fundargerðin er í 9 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Ósk um deiliskipulagsbreytingu - Hafnarbakki 3, Flateyri - 2018100008

Tillaga 515. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar um að bæjarstjórn samþykki uppdrátt, dags. 10. desember 2018, vegna breytinga sem tekur til stækkunar byggingareits og hækkunar nýtingahlutfalls á lóð Hafnarbakka 3, Flateyri.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson forseti og Sigurður J. Hreinsson.

Forseti ber tillöguna til atkvæða

Tillagan samþykkt 9-0.

10.Ísafjarðarbær - Óveruleg breyting á Aðalskipulagi 2008-2020 m.t.t. rekstrarleyfa - 2019020069

Tillaga 515. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar þar sem nefndin leggur til við bæjarstjórn að hún heimili málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, til þess að gera óverulegar breytingar á aðalskipulagi Ísafjarðar 2008-2020. Breytingin snýr að áður útgefnum leyfum, þannig að heimilt verði að endurútgefa gistileyfi fyrir starfsemi í flokki II, en ekki verði heimilt að gefa út ný leyfi. Þá er jafnframt gert ráð fyrir svigrúmi fyrir verslanir og veitingahús á Hafnarsvæði K1, við Sundahöfn. Hlutfall slíkrar þjónustu skal ekki vera hærra en 20% af nýtingarhlutfalli svæðisins.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri.

Forseti ber tillöguna til atkvæða

Tillagan samþykkt 9-0.

11.Afreksbraut við Menntaskólann á Ísafirði - 2018040003

Tillaga 1051. fundar bæjarráðs frá 25. febrúar 2019 um að samþykkja samning um afreksíþróttabraut við Menntaskólann á Ísafirði ásamt viðauka við fjárhagsáætlun vegna samningsins.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Aron Guðmundsson.

Forseti les upp breytingartillögu bæjarstjóra:
„Bæjarstjóri leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn milli Ísafjarðarbæjar og Menntaskólans á Ísafirði um styrk við afreksíþróttasvið Menntaskóla Ísafjarðar til eins árs. Samningurinn var undirritaður af bæjarstjóra f.h. Ísafjarðarbæjar þann 21. febrúar 2019, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar, í samræmi við fundargerð 1050. fundar bæjarráðs frá 18. febrúar sl. Til að mæta styrknum í fjárhagsáætlun leggur bæjarstjóri til að viðauki við fjárhagsáætlun 2019 verði samþykktur í samræmi við tillögu á 1051. fundi bæjarráðs. Styrkurinn er til afreksbrautarinnar er að fjárhæð kr. 1.911.613,- og lagt er til að fjármagn til ferðar erlendis í tengslum við vinabæjarsamskipti verði lækkað um kr. 911.613,- og óráðstafað fjármagn verði lækkað um kr. 1.000.000,-. Óráðstafað fjármagn lækkar í kr. 14.000.000,-. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-.“

Forseti ber breytingartillöguna til atkvæða

Tillagan samþykkt 9-0.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?