Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
406. fundur 26. október 2017 kl. 12:45 - 12:54 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Martha Kristín Pálmadóttir varamaður
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Steinþór Bragason varamaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Gunnar Jónsson varaformaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Kosningar til Alþingis 2017 - kjörskrá - 2017090077

Tillaga frá 992. fundi bæjarráðs, 23. október sl. um kjörskrá vegna kosninga til Alþingis 2017.
Forseti leggur til að bæjarstjórn samþykki framlagða kjörskrá og feli bæjarstjóra fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna kosninga til Alþingis 28. október n.k.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Kosningar til Alþingis 2017 - undirkjörstjórn - 2017090077

Tillaga frá 992. fundi bæjarráðs, 23. október sl. kosningu undirkjörstjórnar vegna kosninga til Alþingis 2017.

Tillaga forseta um að kjósa eftirfarandi aðila nýja inn í undirkjörstjórn:
Gíslínu Matthildi Gestsdóttur og Friðfinn Sigurðsson í undirkjörstjórn Þingeyrar.
Eddu Graichen í undirkjörstjórn Flateyrar.
Helgu Salóme Ingimarsdóttur, Guðnýju Stefaníu Stefánsdóttur, Jón Hálfdán Jónasson, Brynjólf Þór Rúnarsson, Ragnar Heiðar Sigtryggsson og Telmu Lísu Þórðardóttur.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Samþykkt 9-0.

Fundi slitið - kl. 12:54.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?