Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
404. fundur 21. september 2017 kl. 17:00 - 18:11 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson forseti
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Gunnar Jónsson varamaður
  • Martha Kristín Pálmadóttir varamaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Sif Huld Albertsdóttir varamaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir aðalmaður
  • Erla Rún Sigurjónsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Torfnes - nýtt deiliskipulag - 2017030092

Tillaga frá 483. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar frá 13. september sl., um að samþykkja tillögu að deiliskipulagi fyrir Torfnes sem auglýst var skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010 og að fela skipulagsfulltrúa að svara athugasemdum í minnisblaði Verkís dags. 23. ágúst 2017.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Sigurður J. Hreinsson, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri og Jónas Þór Birgisson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-1. Sigurður J. Hreinsson greiddi atkvæði á móti tillögunni.

2.Sindragata 4 - deiliskipulag - 2016110020

Tillaga frá 483. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar frá 13. september sl., um að samþykkja tillögu að deiliskipulagi fyrir Sindragötu 4, sem auglýst var skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Sigurður J. Hreinsson, Marzellíus Sveinbjörnsson og Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Skrúður, þjónustuhús. - 2017010006

Tillaga frá 483. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar frá 13. september sl., um að samþykkja óverulega breytingu á deiliskipulagi Skrúðs.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti og Sigurður J. Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Kirkjuból Korpudal - lóð undir sumarhús - 2017090031

Tillaga frá 483. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar frá 13. september sl., um að heimila að stofnuð verði lóð undir sumarhús á jörðinni Kirkjubóli í Korpudal.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti og Sigurður J. Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Umhverfisstefna 2017 - 2017030051

Tillaga frá 53. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar frá 12. september sl., um að samþykkja Umhverfisstefnu Ísafjarðarbæjar.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti og Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Endurskoðun verkefnasamnings HSV og Ísafjarðarbæjar - 2017050041

Tillaga frá 181. fundi íþrótta- og tómstundanefndar frá 13. september sl., um að endurskoðaður verkefnasamningur milli Héraðssambands Vestfirðinga og Ísafjarðarbæjar verði samþykktur.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Jónas Þór Birgisson, Sif Huld Albertsdóttir og Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Fundur með ungmennum í lýðræðisviku Evrópuþings sveitarstjórna - 2012110034

Tillaga frá 181. fundi íþrótta- og tómstundanefndar frá 13. september sl., um að boðað verði til fundar með ungmennum í vikunni 9.-15. október, í lýðræðisviku Evrópuþings sveitarstjórna, þar sem starfsemi sveitarfélagsins er kynnt og ungmenni hvött til að taka þátt í starfi ungmennaráðs.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

8.Þjónustukjarni á Þingeyri - Blábanki - 2015100017

Tillaga frá 986. fundi bæjarráðs, 11. september sl., um að samþykkja þjónustusamning milli Ísafjarðarbæjar og Samfélagsmiðstöðvarinnar á Þingeyri ses., Blábankans. Drög að samningnum voru tekin fyrir á 981. fundi bæjarráðs, þá voru ekki gerðar athugasemdir við drögin. Samningurinn hefur nú verið undirritaður með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti og Sigurður J. Hreinsson,

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

9.Borgarafundur 24. september 2017 - 2017090062

Tillaga að ályktun frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, sem barst með tölvupósti 19. september sl., og óskað er eftir að sveitarstjórnir á Vestfjörðum setji fram í aðdraganda borgarafundar þann 24. september n.k.

„Borgarafundur á Vestfjörðum 24. september 2017 vill að mat á samfélagslegum áhrifum verði í framtíðinni lagt til grundvallar stórframkvæmdum og lagasetningu þegar það á við.
Jafnframt setur fundurinn fram eftirfarandi þrjár kröfur:

- Ráðist verði strax í vegagerð í Gufudalssveit samkvæmt leið Þ-H (um Teigsskóg), vegna brýnna hagsmuna sveitarfélaganna, atvinnulífsins og íbúa.

- Raforkumál á Vestfjörðum verði færð í nútímabúning með hringtengingu Vestfjarða um Ísafjarðardjúp, þannig að atvinnutækifærum fjölgi á Vestfjörðum.

- Laxeldi verði áfram heimilað í Ísafjarðardjúpi og í því ljósi setji stjórnvöld fram, fyrir árslok, ákvæði um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir til að verja laxveiðiár í Ísafjarðardjúpi gegn hugsanlegri hættu á erfðablöndun.“
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, Jónas Þór Birgisson, Gunnar Jónsson og Sigurður J. Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-1. Gunnar Jónsson greiddi atkvæði móti tillögunni.

10.Nefndarmenn 2014-2018 - 2014020030

Tillaga sjálfstæðisflokks um að Gautur Ívar Halldórsson verði varamaður í skipulags- og mannvirkjanefnd í stað Hafdísar Gunnarsdóttur.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

11.Fráveita og rotþrær - samþykkt um fráveitu - 2016040069

Tillaga bæjarstjóra 19. september sl., um að samþykkt verði gjaldskrá fyrir fráveitu í Ísafjarðarbæ.

Lögð fram til samþykktar gjaldskrá fyrir fráveitu í Ísafjarðarbæ. Gjaldskráin var áður samþykkt í bæjarstjórn 2. mars 2017 en er nú lögð fram að nýju með veigalitlum breytingum sem snúa að samþykktarnúmeri í 1. gr. og dagsetningu gjaldskráarinnar.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

12.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 151 - 1708010F

Lögð fram fundargerð 151. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum, sem haldinn var 7. september sl. Fundargerðin er í 2 liðum.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Bæjarráð - 986 - 1709008F

Lögð fram fundargerð 986. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 11. september sl. Fundargerðin er í 10 liðum.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Bæjarráð - 987 - 1709013F

Lögð fram fundargerð 987. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 18. september sl. Fundargerðin er í 17 liðum.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Jónas Þór Birgisson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Félagsmálanefnd - 419 - 1709009F

Lögð fram fundargerð 419. fundar félagsmálanefndar, sem haldinn var 12. september sl. Fundargerðin er í 6 liðum.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Fræðslunefnd - 382 - 1708015F

Lögð fram fundargerð 382. fundar fræðslunefndar, sem haldinn var 7. september sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Íþrótta- og tómstundanefnd - 178 - 1709004F

Lögð fram fundargerð 178. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, sem haldinn var 13. september sl. Fundargerðin er í 13 liðum.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 483 - 1709006F

Lögð fram fundargerð 483. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 13. september sl. Fundargerðin er í 8 liðum.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 53 - 1708016F

Lögð fram fundargerð 53. fundar umhverfis - og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 12. september sl. Fundargerðin er í 5 liðum.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:11.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?