Bæjarstjórn

405. fundur 12. október 2017 kl. 17:00 - 17:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti
 • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
 • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
 • Gunnar Jónsson
 • Daníel Jakobsson aðalmaður
 • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
 • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
 • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
 • Gunnhildur Björk Elíasdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
 • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að taka inn með afbrigðum tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar um að framkvæmdaleyfi yrði gefið út fyrir gerð vinnuvegar á Hófsárveitusvæði Mjólkárvirkjunnar á grundvelli umsóknar um framkvæmdaleyfi, málsnr. 2017100019.

1.Sorpmál 2018 - útboð - 2016090021

Bæjarstjóri leggur til við bæjarstjórn að útboð vegna sorphirðu og -förgunar fari fram á grunni þeirra útboðsgagna sem kynnt hafa verið bæjarfulltrúum.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Daníel Jakobsson, Kristín Hálfdánsdóttir, Jónas Þór Birgisson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Gunnar Jónsson, Gunnhildur Elíasdóttir, Kristján Andri Guðjónsson, Sigurður J. Hreinsson og Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri.

Bæjarstjóri leggur til við bæjarstjórn að umræðum um útboð vegna sorphirðu og -förgunar fari fram á grunni þeirra útboðsgagna sem kynnt hafi verið bæjarfulltrúum, verði lokað. Útboðsgögnin eru trúnaðarmál og skv. 12. gr. bæjarmálasamþykkta Ísafjarðarbæjar er lagt til að þessi liður verði ræddur fyrir luktum dyrum vegna hagsmuna sveitarfélagsins.

Forseti bæjarstjórnar leggur til að útboðsgögnum verði vísað til bæjarráðs sem muni sjá um að afgreiða gögnin.

Tillaga forseta samþykkt 9-0.

2.Árneshreppur - breyting á aðalskipulagi og tillaga að deiliskipulagi vegna Hvalárvirkjunar - 2017090023

Tillaga frá 484. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, 27. september sl., að umsögn um tillögu að breytingu á aðalskipulagi Árneshrepps 2005-2025 ásamt umhverfisskýrslu, einnig tillögu að deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu fyrir Hvalárvirkjun sem samþykkt var á fundi hreppsnefndar Árneshrepps þann 15.ágúst 2017.
Bæjarráð tók málið fyrir á 989. fundi sínum, 2. október sl., og vísaði áfram til bæjarstjórnar.
Umsögn 484. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar er svohljóðandi:

„Skipulags og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar gerir ekki efnislegar athugasemdir við framkomnar breytingartillögur við aðalskipulag Árneshrepps og tillögu að deiliskipulagi fyrir Hvalárvirkjun. Nefndin bendir þó á að betur megi skilgreina vinnusvæði á skilgreindum byggingarreit vinnubúða.
Svæðið sem aðalskipulagsbreytingin nær til er í yfir 10 km fjarlægð frá sveitarfélagamörkum Ísafjarðarbæjar og Árneshrepps. Þá er það svæði sem mun og kann að verða fyrir áhrifum af framkvæmdunum í um 13 km fjarlægð frá sveitarfélagamörkunum. Það er því mat nefndarinnar að fyrirhugaðar framkvæmdir muni ekki á nokkurn hátt hafa neikvæð áhrif á eigendur jarða eða fasteigna í Ísafjarðarbæ.
Sveitarfélög á Vestfjörðum hafa í um áratug horft til Hvalárvirkjunar sem vendipunkt í raforkumálum í fjórðungnum. Með virkjuninni skapast forsenda fyrir hringtengingu raflína á Vestfjörðum með lagningu línu um Ísafjarðardjúp og orkuframleiðslu sem hefur möguleika á að anna allri eftirspurn á Vestfjörðum, án notkunar jarðefnaeldsneytis. Ótiltæki á Vestfjörðum er í dag með því hæsta sem gerist á landinu og er landshlutanum samfélagslega dýrt, en það er metið á nokkur hundruð milljónir árlega.
Með virkjun Hvalár og hringtengingu verður því komin upp ný staða í raforkumálum á Vestfjörðum, með áður óþekktu raforkuöryggi og reiðuafli sem gefur færi á fjölbreyttum iðnaði sem krefst orku í litlu og meðalstóru magni."

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, og Sigurður J. Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Umsókn um að nýta tún í Engidal - 2012070001

Tillaga frá 484. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, 27. september sl., um að Kristján Ólafsson fái tún í Engidal til afnota næstu fimm árin.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Tölvumál Ísafjarðarbæjar 2017 - 2017020127

Tillaga frá 989. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 2. október sl., um að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun, vegna tölvuráðgjafar.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Kristján Andri Guðjónsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Umsókn um framkvæmdaleyfi - Vinnuvegur Mjólká - 2017100019

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði gefið út á grundvelli Aðalskipulags, jafnframt telur nefndin að ekki þurfi að grenndarkynna skv. 3.mgr. 44 gr. skipulagslaga, þar sem ekki er um nein grenndaráhrif á aðra hagsmunaaðila en landeiganda.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Bæjarráð - 988 - 1709021F

Lögð er fram til kynningar fundargerð 988. fundar bæjarráðs sem haldinn var 25. september sl. Fundargerðin er í 9 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Bæjarráð - 989 - 1709025F

Lögð er fram til kynningar fundargerð 989. fundar bæjarráðs sem haldinn var 2. október sl. Fundargerðin er í 18. liðum.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Marzellíus Sveinbjörnsson og Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Bæjarráð - 990 - 1710006F

Lögð fram til kynningar fundargerð 990. fundar bæjarráðs sem haldinn var 9. október sl. Fundargerðin er í 9 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 152 - 1709023F

Lögð er fram til kynningar fundargerð 152. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var 28. september sl. Fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fræðslunefnd - 383 - 1710001F

Lögð fram til kynningar fundargerð 383. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 5. október sl. Fundargerðin er í 5 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 484 - 1709020F

Lögð er fram fundargerð 484. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 27. september sl. Fundargerðin er í 5 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 54 - 1709014F

Lögð er fram til kynningar fundargerð 54. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 26. september sl., fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Öldungaráð - 7 - 1710003F

Lögð er fram til kynningar fundargerð 7. fundar öldungaráðs Ísafjarðarbæjar, sem haldinn var 4. október sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?