Bæjarstjórn

416. fundur 12. apríl 2018 kl. 17:00 - 19:21 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir staðgengill bæjarstjóra
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá
Forseti ber upp beiðni Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, um að tvö mál, sem vísað var til bæjarstjórnar frá 495. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar 11. apríl sl., verði tekin á dagskrá með afbrigðum. Málin varða annars vegar framkvæmdaleyfi vegna virkjunar Úlfsár og hins vegar málsmeðferð vegna deiliskipulagsbreytinga við Sindragötu 5-7.

Samþykkt 9-0.

Hinir nýju fundarliðir verða númer 12 og 13 á dagskránni.

1.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018 - 2018020003

Lagt fram minnisblað Hjördísar Þráinsdóttur, skjalastjóra, dagsett 10. apríl sl., með yfirliti yfir frumvörp og þingsályktunartillögur sem Ísafjarðarbær hefur fengið til umsagnar frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Gunnhildur Elíasdóttir, Sigurður J. Hreinsson.

Lagt fram til kynningar.

2.Úlfsá - Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2018030010

Tillaga 495. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 11. apríl sl. um að samþykkja niðurstöðu nefndarinnar varðandi útgáfu framkvæmdaleyfis og niðurstöðu umhverfismats.
Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila og umsagnir Minjastofnunar dags. 13.03.2018 og Orkustofnunar dags. 20.03.2018, með vísan í umsagnir og sniðmát Skipulagsstofnunnar um framkvæmdir í C- flokki er niðurstaða skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar er að Úlfsárvirkjun sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja þá niðurstöðu.

Nefndin telur jafnframt að ekki þurfi að grenndarkynna framkvæmd með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga þar sem umrædd framkvæmd hefur ekki áhrif á aðra hagsmunaaðila en landeiganda þ.e. Ísafjarðarbær. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis, upphaf framkvæmda á framkvæmdasvæði skal vera í samráði við Minjastofnun. Frágangur skal vera í samráði við Tæknideild Ísafjarðarbæjar.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Daníel Jakobsson, Sigurður J. Hreinsson,

Daníel Jakobsson vék af fundi við afgreiðslu málsins vegna setu hans í stjórn Orkubús Vestfjarða.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0.

3.Sindragata 7 - Óveruleg breyting á deiliskipulagi - 2017080053

Tillaga 495. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 11. apríl sl., um að heimila málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, og Sigurður J. Hreinsson.

Sigurður J. Hreinsson vék af fundi við afgreiðslu málsins þar sem hann er starfsmaður málsaðila.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0.

4.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 141 - 1804002F

Fundargerð 141. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar, sem haldinn var 5. apríl sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 156 - 1802027F

Fundargerð 156. fundar barnaverndarnefndar sem haldinn var 14. mars sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Bæjarráð - 1010 - 1803017F

Fundargerð 1010. fundar bæjarráðs sem haldinn var 19. mars sl. Fundargerðin er í 12 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Bæjarráð - 1011 - 1803023F

Fundargerð 1011. fundar bæjarráðs sem haldinn var 26. mars sl. Fundargerðin er í 17 liðum.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson, Kristján Andri Guðjónsson, Jónas Þór Birgisson og Sigurður J. Hreinsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Bæjarráð - 1012 - 1804004F

Fundargerð 1012. fundar bæjarráðs sem haldinn var 9. apríl sl. Fundargerðin er í 21 lið.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Jónas Þór Birgisson, Þórdís Sif Sigurðardóttir, staðgengill bæjarstjóra og Arna Lára Jónsdóttir.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fræðslunefnd - 390 - 1803028F

Fundargerð 390. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 5. apríl sl. Fundargerðin er í 5 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Hafnarstjórn - 197 - 1803025F

Fundargerð 197. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 27. mars sl. Fundargerðin er í 8 liðum.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Kristján Andri Guðjónsson, Kristín Hálfdánsdóttir og Þórdís Sif Sigurðardóttir, staðgengill bæjarstjóra.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 495 - 1803013F

Fundargerð 495. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 21. mars sl. Fundargerðin er í 6 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 63 - 1803016F

Fundargerð 63. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 20. mars sl. Fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 64 - 1803022F

Fundargerð 64. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 10. apríl sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Velferðarnefnd - 426 - 1803009F

Fundargerð 426. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 13. mars sl. Fundargerðin er í 7. liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Virðisaukinn - 2013110016

Virðisaukinn, frumkvöðlaverðlaun Ísafjarðarbæjar, veitt við hátíðlega athöfn.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Rökstuðningur fyrir veitingu Virðisaukans 2017 er eftirfarandi:

„Verðlaunin eru ætluð sem hvatning til þeirra sem sýna frumkvæði í málum er lúta að sveitarfélaginu og samborgurunum. Með afhendingu þeirra er einkum tekið mið af framlagi við að auka fjölbreytni í atvinnu, menntun eða afþreyingu, að auka sýnileika bæjarfélagsins á landsvísu, sérstaks árangurs, framtaks á sviði þróunar vöru, þjónustu eða markaðssetningar.

Viðurkenningu og hvatningarverðlaun atvinnu- og menningamálanefndar, og þar með farandgripinn Virðisaukann, árið 2017, hlýtur Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Markmið Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða er að auðvelda íbúum á Vestfjörðum símenntun og þátttöku í námi af ýmsu tagi. Fræðslumiðstöð Vestfjarða hefur með námsframboði sínu, nýjum samstarfsamningum við starfsmenntasjóði verkalýðsfélaganna og tengslum við atvinnulífið, m.a. með greiningu fræðsluþarfa hjá fyrirtækjum og stofnunum á svæðinu, lagt sitt að mörkum til að auka fjölbreytni í atvinnu og menntun í sveitarfélaginu.“

16.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2017 - 2018010095

Þórdís Sif Sigurðardóttir, staðgengill bæjarstjóra, leggur fram ársreikning Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2017, til fyrri umræðu.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson og Jónas Þór Birgisson.

Forseti leggur til að ársreikningnum verði vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Tillaga forseta samþykkt 9-0.

17.Deiliskipulag - Naustahvilft - 2016100047

Tillaga 495. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 21.03.2018 um að heimila að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar dags. mars. 2018 verði auglýst skv. 1 mgr. 31 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og deiliskipulagstillaga og greinargerð dags. mars 2018 auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Sigurður J. Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

18.Sandasker, Dýrafirði, - Frístundabyggð - 2016100042

Tillaga 495. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 21.03.2018 um að deiliskipulagstillaga og greinargerð dags. 24.05.2016 verði auglýst óbreytt skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Daníel Jakobsson, Sigurður J. Hreinsson og Gunnhildur Elíasdóttir.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

19.Sindragata 4a - umsókn um stofnframlag. - 2016100023

Bæjarstjóri leggur til við bæjarstjórn að sú leið verði farin að íbúðirnar 11 í Sindragötu 4a, sem byggðar verða með tilstuðlan stofnframlaga, verði í eigu Ísafjarðarbæjar/Fastís.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Daníel Jakobsson, Þórdís Sif Sigurðardóttir, staðgengill bæjarstjóra, Kristján Andri Guðjónsson, Kristín Hálfdánsdóttir og Marzellíus Sveinbjörnsson.

Daníel Jakobsson leggur til að málinu verði frestað.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða. Tillagan felld 4-5.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 5-4.

20.Snjóbifreið á Þingeyri - 2018030076

Tillaga 1010. fundar bæjarráðs frá 19. mars sl., um að snjóbifreiðin LEITNER LH 250 verði gefin björgunarsveitinni Dýra á Þingeyri.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti leggur til að málinu verði frestað.

Tillagan samþykkt 7-0.

21.Samstarf um barnavernd á norðanverðum Vestfjörðum. - 2017020009

Tillaga 1012. fundar bæjarráðs Ísafjarðarbæjar frá 9. apríl sl., um að samþykkja drög að samningi um samstarf um barnavernd á norðanverðum Vestfjörðum.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Daníel Jakobsson og Gunnhildur Elíasdóttir.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

22.Lýðháskóli á Flateyri - 2016110085

Tillaga 1011. fundar bæjarráðs frá 26. mars sl., um að samþykkja samning milli Ísafjarðarbæjar og Lýðháskólans á Flateyri.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson, Þórdís Sif Sigurðardóttir, staðgengill bæjarstjóra, Jónas Þór Birgisson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Gunnhildur Elíasdóttir, Sigurður J. Hreinsson og Kristján Andri Guðjónsson.

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Í-lista, leggur fram eftirfarandi breytingatillögu:

„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að ábyrgð Ísafjarðarbæjar vegna Lýðháskólans á Flateyri nái yfir tvær starfsbrautir í stað einnar eins og tillaga frá 1011. fundi bæjarráðs gerir ráð fyrir.

Greinargerð:
Fjármögnun Lýðháskólans á Flateyri hefur gengið mun betur en forsvarmenn verkefnisins þorðu að vona og telja nú raunhæft að fara af stað með tvær brautir í stað einnar. Lýðháskólinn verður mun sterkari eining með tveimur brautum, aukin hagkvæmni í rekstri skólans næst auk þess sem kostnaður per nemanda lækkar og að sama skapi verður ávinningurinn meiri. Þá er ljóst að markhópur skólans breikkar. Virði þessa verkefnis er gríðarlega mikið fyrir Ísafjarðarbæ og fyrir samfélagið á Flateyri og miklar væntingar eru bundnar við að vel takist til. Verkefni eins og Lýðháskólinn gerir Flateyri að enn betri búsetukosti og eykur fjölbreytni atvinnulífs auk þess að skapa mikilvæga viðbót við mannlíf og menningu á svæðinu.“

Daníel Jakobsson, bæjarfulltrúi sjálfstæðisflokksins, leggur fram eftirfarandi breytingartillögu við breytingartillöguna:
„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að samningnum verði breytt þannig að í stað 10 milljóna króna ábyrgðar verði Lýðháskólanum veittar 5 milljónir króna í styrk á árinu 2019 og 5 milljónir króna verði í bakábyrgð, samningurinn verði að öðru leyti óbreyttur.“

Forseti ber breytingartillögu við breytingartillögu upp til atkvæða.

Breytingartillagan samþykkt 7-0.

Forsetinn ber þá tillöguna með áorðnum breytingum upp til atkvæða.

Breytingartillagan samþykkt 9-0.

23.Tillaga um að rýna stöðu jafnréttismála hjá Ísafjarðarbæ - 2018030091

Tillaga Daníels Jakobssonar, bæjarfulltrúa, um að rýnt verð í stöðu jafnréttismála hjá Ísafjarðarbæ.
Daníel lagði tillöguna fram á 1011. fundi bæjarráðs 26. mars sl., og var henni vísað til umræðu í bæjarstjórn.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Daníel Jakobsson, Sigurður J. Hreinsson, Jónas Þór Birgisson og Kristján Andri Guðjónsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

24.Heiðursborgari Ísafjarðarbæjar - 2018040027

Kristján Andri Guðjónsson, bæjarfulltrúi, leggur fram eftirfarandi tillögu:

„Tillaga um að Vilberg Vilbergsson (Villi Valli) verði gerður að heiðursborgara Ísafjarðabæjar.
Rökstuðningur og greinargerð verður lögð fram á bæjarstjórnafundinum þann 12. apríl n.k.“
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Kristján Andri Guðjónsson.

Kristján Andri Guðjónsson, bæjarfulltrúi, flytur eftirfarandi rökstuðning fyrir tilnefningunni:

„Vilberg Valdal Vilbergsson - Villi Valli - er fæddur á Flateyri við Önundarfjörð 26. maí árið 1930, sonur Vilbergs Jónssonar vélsmiðs og Jóhönnu Steinunnar Guðmundsdóttur. Strax á barnsaldri var ljóst að Villi Valli bjó yfir óvenjulegum tónlistarhæfileikum og hann var ekki nema tólf ára þegar hann lék í fyrsta sinn á harmoniku fyrir dansi á Flateyri. Þrettán ára var hann farinn að leika einn á dansleikjum. Næstu árin lék hann ýmist einn eða með öðrum hér vestra og einnig í Reykjavík árið 1949. Harmonikan var hans aðalhljóðfæri en hann lærði einnig á saxófón hjá Guðmundi Nordahl og náði mjög góðum tökum á því hljóðfæri. Árið 1950 flutti Villi Valli til Ísafjarðar til að nema hárskera- og rakaraiðn hjá Árna Matthíassyni og varð það hans aðalstarf í yfir sextíu ár. Segja má að hann hafi haft hendur í hári flestra ísfirskra karlmanna á þessum langa ferli.
Á Ísafirði hélt hann áfram í tónlistinni og stofnaði fjölda hljómsveita á næstu áratugum, tríó, kvartetta og stærri bönd, sem íbúar Ísafjarðarbæjar muna margir eftir. Fjölmargir einstaklingar nutu leiðsagnar hans í tónlistinni á þessum langa ferli og eiga honum gott að gjalda.
Árið 1959 tók Villi Valli við stjórn Lúðrasveitar Ísafjarðar og stjórnaði henni í níu ár, en var virkur félagi í henni lengi eftir það. Hann hefur spilað með Harmonikufélagi Vestfjarða um árabil og gerir enn.
Þótt Villi Valli sé þekktur fyrir hljóðfæraleik sinn hefur hann á seinni árum vakið athygli fyrir tónsmíðar sínar. Hann hefur gefið út tvo hljómdiska, árið 2000 „Villi Valli“ og árið 2008 „Í tímans rás“, auk þess sem hann spilaði í Saltfiskveit Villa Valla á diskinum „Ball í Tjöruhúsinu“ árið 2009.
Jazz músíkin heillaði Villa Valla snemma á lífsleiðinni og drakk hann í sig snilldartakta gömlu meistaranna. Hann er talinn standa einna fremst íslenskra harmonikuleikara í spuna (improvisation) á Íslandi, en slíka takta sýndi hann einnig á saxófóninn.
Villi er ekki aðeins tónlistarmaður heldur er hann listmálari og eftir hann finnast mörg falleg verk í húsakynnum Vestfirðinga. Kona hans, Guðný Magnúsdóttir, sem lést á síðastliðnu ári, var einnig málari og börn þeirra fjögur eru öll listafólk.
Villi Valli, sem senn verður 88 ára, er enn í fullu fjöri. Hann og kona hans Guðný, hjóluðu iðulega um bæinn sinn og vöktu athygli bæjarbúa. Þau voru bæjarprýði.
Árið 2001 var Villi Valli útnefndur bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar.

Vilberg Valdal Vilbergsson hefur átt heima í Ísafjarðarbæ nánast allt sitt líf. Hann þjónaði bæjarbúum sem hárskeri í rúmlega 60 ár og auðgaði tónlistarlíf bæjarins með tónlist sinni. Nánast allir bæjarbúar þekkja hann og virða og þakka honum.
Það er því við hæfi að kjósa hann heiðursborgara Ísafjarðarbæjar.“


Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

Fundi slitið - kl. 19:21.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?