Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
430. fundur 24. janúar 2019 kl. 17:00 - 18:23 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Aron Guðmundsson aðalmaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson forseti
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Framtíðarskipulag íþróttamannvirkja á Ísafirði - 2015020087

Tillaga 1046. fundar bæjarráðs um að sett verði á laggirnar byggingarnefnd fyrir framtíðarskipulagningu íþróttamannvirkja á Ísafirði.
Kristján Þór Kristjánsson, forseti leggur til eftirfarandi breytingartillögu:
„Bæjarstjórn samþykkir að sett verði á laggirnar byggingarnefnd fyrir framtíðarskipulagningu íþróttamannvirkja á Torfnesi. Bæjarstjórn felur bæjarráði að gera tillögu að erindisbréfi og tilnefningum nefndarmanna fyrir bæjarstjórn.“
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson forseti, Sigurður J. Hreinsson, Arna Lára Jónsdóttir, Marzellíus Sveinbjörnsson, Daníel Jakobsson og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Hafdís Gunnarsdóttir, varaforseti tekur við stjórn fundarins kl. 17:20 og Kristján Þór tekur til máls. Kristján Þór tekur aftur við stjórn fundarins kl. 17:22.

Sigurður J. Hreinsson leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:
„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að skipaður verði starfshópur, sem skuli fylgja eftir samþykkt bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar frá fundi 422, 20. september 2018.
Starfshópurinn fái meðal annars það verkefni að kalla til íbúaþings um skipulag Torfnessvæðisins í heild sinni, ásamt því að láta vinna þarfagreiningu, rekstrar- og kostnaðargreiningar á mögulegum mismunandi útfærslum svæðisins.
Bæjarstjórn felur bæjarritara að gera tillögu að erindisbréfi og tillögu um fjölda nefndarmanna og leggja fyrir bæjarstjórn.“

Forseti leggur til eftirfarandi breytingartillögu við breytingartillögu sína:
„Bæjarstjórn samþykkir að settur verði á laggirnar starfshópur fyrir framtíðarskipulagningu íþróttamannvirkja á Torfnesi. Bæjarstjórn felur bæjarráði að gera tillögu að erindisbréfi og tilnefningum fulltrúa fyrir bæjarstjórn.“

Forseti ber breytingartillögu sína við breytingartillögu upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0. Sigurður J. Hreinsson situr hjá.

2.Atvinnuþátttaka ungs afreksfólks í Ísafjarðarbæ - 2018120079

Íþrótta- og tómstundanefnd lagði til við bæjarstjórn á 192. fundi sínum að komið verði til móts við ungt afreksfólk í sveitarfélaginu, sem starfa hjá sveitarfélaginu, þannig að þau verði ekki fyrir tekjutapi vegna þátttöku sinnar í landsliðsverkefnum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Sigurður J. Hreinsson, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Marzellíus Sveinbjörnsson, Sif Huld Albertsdóttir, Aron Guðmundsson, Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri, Hafdís Gunnarsdóttir og Daníel Jakobsson.

Arna Lára Jónsdóttir og Sigurður J. Hreinsson lýsa sig vanhæfa til að fjalla um þetta mál og víkja af fundi.

Hafdís Gunnarsdóttir varaforseti tekur við stjórn fundarins kl. 17:46 á meðan Kristján Þór tekur til máls. Kristján Þór tekur aftur við stjórn fundarins kl. 17:47.

Nanný Arna Guðmundsdóttir leggur til eftirfarandi breytingartillögu:
„Bæjarstjórn fagnar tillögu íþrótta- og tómstundarnefndar en leggur til að tillagan verði unnin betur inní íþrótta- og tómstundanefnd þar sem bætt væri inn í möguleika þeirra sem leggja stund á listgreinar.“

Forseti ber breytingartillöguna upp til atkvæða.

Samþykkt 5-0. Kristján Þór og Daníel sátu hjá.

Arna og Sigurður mæta aftur til fundarins kl. 17:58.

3.Breyting á gjaldskrá Fjárhagsáætlun 2019 - 2018030083

Tillaga fræðslunefndar frá 400. fundi nefndarinnar til bæjarstjórnar að bætt verði inn í gjaldskrána leigu á heimilisfræðistofu og verðin verði þá eins og í tölvuveri. Fræðslunefnd leggur til að niðurgreiðslan hækki upp í 54.000 kr. með hverju barni miðað við 8 klst. vistun.

Kristján Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar, leggur fram eftirfarandi breytingartillögu við tillögu fræðslunefndar til skýringar:
„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir tillögu um að leigu á heimilisfræðistofu verði bætt inn í gjaldskrá um skólamál og verði hin sama og leiga á tölvuveri. Einnig samþykkir bæjarstjórn að niðurgreiðsla til dagforeldra verði hækkuð upp í 54.000 kr. á mánuði með hverju barni miðað við 8 klst. vistun.“
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson forseti, Hafdís Gunnarsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir og Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri.

Forseti ber breytingartillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

Arna Lára Jónsdóttir gerir athugasemd um að gerður verði viðauki ef dagforeldri kemur á skrá.

4.Fjölsmiðja - samstarfsverkefni Starfsendurhæfingar og Vesturafls - 2014090066

Tillaga velferðarnefndar frá 435. fundi sínum þar sem nefndin lýsir ánægju sinni með samninginn og leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hann verði samþykktur. Gert er ráð fyrir styrknum í fjárhagsáætlun ársins 2019.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson forseti og Sif Huld Albertsdóttir.

Sif Huld greinir frá því að hún sé formaður stjórnar Starfsendurhæfingar Vesturafls og muni því sitja hjá við umræður og atkvæðagreiðslu.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0. Sif Huld situr hjá.

5.Samstarfssamningur - geðræktarmiðstöðin Vesturafl - 2014050003

Tillaga 435. fundar velferðarnefndar frá 17. janúar um að samþykkja drög að samningi við geðræktarmiðstöðina Vesturafl.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0. Sif Huld situr hjá.

6.Nefndarmenn 2018-2022 - fulltrúar í öldungaráði - 2018050091

Tillaga 1046. fundar bæjarráðs frá 21. janúar um að tilnefna Jóhönnu Ásgeirsdóttur sem aðalfulltrúa í öldungaráði og Guðmund Einarsson og Karítas Pálsdóttur sem varafulltrúa.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Bæjarráð - 1045 - 1901012F

Fundargerð 1045. fundar bæjarráðs sem haldinn var 14. janúar. Fundargerðin er í 13 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Bæjarráð - 1046 - 1901020F

Fundargerð 1046. fundar bæjarráðs sem haldinn var 21. janúar. Fundargerðin er í 12 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fræðslunefnd - 400 - 1901004F

Fundargerð 400. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 10. janúar. Fundargerðin er í 5 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Íþrótta- og tómstundanefnd - 192 - 1812022F

Fundargerð 192. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 9. janúar. Fundargerðin er í 8 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson forseti og Aron Guðmundsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Nefnd um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss - 6 - 1901011F

Fundargerð 6. fundar nefndar um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss sem haldinn var 14. janúar. Fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Nefnd um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss - 7 - 1901019F

Fundargerð 7. fundar nefndar um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss sem haldinn var 21. janúar. Fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Marzellíus Sveinbjörnsson og Sigurður J. Hreinsson.

Hafdís Gunnarsdóttir tekur við stjórn fundarins undir þessum fundarlið kl. 18:13. Kristján Þór tekur aftur við stjórn fundarins kl. 18:22.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 512 - 1901006F

Fundargerð 512. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 9. janúar sl. Fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 76 - 1901001F

Fundargerð 76. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 8. janúar. Fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson forseti og Nanný Arna Guðmundsdóttir

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Velferðarnefnd - 435 - 1901016F

Fundargerð 435. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 17. janúar. Fundargerðin er í 5 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Kristján Þór gerði grein fyrir því að næsti fundur bæjarstjórnar yrði haldinn 7. febrúar n.k. á Þingeyri.

Fundi slitið - kl. 18:23.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?