Bæjarstjórn

429. fundur 10. janúar 2019 kl. 17:00 - 17:37 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
 • Jónas Þór Birgisson varamaður
 • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
 • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
 • Aron Guðmundsson aðalmaður
 • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
 • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
 • Kristján Þór Kristjánsson forseti
Starfsmenn
 • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
 • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Deiliskipulag - Eyrarskjól - 2018050049

Tillaga 511. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 28. desember, um að bæjarstjórn samþykki breytingar á áður auglýstum uppdrætti, nefndin telur að breytingar séu þess eðlis að ekki þurfi að auglýsa að nýju.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri og Jónas Þór Birgisson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019 - 2019010030

Tillaga bæjarstjóra að umsögn Ísafjarðarbæjar um drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi og drög að frumvarpi um gjald vegna nýtingar eldissvæða í sjó.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri og Jónas Þór Birgisson.

Forseti ber upp tillögu að umsögn frá Ísafjarðarbæ um drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi og drög að frumvarpi um gjald vegna nýtingar eldissvæða í sjó fyrir hönd allra bæjarfulltrúa á fundi bæjarstjórnar.

Tillaga forseta samþykkt 9-0.
Umsögn bæjarstjórnar er í viðhengi við fundargerð þessa.

3.Bæjarráð - 1044 - 1901005F

Fundargerð 1044. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 7. janúar. Fundargerðin er í 16 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Íþrótta- og tómstundanefnd - 191 - 1812016F

Fundargerð 191. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, sem haldinn var 19. desember. Fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Aron Guðmundsson, Hafdís Gunnarsdóttir, Sif Huld Albertsdóttir og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Nefnd um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss - 5 - 1812014F

Fundargerð 5. fundar nefndar um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss, sem haldinn var 20. desember. Fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 511 - 1812019F

Fundargerð 511. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 28. desember. Fundargerðin er í 5 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 76 - 1901001F

Fundargerð 76. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 8. janúar. Fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Hafdís Gunnarsdóttir og Marzellíus Sveinbjörnsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Velferðarnefnd - 434 - 1812011F

Fundargerð 434. fundar velferðarnefndar, sem haldinn var 20. desember sl. Fundargerðin er í 7 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:37.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?