Bæjarstjórn

423. fundur 04. október 2018 kl. 17:00 - 18:34 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
 • Daníel Jakobsson aðalmaður
 • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
 • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
 • Aron Guðmundsson aðalmaður
 • Hafdís Gunnarsdóttir forseti
 • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
 • Elísabet Samúelsdóttir varamaður
Starfsmenn
 • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
 • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Deiliskipulag - Eyrarskjól - 2018050049

Tillaga 505. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 26. september sl., um að heimila að greinargerð og uppdráttur frá Verkís dags. 26.09.2018, vegna viðbyggingar við leikskólann Eyrarskjól, verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tóku: Hafdís Gunnarsdóttir forseti, Sigurður J. Hreinsson, Daníel Jakobsson, Marzellíus Sveinbjörnsson og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Ósk um lóðaleigusamning - Hjallur Skipagata, Suðureyri. - 2018060056

Tillaga 504. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 19. september sl., um að samþykkja að gerður verði nýr lóðarleigusamningur vegna fiskhjalls við Skipagötu 2, Suðureyri.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Umsókn um lóð - Eyrargata 11, Suðureyri - 2018090008

Tillaga 505. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 26. september sl., um að Sigfús Bergmann Önundarson, fái lóð við Eyrargötu 11, skv. núgildandi skipulagi og umsókn dags. 24.09.2018, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Aðrennslissvæði Mjólkárvirkjunar - Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2018060003

Tillaga 505. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 26. september sl., um að framkvæmdaleyfi verði gefið út vegna skurðar sunnan Grímsvatns, á grundvelli þeirra gagna sem fyrir liggja og samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Umsókn um byggingarleyfi Dynjandi - 2018060011

Tillaga 503. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 29. ágúst sl., um að heimila að vikið sé frá gr. 5.8.2 í skipulagsreglugerð 90/2013, með vísan í gr. 5.8.4 vegna óverulegra frávika fyrirhugaðra byggingaframkvæmda með hliðsjón af deiliskipulagi.
Deiliskipulag, þ.e. skipulagsskilmálar svæðisins, heimila tvö salernishús að heildarstærð 25 fm. Sótt er um byggingarleyfi fyrir tveimur salernishúsum að heildarstærð 26.4 fm. og aðstöðuhúsi landvarðar þ.e. 16.2 fm þ.e. alls 42.6 fm. að heildarstærð.
Til máls tóku: Hafdís Gunnarsdóttir forseti, Sigurður J. Hreinsson, Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, og Marzellíus Sveinbjörnsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 6-2. Einn situr hjá.

6.Samþykkt um sorpmál - 2018080026

Tillaga 71. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar frá 25. september sl. um að samþykkja drög að nýrri samþykkt um sorphirðu.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir forseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir og Marzellíus Sveinbjörnsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Þyrluflug í Hornstrandafriðlandi - 2014040048

Bæjarfulltrúar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar leggja fram eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að senda fyrirspurn til Umhverfisstofnunar varðandi þyrluflug og þyrlulendingar í Hornstrandarfriðlandi til að fá svör og skýringar á eftirfarandi atriðum.
Hefur Ísafjarðarbæjar heimild til að banna þyrluflug og lendingar í friðlandinu t.d. í gegn um skipulag svæðisins?
Hver hefur heimild til að heimila þyrluflug og lendingar þyrlu í friðlandinu á Hornströndum?“
Til máls tóku: Hafdís Gunnarsdóttir forseti og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Nanný Arna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Í-listans, leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:
„Bæjarstjórn ítrekar tillögur bæjarstjórnar frá 2014 um vilja sinn til að takmarka þyrlu- og útsýnisflug í friðlandinu á Hornströndum og felur bæjarstjóra að vinna að því að koma vilja bæjarstjórnar áleiðis.“

Forseti ber breytingartillöguna upp til atkvæða.

Breytingartillagan samþykkt 8-0. Einn situr hjá.

8.Landtaka skemmtiferðaskipa og farþegabáta - 2014040048

Bæjarfulltrúar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar leggja fram eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar heimilar ekki landtöku skemmtiferðaskipa/farþegabáta með 50 farþega eða fleiri nema á viðkenndum höfnum sveitarfélagsins.
Stefna margra skemmtiferðaskipa og þjónustuaðila þeirra fyrir árið 2020 er að sniðganga hafnir á Vestfjörðum og bjóða gestum sínum frekar að fara frá borði í Hornvík - við Hesteyri - Í Aðalvík - minni Lónafjarðar - Í Dynjandisvogi - og undir Látrabjargi. Þeir spara þá hafnargjöld og tekjur af ferðum gesta verða allar eftir um borð í stað þess að deilast út í hagkerfi sveitarfélaganna, átroðningur þessara farþega mun engu að síður eiga sér stað innan sveitarfélagsins og hafa áhrif á upplifun annarra gesta sem og landeigenda sem borga fasteignagjöld af húsum sínum.“
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir forseti.

Forseti leggur til að málinu verði frestað.

Tillaga um frestun samþykkt 8-0.

9.Bæjarstjórnarfundir 2018 - 2018060018

Tillaga bæjarstjóra að bæjarstjórnarfundar sem áætlaður er 18. október n.k. verði felldur niður.
Til máls tóku: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson og Sif Huld Albertsdóttir.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan felld. 5 greiddu með tillögunni, 3 á móti og einn sat hjá, en samþykki allra bæjarfultrúa þarf til að fella niður fund.

10.Sundhöll Ísafjarðar Samkeppni - 2015090052

Tillaga 1032. fundar bæjarráðs frá 1. október sl. um að ekki verði unnið áfram með tillögur að endurbótum á Sundhöll Ísafjarðar eins og lagt var til í samkeppni um endurbætur hennar.
Til máls tóku: Hafdís Gunnarsdóttir forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Marzellíus Sveinbjörnsson og Daníel Jakobsson.

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Í-listans, leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa Í-listans í bæjarstjórn:
„Niðurstöður íbúakönnunar um framtíð Sundhallar Ísafjarðar voru nokkuð afgerandi. Meirihluti þeirra sem tóku þátt í íbúakönnunnni vildu að byggð yrði ný sundlaug í stað þess að fara í endurbætur á Sundhöllinni, 60% þeirra sem tóku þátt vildu nýja 25 metra laug með útisvæði, sólbekkjaaðstöðu, vaðlaug, rennibraut, heitum pott og nuddpotti eins og greint er frá í niðurstöðum könnunarinnar. Auk þess vildu 66% þátttakenda að byggð yrði ný líkamsræktarstöð á Torfnesi.
Þennan vilja bæjarbúa hafa kjörnir fulltrúar með sér í farteskinu þegar ákvarðanir eru teknar varðandi uppbyggingu íþróttamannavirkja í Ísafjarðarbæ og forgangsröðun þeirra.
Sundhöll Ísafjarðar er sögufrægt hús og menningarverðmæti sem ber að varveita ef ákvarðarnir eru teknar um að húsið muni ekki þjóna núverandi hlutverki sínu í framtíðinni. Sundhöll Ísafjarðar er einnig skilgreint skólahúsnæði þar sem tæplega fjögurhundruð börn fá sundkennslu, auk þess sem yngstu árgangar grunnskólans fá þar lögbundna íþróttakennslu. Foreldar og kennarar eru hæstánægðir með nálægð skólans og Sundhallarinnar og hafa ítrekað bent á gæði þess að hafa þessar tvær byggingar sem sinna kennslu grunnskólabarna, á sama svæði. Það eykur öryggi foreldra og barna og minkar allt flækjustig er tengist kennslu. Bænum ber að tryggja að aðgengi fatlaðara sé í lagi og að vinnuaðstaða starfsfólks og nemenda sé samkvæmt reglugerðum og viðurkenndum stöðlum. Undirritaðir bæjarfulltrúar Í-listans benda á að huga þarf að nauðynlegu viðhaldi húsnæðisins og endurbótum innanhúss til að þar sé hægt að inna af hendi lögbundna þjónustu við grunnskólabörn og lágmarksþjónustu við íbúa.“

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0. Einn situr hjá. Sigurður J. Hreinsson gerir grein fyrir hjásetu sinni.

11.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 143 - 1809023F

Fundargerð 143. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar, sem haldinn var 27. september sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 159 - 1808019F

Fundargerð 159. fundar barnaverndarnefndar, sem haldinn var 18. september sl. Fundargerðin er í 5 liðum.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Bæjarráð - 1031 - 1809017F

Fundargerð 1031. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 24. september sl. Fundargerðin er í 9 liðum.
Til máls tóku: Hafdís Gunnarsdóttir forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Marzellíus Sveinbjörnsson, Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri og Daníel Jakobsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Bæjarráð - 1032 - 1809025F

Fundargerð 1032. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 1. október sl. Fundargerðin er í 16 liðum.
Til máls tóku: Hafdís Gunnarsdóttir forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Fræðslunefnd - 396 - 1809011F

Fundargerð 396. fundar fræðslunefndar, sem haldinn var 20. september sl. Fundargerðin er í 8 liðum.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Íþrótta- og tómstundanefnd - 187 - 1809013F

Fundargerð 187. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, sem haldinn var 19. september sl. Fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Nefnd um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss - 3 - 1809024F

Fundargerð 3. fundar nefndar um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss, sem haldinn var 1. október sl. Fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tóku: Hafdís Gunnarsdóttir forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Sif Huld Albertsdóttir.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 504 - 1809004F

Fundargerð 504. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 19. september sl. Fundargerðin er í 12 liðum.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 505 - 1809019F

Fundargerð 505. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 26. september sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

20.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 71 - 1809018F

Fundargerð 71. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 25. september sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:34.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?