Bæjarstjórn

419. fundur 07. júní 2018 kl. 17:00 - 18:04 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti
 • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
 • Sif Huld Albertsdóttir varamaður
 • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
 • Daníel Jakobsson aðalmaður
 • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
 • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
 • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
 • Gunnhildur Björk Elíasdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
 • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá
Kristín Hálfdánsdóttir mætti til fundarins kl. 17:18.

1.Hnífsdalsvegur 13 - Umsókn um stækkun lóðar - 2018050005

Tillaga 499. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 23. maí. sl. um að heimila stækkun lóðar við Hnífsdalsveg nr. 13, skv. lóðablaði frá Tæknideild Ísafjarðarbæjar, dags. 22.maí 2018.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Sigurður J. Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0.

2.Skeiði 10 - Umsókn um lóð - 2018050044

Tillaga 499. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 23. maí sl. um að G.E. Vinnuvélar fái lóð inn á Skeiði 10, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Fyrri lóðarúthlutun við Skeiði 16 er felld úr gildi og verður lóðin auglýst að nýju.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Sigurður J. Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0.

3.Vallargata, Þingeyri - Fyrirspurn um lóð - 2018010124

Tillaga 499. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 23. maí sl. um að heimila stofnun lóðar, nefndin leggur til að stofnun lóðar verði grenndarkynnt fyrir íbúum við Vallargötu 33 og Aðalstræti 55 og 57.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Sigurður J. Hreinsson, Daníel Jakobsson og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0.

4.Úttekt frárennslislagna - 2016110066

Tillaga 499. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 23. maí sl. þar sem mælst er til að viðtakar verði flokkaðir nánar m.t.t. vistkerfis, með mælingum og greiningum á persónueiningum. Mikilvægt er að hugað sé að því að mótuð verði stefna sem tekur á því að strandsvæði í nágrenni þéttbýlis, verði nýtt fyrir matvælaframleiðslu í framtíðinni. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að áfram verði unnið með efni skýrslunnar til að hægt sé að meta þörfina á aðgerðum í frárennslismálum.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Sigurður J. Hreinsson, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri og Kristján Andri Guðjónsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Skýrsla nefndar um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu - 2014080062

Tillaga 1019. fundar bæjarráðs frá 4. júní sl., um að skýrsla nefndar um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu verði lögð fyrir fund bæjarstjórnar.

Bæjarstjóri leggur til við bæjarstjórn að tillögur nefndarinnar verði samþykktar.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Daníel Jakobsson.

Arna Lára Jónsdóttir leggur fram breytingartillögu við tillögu bæjarstjóra að vísa skýrslunni til umfjöllunar í nýrri bæjarstjórn.

Forseti ber breytingartillöguna til atkvæða.

Breytingartillagan samþykkt 9-0.

6.Bæjarráð - 1018 - 1805021F

Fundargerð 1018. fundar bæjarráðs sem haldinn var 28. maí sl. Fundargerðin er í 20 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Bæjarráð - 1019 - 1806001F

Fundargerð 1019. fundar bæjarráðs sem haldinn var 4. júní sl. Fundargerðin er í 6 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Íþrótta- og tómstundanefnd - 185 - 1805014F

Fundargerð 185. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, sem haldinn var 16. maí sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Nefnd um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu - 8 - 1805022F

Fundargerð 8. fundar nefndar um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu, sem haldinn var 23. maí sl. Fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar..

10.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 499 - 1805012F

Fundargerð 499. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 23. maí sl. Fundargerðin er í 7 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 500 - 1805025F

Fundargerð 500. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 30. maí sl. Fundargerðin er í 34 liðum.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Sigurður J. Hreinsson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Kristján Andri Guðjónsson og Gunnhildur Elíasdóttir.

Sigurður J. Hreinsson leggur fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaður leggur til að sótt verði um leyfi til Umhverfisstofnunar, um að fá að sökkva Maríu Júlíu.
Skipinu verði fundinn staður á litlu dýpi þar sem það væri vel aðgengileg fyrir sportkafara. Jafnframt verði þess gætt að skipinu verði þannig komið fyrir að lítið mál verði að ná upp skipinu, ef það gerist að fjármagn fáist til að fara íendurbætur á því.
Núverandi ástand og síversnandi hrörnun þessa fornfræga skips er afar grætilegt uppá að horfa og getur ekki gengið upp öllu lengur. Það að láta skipið halda áfram að grotna í fjörunni við gamla slippinn, er hinsvegar síst skárri kostur og því verður að líta á það sem einn af valkostunum að skipinu verði sökkt, til varðveislu."

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 66 - 1805003F

Fundargerð 66. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 22. maí sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Velferðarnefnd - 428 - 1805013F

Fundargerð 428. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 15. maí sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Öldungaráð - 9 - 1805016F

Fundargerð 9. fundar öldungaráðs sem haldinn var 16. maí sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Fræðslunefnd - 392 - 1805020F

Fundargerð 392. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 24. maí sl. Fundargerðin er í 8 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Deiliskipulag - Eyrarskjól - 2018050049

Tillaga frá 499. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar frá 23. maí. sl. um að heimila deiliskipulagsvinnu vegna fyrirhugaðrar stækkunar Eyrarskjóls.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Sigurður J. Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0.

17.Tilkynning um framkvæmd í C flokk - Ljósleiðaralagning Dýrafjörður - 2018050059

Tillaga 499. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 23. maí sl. þar sem lagt er til við bæjarstjórn að staðfesta þá niðurstöðu skipulags- og mannvirkjanefndar að ljósleiðaralagning í Dýrafirði skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila. Niðurstaða nefndarinnar er að strenglagning ljósleiðara í Dýrafirði, sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að staðfesta þá niðurstöðu.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Sigurður J. Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0.
Þegar dagskrá var tæmd var opnað fyrir mælendaskrá þar sem um er að ræða síðasta fund sitjandi bæjarstjórnar.

Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, Gunnhildur Elíasdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Kristín Hálfdánsdóttir, Marzellíus Sveinbjörnsson, Daníel Jakobsson, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Fundi slitið - kl. 18:04.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?