Bæjarstjórn

422. fundur 20. september 2018 kl. 17:00 - 17:36 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Þórir Guðmundsson varamaður
 • Jónas Þór Birgisson varamaður
 • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
 • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
 • Aron Guðmundsson aðalmaður
 • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
 • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
 • Kristján Þór Kristjánsson forseti
Starfsmenn
 • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
 • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt að taka inn með afbrigðum tillögu Í-listans að breytingum nefndarmanna í umhverfis- og framkvæmdanefnd og tillögu Kristjáns Kristjánssonar og Sigurðar J. Hreinssonar varðandi Hádegissteininn í Hnífsdal.

1.Gámaþjónustan óskar eftir afnotum af lóð í Engidal - 2018060079

Tillaga 503. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 29. ágúst sl., um að Gámaþjónustan fái lóð í Engidal til afnota skv. fyrirliggjandi samningsdrögum og fylgigögnum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Þjónustuhús að Dynjanda - umsókn um byggingarleyfi - 2018060011

Tillaga 503. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 29. ágúst sl., um að heimila að vikið sé frá gr. 5.8.2 í skipulagsreglugerð 90/2013, með vísan í gr. 5.8.4 vegna óverulegra frávika fyrirhugaðra byggingaframkvæmda með hliðsjón af deiliskipulagi.
Deiliskipulag, þ.e. skipulagsskilmálar svæðisins, heimila tvö salernishús að heildarstærð 25 fm. Sótt er um byggingarleyfi fyrir tveimur salernishúsum að heildarstærð 26.4 fm. og aðstöðuhúsi landvarðar þ.e. 16.2 fm þ.e. alls 42.6 fm. að heildarstærð.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson forseti, Sigurður Jón Hreinsson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Jónas Þór Birgisson.

Sigurður Jón Hreinsson leggur til þá breytingartillögu að málinu verði frestað.

Forseti ber breytingartillöguna upp til atkvæða.

Breytingartillagan samþykkt 9-0.

3.Viðbygging við Íþróttahúsið Torfnesi. - 2018010005

Tillaga 1030. fundar bæjarráðs frá 17. september sl., um að að ekki verði unnið frekar að þeim teikningum sem liggja fyrir varðandi viðbyggingu við Íþróttahúsið á Torfnesi vegna líkamsræktaraðstöðu.
Jafnframt er lagt til við bæjarstjórn að hafin verði vinna við þarfagreiningu á Torfnessvæðinu með framtíðarþarfir og heildarskipulag í huga.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 7-0. Tveir sátu hjá við afgreiðsluna.

4.Reiknilíkan fyrir leikskóla Ísafjarðarbæjar - 2017120066

Tillaga 1030. fundar bæjarráðs Ísafjarðarbæjar frá 17. september sl. um að tillaga fræðslunefndar frá 393. fundi nefndarinnar frá 21. júní sl. verði samþykkt og taki gildi frá og með 1. janúar 2019.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Uppbyggingasamningar við íþróttafélög 2019 - 2018080049

Tillaga 186. fundar íþrótta- og tómstundanefndar um að fjármagn sem Skíðafélag Ísfirðinga hefur fengið í uppbyggingarsamningi 2018 og 2019 verði veitt í hönnun á skíðasvæðinu í Tungudal. Jafnframt leggur nefndin til að gerðir verði uppbyggingarsamningar við íþróttafélögin.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson forseti og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Starfsumhverfi barna og starfsmanna í leikskólum Ísafjarðarbæjar - 2018080029

Tillaga 395. fundar fræðslunefndar frá 6. september sl. um að skipaður verði starfshópur sem skoðar starfsumhverfi barna og starfsmanna í leikskólum Ísafjarðarbæjar.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson forseti.

Kristján Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar, leggur til eftirfarandi breytingartillögu:
„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur jákvætt í að skipaður verði starfshópur sem skoðar starfsumhverfi barna og starfsmanna í leikskólum Ísafjarðarbæjar. Bæjarstjórn óskar eftir að fræðslunefnd vinni málið frekar þar sem nánar er útlistað verkefni starfshópsins og gerð drög að kostnaðaráætlun.“

Forseti ber breytingartillöguna upp til atkvæða.

Breytingartillagan samþykkt 9-0.

7.Ný persónuverndarlöggjöf 2018 - 2017050126

Tillaga 1030. fundar bæjarráðs frá 17. september sl., um að samþykkja drög að persónuverndarstefnu Ísafjarðarbæjar.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

8.Breytingar á nefndaskipan á velferðarsviði - 2018050091

Lagt fram minnisblað Margrétar Geirsdóttur og Sædísar Maríu Jónatansdóttur um þjónustuhóp aldraðra. Minnisblaðið greinir frá breytingum á lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 þar sem þjónustuhópur aldraðra er lagður niður og öldungaráð tekur við lögbundnum skyldum hans. Þjónustuhópur aldraðra hefur jafnframt annast forgangsröðun á biðlista eftir þjónustuíbúðum í eigu Ísafjarðarbæjar. Lagt er til að félagsmálateymi á velferðarsviði taki við því hlutverki. Einnig lögð fram drög að erindisbréfi fyrir velferðarnefnd Ísafjarðarbæjar. Jafnframt lögð fram til kynningar samþykkt um öldungaráð í Ísafjarðarbæ.

Velferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að félagsmálateymi á velferðarsviði taki við því hlutverki þjónustuhóps að úthluta leiguíbúðum á Hlíf og Tjörn á grundvelli fyrirliggjandi reglna.
Velferðarnefnd leggur jafnframt til við bæjarstjórn að erindisbréf velferðarnefndar verði samþykkt með áorðnum breytingum. Að lokum bendir nefndin á að gera þurfi breytingar á bæjarmálasamþykkt og skipan í öldungaráð á grundvelli nýrra laga.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson forseti.

Kristján Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar, leggur til eftirfarandi breytingaritillögu:
„Velferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að félagsmálateymi á velferðarsviði taki við því hlutverki þjónustuhóps að úthluta leiguíbúðum á Hlíf og Tjörn á grundvelli fyrirliggjandi reglna.
Velferðarnefnd leggur jafnframt til við bæjarstjórn að erindisbréf velferðarnefndar verði samþykkt með áorðnum breytingum. Að lokum bendir nefndin á að gera þurfi breytingar á bæjarmálasamþykkt og skipan í öldungaráð á grundvelli nýrra laga.
Forseti leggur til að tillagan sé samþykkt með fyrirvara um breytingu á bæjarmálasamþykkt og samþykkt um öldungaráð og óskar eftir að þær breytingar verði lagðar fram á næsta bæjarstjórnarfundi.“

Forseti ber breytingartillöguna upp til atkvæða.

Breytingartillagan samþykkt 9-0.

9.Nefndarmenn 2018-2022 - 2018050091

Tillaga bæjarfulltrúa Í-listans um að Magnús Einar Magnússon verði aðalmaður í umhverfis- og framkvæmdanefnd í stað Gunnars Jónssonar sem fer úr nefndinni.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

10.Hádegissteinn í Bakkahyrnu ofan Hnífsdals - 2017080037

Tillaga bæjarfulltrúanna Kristjáns Þ. Kristjánssonar og Sigurðar J. Hreinssonar varðandi Hádegisstein í Hnífsdal.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson forseti, Sigurður Jón Hreinsson, Jónas Þór Birgisson og Marzellíus Sveinbjörnsson.

Sigurður Jón Hreinsson og Kristján Þór Kristjánsson bæjarfulltrúar leggja fram eftirfarandi tillögu:
„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hafnar framkvæmdarleyfi til að fjarlægja Hádegisstein í Hnífsdal. Meðan hönnun ofanflóðamannvirkja í Bakkahyrnu ofan Hnífsdals er enn í hönnunarferli, er óðeðlilegt að framkvæmdir hefjist.
Hádegissteinn er eitt af aðal kennileitum Hnífsdals. Það er því mikil skammsýni að telja það sjálfsagt að sprengja steininn og fjarlægja hann.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar heimilar ekki að steinninn verði fjarlægður að svo komnu máli.
Bæjarstjórn leggur til að steinninn verði festur þar til hönnun svæðisins liggur endanlega fyrir.“

Hafdís Gunnarsdóttir varaforseti tekur við stjórn fundarins er Kristján Þór Kristjánsson tekur til máls.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

11.Bæjarráð - 1028 - 1808022F

Fundargerð 1028. fundar bæjarráðs sem haldinn var 3. september sl. Fundargerðin er í 8 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Bæjarráð - 1029 - 1809005F

Fundargerð 1029. fundar bæjarráðs sem haldinn var 10. september sl. Fundargerðin er í 13 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Bæjarráð - 1030 - 1809010F

Fundargerð 1030. fundar bæjarráðs sem haldinn var 17. september sl. Fundargerðin er í 18 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Fræðslunefnd - 395 - 1808013F

Fundargerð 395. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 6. september sl. Fundargerðin er í 8 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Íþrótta- og tómstundanefnd - 186 - 1808011F

Fundargerð 186. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 5. september sl. Fundargerðin er í 9 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 503 - 1807006F

Fundargerð 503. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 29. ágúst sl. Fundargerðin er í 11 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 70 - 1808021F

Fundargerð 70. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 3. september sl. Fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson forseti og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Velferðarnefnd - 431 - 1809006F

Fundargerð 431. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 11. september sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:36.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?