Bæjarstjórn

407. fundur 02. nóvember 2017 kl. 17:00 - 18:23 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Erla Rún Sigurjónsdóttir varamaður
 • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
 • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
 • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
 • Daníel Jakobsson aðalmaður
 • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
 • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
 • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
 • Gunnhildur Björk Elíasdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
 • Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Dagskrá
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að taka inn með afbrigðum tillögu 992. fundar bæjarráðs, frá 23. október sl., um að fá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands til að framkvæma íbúakönnun. Málsnúmer: 2015-09-0052.

1.Ósk um deiliskipulagsbreytingu og hugsanlega Aðalskipulagsbreytingu við afrennslissvæði Mjólkárvirkjana - 2016080019

Tillaga 485. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, frá 11. október sl., um að heimila að deiliskipulagsbreyting verði auglýst að nýju skv. 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna formgalla í fyrri auglýsingu.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti og Sigurður Jón Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Svæðisskipulag fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp og Strandabyggð - 2016060025

Tillaga 993. fundar bæjarráðs, frá 31. október sl., um að samþykkja umsögn 486. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar um svæðisskipulag fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp og Strandabyggð.

Á 486. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar, 26. október sl., fagnaði nefndin því að sveitarfélögin Reykhólahreppur, Dalabyggð og Strandabyggð hafi tekið sig saman um gerð svæðisskipulags. Skýrslan er vel uppsett og skilmerkileg.
Nefndin vill þó benda á að betur mætti gera grein fyrir tengslum og samstarfi til framtíðar við aðliggjandi sveitafélög. Þá er ekkert minnst á umhverfisvottun Earth Check sem öll níu sveitafélögin á Vestfjörðum hafa samþykkt að vinna að og hefur vottun nú þegar fengist fyrir árið 2015.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Hestamannafélagið Hending - Reiðhöll stækkun lóðar - 2017100057

Tillaga 486. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, frá 25. október sl. um að heimila stækkun lóðar í Engidal undir reiðhöll.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Sigurður Jón Hreinsson, Jónas Þór Birgisson og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Sigurður Jón Hreinsson leggur til eftirtalda breytingartillögu við tillögu 3.
Bæjarstjórn heimilar skipulags- og mannvirkjanefnd að láta vinna breytingu
á deiliskipulaginu í Engidal, með þeim hætti að byggingarreitur reiðhússins
stækki um 10 metra í norður.

Forseti ber breytingatillöguna upp til atkvæða.

Breytingatillagan samþykkt 9-0 og fellur upprunalega tillagan því niður.

4.Afnot af túni í Engidal - 2017100011

Tillaga 486. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, frá 25. október sl., um að Anna Portia Specker fái afnot af beitarhólfi samkvæmt samningi.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0

5.Reglur um frekari liðveislu - 2017100017

Tillaga 420. fundar félagsmálanefndar, frá 10. október sl., um að samþykkja drög að reglum um frekari liðveislu.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, Gunnhildur Björk Elíasdóttir og Marzellíus Sveinbjörnsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Brothættar byggðir - 2014090062

Tillaga 991. fundar bæjarráðs, frá 16. október sl., um að bæjarstjórn tilnefni einn aðila í verkefnastjórn verkefnisins Brothættar byggðir.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti leggur til að Arna Lára Jónsdóttir verði fulltrúi Ísafjarðarbæjar í verkefnastjórn.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0

7.Act Alone - styrkbeiðni - 2017020093

Tillaga 139. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar, frá 17. október sl, um endurnýjun samstarfssamnings vegna Act Alone. Nefndin leggur til að samningurinn verði endurnýjaður óbreyttur til þriggja ára, fyrir árin 2018-2020.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

8.Íbúakönnun vegna Sundhallar - 2015090052

Tillaga 992. fundar bæjarráðs, frá 23. október sl., um að fá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands til að framkvæma íbúakönnun.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að leggja fram drög að viðauka vegna málsins, en þess reynist ekki þörf þar sem fjármálastjóri hefur upplýst að til sé fjármagn.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Daníel Jakobsson, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Jónas Þór Birgisson, Kristín Hálfdánsdóttir, Erla Rún Sigurjónsdóttir, Marzellíus Sveinbjörnsson, Arna Lára Jónsdóttir,

Daníel Jakobsson leggur fram eftirfarandi breytingatillögu:
Undirritaður leggur til að að gerð verði skoðanakönnun á meðal bæjarbúa eins og Félagsvísindastofnun lagði til í stað kosninga á vef Ísafjarðarbæjar.

Tillagan miðar að því að gerð verði könnun eins og upphaflega var gert ráð fyrir en ekki kosning eins og nú er lagt upp með. Mín röksemd er þessi.

- Markmið okkar er að komast að hvað hinn almenni bæjarbúi vill í sundlaugarmálum og jafnvel fleiru, ekki satt.
- Ef það er markmiðið þá er mikilvægt að þeir sem taki þátt séu þverskurður af bæjarbúum.
- Ekki bara þeir sem hafa fyrir því að ná sér í Ís-lykil og sýna því áhuga að taka þátt.
- T.d. verður það ábyggilega hindrun fyrir eldri borgara. Það verður líka hindrun fyrir þá sem hafa ekkert sérstaklega mikla skoðun á þessu.
- Það eru líka líkur á að það fái fólk til að fara í einhvern kosningagír og reyna að vinna kosninguna sem mun leiða til sundrungar.

Af þessu sögðu legg ég til að við förum könnunarleiðina þar sem 500-1000 manns verði teknir í úrtak og hringt í þá. Með því tryggjum við að vilji bæjarbúa komist til skila. Það er mun faglegri aðkoma.

Kristján Andri Guðjónsson, forseti, leggur til að málinu verði vísað til bæjarráðs, sem fái þá heimild til að afgreiða það.

Forseti ber tillögu sína upp til atkvæða.

Tillaga forseta samþykkt 9-0. Aðrar tillögur falla því niður.

9.Fjárhagsáætlun 2018 - 2017020049

Bæjarstjóri leggur fram, til fyrri umræðu, tillögu að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana og fyrirtækja fyrir árið 2018.
Til máls tóku. Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir og Daníel Jakobsson.

Forseti leggur til að tillögu að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana og fyrirtækja fyrir árið 2018 verði vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn þann 14. desember næstkomandi.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

10.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 139 - 1710016F

Fundargerð 139. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar, sem haldinn var 17. október sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 153 - 1710012F

Fundargerð 153. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum, sem haldinn var 12. október sl. Fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Bæjarráð - 991 - 1710015F

Fundargerð 991. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 16. október sl. Fundargerðin er í 15 liðum.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Bæjarráð - 992 - 1710019F

Fundargerð 992. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 23. október sl. Fundargerðin er í 7 liðum.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Bæjarráð - 993 - 1710025F

Fundargerð 993. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 31. október sl. Fundargerðin er í 11 liðum.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Félagsmálanefnd - 420 - 1710007F

Fundargerð 420. fundar félagsmálanefndar, sem haldinn var 10. október sl. Fundargerðin er í 8 liðum.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Hafnarstjórn - 193 - 1710024F

Fundargerð 193. fundar hafnarstjórnar, sem haldinn var 31. október sl. Fundargerðin er í 10 liðum.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 485 - 1710005F

Fundargerð 485. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 11. október sl. Fundargerðin er í 7 liðum.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 486 - 1710018F

Fundargerð 486. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 25. október sl. Fundargerðin er í 6 liðum.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 55 - 1710011F

Fundargerð 55. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 12. október sl. Fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:23.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?