Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
427. fundur 06. desember 2018 kl. 17:00 - 19:28 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þórir Guðmundsson varamaður
  • Aron Guðmundsson aðalmaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson forseti
Starfsmenn
  • Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Dagskrá
Kristján Þór Kristjánsson, forseti, óskar eftir að tekið verði á dagskrá með afbrigðum skipan tengiliða í hverfisráð og liðurinn verði síðastur á dagskrá.
Tillagan samþykkt 9-0.

Kristján Þór Kristjánsson, forseti, ber upp tillögu þess efnis að liður 2 á dagskránni verði færður upp sem liður 1.
Tillagan samþykkt 9-0.

1.Fjárhagsáætlun 2019 - gjaldskrár - 2018030083

Bæjarstjóri leggur fram gjaldskrár Ísafjarðarbæjar 2019 til síðari umræðu. Dagpassar á skíðasvæði hafa verið námundaðir að næsta hundraði, verð fyrir skönnun í Safnahúsi hefur lækkað og nýr gjaldliður vegna afgreiðslu ljósmynda er í gjaldskrá safna. Að öðru leyti eru gjaldskrár óbreyttar frá fyrri umræðu.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Hafdís Gunnarsdóttir, Aron Guðmundsson, Sif Huld Albertsdóttir, Daníel Jakobsson, Arna Lára Jónsdóttir, Kristján Þór Kristjánsson, Nanný Arna Guðmundsdóttir og Marzellíus Sveinbjörnsson.

Daníel Jakobsson leggur fram þá tillögu að verð til aldraðra og öryrkja í gjaldskrá íþróttamannvirkja Ísafjarðarbæjar verði lækkuð niður að næsta tug.

Forseti ber breytingatillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

Daníel Jakobsson leggur fram þá tillögu að dagpassi á gönguskíðasvæði Ísafjarðarbæjar kosti kr. 850,- í stað kr. 2100,-

Forseti ber breytingatillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 5-1.
Aron Guðmundsson greiddi atkvæði á móti tillögunni.
Þórir Guðmundsson, Nanný Arna Guðmundsdóttir og Sif Huld Albertsdóttir sátu hjá.

Forseti ber gjaldskrár með áorðnum breytinum upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.
Hafdís Gunnarsdóttir tekur við stjórn fundarins kl 17:21 og Kristján Þór Kristjánsson tekur til máls. Kristján tekur aftur :við stjórn fundarins kl. 17:23.
Hafdís Gunnarsdóttir tekur við stjórn fundarins kl 18:40.

2.Fjárhagsáætlun 2019 - 2018030083

Bæjarstjóri leggur fram, til síðari umræðu, tillögu að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana og fyrirtækja fyrir árið 2019 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2020 til 2022.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, Þórir Guðmundsson, Aron Guðmundsson, Daníel Jakobsson, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Kristján Þór Kristjánsson og Marzellíus Sveinbjörnsson.

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Í-listans, leggur fram eftirfarandi bókun vegna fjárhagsáætlunar 2019.
„Fjárhagsáætlun er stærsta árlega verkefni sveitarstjórna landsins og hefur áþreifanlegustu áhrifin á íbúa bæjarfélagsins. Í fjárhagsáætlun eru skattar og þjónustugjöld ákveðin, framkvæmdir, viðhald og aðrar fjárfestingar eru skipulagðar og rekstrarfé er úthlutað til allrar þjónustu.
Vinnubrögð við fjárhagsáætlun ársins 2019 hafa verið sérkennileg miðað við síðustu ár og einkennst af forystuleysi, skorti á samráði og minna upplýsingaflæði til kjörinna fulltrúa (a.m.k. minnihlutans). Fjárhagsáætlunarvinnan fór seint af stað og upplýsingar voru að berast fram á síðustu stundu. Hér má gera betur.
Við fyrri umræðu lögðu fulltrúar Í-listans fram tillögu um að knattspyrnuhúsinu yrði frestað um eitt ár á meðan unnið yrði að frekari undirbúningi verkefnisins. Það var gert í ljósi þess að Ísafjarðarbær er með tvö önnur stór og mikilvæg verkefni í gangi, byggingu íbúða við Sindragötu 4a og viðbyggingu á Eyrarskjóli. Með þessari tillögu hefði einnig mátt framkvæma mörg önnur smærri verkefni sem skipta íbúa verulegu máli.
Hvaða meðferð fengu tillögur Í-listans sem lagðar voru fram við fyrri umræðu? Voru þær eingöngu ræddar á meirihlutafundi eða fengu þær einhverja umræðu innan stjórnsýslunnar?

Veikleikar í fjárhagsáætlun
Gert er ráð fyrir að að flestar íbúðir í Sindragötu 4a verði seldar á næsta ári og er það nokkuð bjartsýnt þar sem blokkin er ekki risin og íbúðir ekki komnar á sölu. Þótt íbúðirnar muni án efa seljast með tíð og tíma er ákveðin áhætta í því fólgin að gera ráð fyrir að þær seljist allar á næsta ári. Einnig eru veikleikar í tekjuhlið áætlunarinnar. Þar er gert ráð fyrir eftirágreiddu útsvari frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um rúmar 70.mkr. sem ekki er hægt að treysta á, þótt það hafi skilað sér sl ár. Gert er ráð fyrir verulegri hækkun tekna af Höfnum Ísafjarðarbæjar eða um 40.mkr. á milli 2018 og 2019 sem er nokkuð bratt, miðað við þróun síðustu ár.

Forgangsröðun
Það er vandasamt að velja góð verkefni til að fara í þegar óvissa er í efnahagsumhverfinu, þá skiptir máli að vera með skýra forgangsröðun. Sú forgangsröðun sem birtist í fjárhagsáætlun 2019 er ekki góð. Mörgum verkefnum sem tengjast grunnþjónustu við íbúa er frestað vegna byggingar knattspyrnuhús. Þörfin fyrir knattspyrnuhús er svo sannarlega til staðar en skynsamlegra hefði verið að fresta knattspyrnuhúsinu um eitt ár á meðan Sindragatan 4a og viðbygging Eyrarskjóls verði kláruð.

Aðförin hafin að Þjónustumiðstöðinni
Nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lætur það vera eitt sitt fyrsta verk að draga úr starfsemi Þjónustumiðstöðvarinnar sem í daglegu tali er kallað áhaldahús. Strax á að fækka um eitt stöðugildi og ekki á að endurnýja 30 ára gamalt snjómoksturstæki. Skilaboðin gætu ekki verið skýrari. Eiga bæjarbúar von á að draumar Sjálfstæðisflokksins, frá því flokkurinn var síðast við völd, um einkrekstur grunnþjónustu verði endurvaktir?
Umhverfismálin lenda líka neðarlega á forgangslista og ekki er gert ráð fyrir nýjum göngustígum. Fækkun starfsmanna Þjónustumiðstöðvar kemur beint niður á þjónustu við íbúa, sem kalla í auknum mæli eftir fegrun og betri umhirðu opinna svæða svo fátt eitt sé nefnt, auk þess að mokstri og fráveitu sé sinnt.

Jákvæð merki
Ýmislegt jákvætt er að finna í áætluninni, má þar sérstaklega nefna að tillögur Í-listans um framlög til hverfisráða, útipottar á Þingeyri og framlag til verkefnisins Ísland ljóstengt séu komnar aftur inn í fjárhagsáætlun næsta árs.

3. ára áætlun
Engin umræða hefur farið fram um 3 ára áætlun og forsendur að baki henni, og því geta bæjarfulltrúar Í-listans ekki tekið afstöðu til hennar. Það er bagalegt að sú vinna hafi setið á hakanum hjá nýjum meirihluta enda mikilvægt að unnið sé eftir skýrri framtíðarsýn og ramma.
Þótt samráð og samstarf um gerð áætlunarinnar hafi ekki verið mikil í ár þá vonast bæjarfulltrúar Í-listans til að breyting verði þar á. Samstarf flokka í bæjarstjórn er farsælt fyrir bæinn og bæjarbúa og leiðir til betri ákvarðana en ella.
Bæjarfulltrúar Í-listans vilja sérstaklega þakka starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir vel unnin störf við gerð fjárhagsáætlunar.“

Forseti ber fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana og fyrirtækja 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022 upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 5-0.
Aron Guðmundsson, Þórir Guðmundsson, Nanný Arna Guðmundsdóttir og Arna Lára Jónsdóttir sitja hjá.
Kristján tekur aftur við stjórn fundarins kl. 18:50.

3.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2018 - 2018020099

Tillaga 1041. fundar bæjarráðs um að viðauki 15 við fjárhagsáætlun verði samþykktur.

Viðaukinn varðar framtíðarskipulag útivistasvæðis í Skutulsfirði, frumhönnun skipulags við Seljalands-, Tungu- og Dagverðardal og er þóknun ráðgjafa áætluð 2,5 milljónir króna fyrir árið 2018. Þessari framkvæmd er mætt með tilfæringu innan framkvæmdaáætlunar. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöður Ísafjarðarbæjar er 0 kr.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Seljalandsvegur 100, uppkaup. - 2018090014

Bæjarstjóri leggur til við bæjarstjórn að samþykkja kauptilboð Ísafjarðarbæjar í Seljalandsveg 100, Ísafirði.
Tilboðið var gert með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. Kauptilboð Ísafjarðarbæjar hefur verið samþykkt af Landsbankanum hf. sem seljanda.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Guðmundur Gunnarsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.
Fundi var lokað kl. 19:00.

5.Nýting á húsnæði Ísafjarðarbæjar, Engi, Seljalandsvegur 102 - 2015030069

Bæjarstjóri leggur til að bæjarstjórn taki afstöðu til tilboðs sem borist hefur í Seljalandsveg 102.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Marzellíus Sveinbjörnsson, Arna Lára Jónsdóttir og Daníel Jakobsson.

Bæjarstjóri leggur fram breytingartillögu um að bæjarstjórn taki framkomnu tilboði með fyrirvara um að gengið verði frá lagalegum vafamálum um löggildi lóðarleigusamnings vegna erfðafestulands.

Forseti ber breytingatillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 7-1
Marzellíus Sveinbjörnsson greiðir atkvæði á móti tillögunni og Kristján Þór Kristjánsson sat hjá.
Fundur var opnaður aftur kl. 19:20.

6.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 144 - 1811017F

Fundargerð 144. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem haldinn var 28. nóvember sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti og Aron Guðmundsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Bæjarráð - 1039 - 1811012F

Fundargerð 1039. fundar bæjarráðs sem haldinn var 19. nóvember sl. Fundargerðin er í 9 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Bæjarráð - 1040 - 1811020F

Fundargerð 1040. fundar bæjarráðs sem haldinn var 26. nóvember sl. Fundargerðin er í 12 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Bæjarráð - 1041 - 1811024F

Fundargerð 1041. fundar bæjarráðs sem haldinn var 3. desember sl. Fundargerðin er í 8 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fræðslunefnd - 398 - 1811001F

Fundargerð 398. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 15. nóvember sl. Fundargerðin er í 7 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Íþrótta- og tómstundanefnd - 190 - 1811014F

Fundargerð 190. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 21. nóvember sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Málefni hverfisráða 2017-2018 - 2017010043

Tillaga forseta um skipan tengiliða hverfisráða Ísafjarðarbæjar.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Marzellíus Sveinbjörnsson og Guðmundur Gunnarsson.

Forseti ber tillöguna upp til samþykktar.

Tillagan samþykkt 9-0.

Fundi slitið - kl. 19:28.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?