Bæjarstjórn

398. fundur 04. maí 2017 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti
 • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
 • Martha Kristín Pálmadóttir varamaður
 • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
 • Daníel Jakobsson aðalmaður
 • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
 • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
 • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
 • Gunnhildur Björk Elíasdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
 • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2016 - 2017030115

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, leggur fram ársreikning Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2016, til síðari umræðu.

Einnig er lagt fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dagsett 25. apríl sl., þar sem farið er yfir þær breytingar er gerðar hafa verið frá fyrri umræðu.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, Daníel Jakobsson, Arna Lára Jónsdótir og Marzellíus Sveinbjörnsson.

Daníel Jakobsson leggur fram eftirfarandi bókun f.h. fulltrúa sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn:
"Rekstrarniðurstaða Ísafjarðarbæjar er afar ánægjuleg og gefur sveitarfélaginu tækifæri til að sækja fram. Þó verður að hafa í huga að vöxtur tekna hefur verið gífurlegur fyrst og fremst vegna góðs ástands í þjóðarbúskap og mikilla launahækkana sem leiða til aukningar tekna úr Jöfnunarsjóði og aukins útsvars.

Tekjur Ísafjarðarbæjar árið 2016 voru 350 m.kr. umfram áætlun sem samþykkt var í desember 2015 eða sem nemur um 100.000 kr. á hvern bæjarbúa. Árstekjur 2016 er um 1 milljarði hærri en árið 2014 og hækka um hálfan milljarð á milli ára. Þrátt fyrir það er niðurstaða ársreiknings aðeins um 200 m.kr. betri en ráð var fyrir gert sem sýnir að gjöld fóru verulega fram úr samþykktri áætlun.

Til framtíðar er mikilvægt að nýta þessar auknu tekjur til að greiða niður skuldir, sýna aðhald, lækka álögur á bæjarbúa og fjárfesta til framtíðar í skynsamlegum verkefnum sem gerir okkur kleift að bregðast við ef illa árar."

Að loknum umræðum um ársreikning bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og sjóða fyrir árið 2016, lagði Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, til að ársreikningur 2016 yrði samþykktur með þeim breytingum sem gerðar voru milli umræðna.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Deiliskipulag - Birkilundur Furulundur - 2016120035

Á 476. fundi sínum, 26. apríl sl., lagði skipulags- og mannvirkjanefnd til við bæjarstjórn að samþykkja óverulega breytingu á deiliskipulagi við Furulund í Tunguhverfi.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Sigurður J. Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Skrúður, þjónustuhús. - 2017010006

Á 475. fundi sínum, 12. apríl sl., lagði skipulags- og mannvirkjanefnd til við bæjarstjórn að heimila óverulega breytingu á deiliskipulagi við Skrúð í Dýrafirði skv. 2 mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Sigurður J. Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Deiliskipulag - Rauðsstaðir - 2017040056

Á 476. fundi sínum, 26. apríl sl., lagði skipulags- og mannvirkjanefnd til við bæjarstjórn að heimila Vegagerðinni að hefja deiliskipulagsvinnu vegna vinnubúða í landi Rauðsstaða í Arnarfirði. Fyrirhuguð breyting lítur að breyttu fyrirkomulagi vinnubúða vegna ábendinga landeiganda og óska verktaka.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, og Sigurður J. Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Ósk um deiliskipulagsbreytingu og hugsanlega Aðalskipulagsbreytingu við afrennslissvæði Mjólkárvirkjana - 2016080019

Á 476. fundi sínum. 26. apríl sl., lagði skipulags- og mannvirkjanefnd til við bæjarstjórn að tillaga að aðalskipulagsbreytingu við Mjólká verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga 123/2010 og tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Mjólká verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, og Sigurður J. Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Sætún 12, Suðureyri - Endurbætur - 2017030034

Á 475. fundi sínum, 12. apríl sl., lagði skipulags- og mannvirkjanefnd til við bæjarstjórn að heimila óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2 mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010, vegna stækkunar á byggingareit Sætúns 12, Suðureyri.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, og Sigurður J. Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Umsókn um framkvæmdaleyfi - Orkubú Vestfjarða - 2017030108

Á 475. fundi sínum, 12. apríl sl., lagði skipulags- og mannvirkjanefnd til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis vegna lagningar 11 kW jarðstrengs Orkubús Vestfjarða , frá Skeiði, Þingeyri að væntanlegum gangamunna Dýrafjarðarganga, á grundvelli þeirra gagna sem fyrir liggja skv. 13.gr. skipulagslaga 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Kristján Andri Guðjónsson, Sigurður J. Hreinsson og Daníel Jakobsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

8.Suðurtangi 14 og 16 - Umsókn um lóðir - 2017040012

Á 475. fundi sínum, 12. apríl sl., lagði skipulags- og mannvirkjanefnd til við bæjarstjórn að lóðum við Suðurtanga 14 og 16 verði úthlutað í samræmi við gr. 3.8 í lóðaúthlutunarreglum Ísafjarðarbæjar. Suðurtangi 16 verður ekki klár til notkunar fyrr en að uppfyllingu og hafnarframkvæmdum á svæðinu er lokið.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

9.Niðurfelling gatnagerðargjalda vegna byggingar íbúðarhúsnæðis - 2017050003

Marzellíus Sveinbjörnsson, oddviti framsóknarmanna, leggur fram eftirfarandi tillögu:

Bæjarstjórn samþykkir að fella gatnagerðargjöld af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga niður á lóðum við þegar tilbúnar götur í sveitarfélaginu. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Ákvæðið tekur gildi eftir samþykkt þess í bæjarstjórn og varir til 31. desember 2017. Ákvæðið er ekki afturvirkt og miðað er við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Marzellíus Sveinbjörnsson, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson.

Hlé var gert á fundinum kl. 17:53. Fundi haldið áfram kl. 18:10.

Eftir umræður í fundarhléi voru allar breytingartillögur dregnar til baka. Forseti leggur til að bæjarstjórn vísi tillögunni til frekari útfærslu í bæjarráði og leggi svo fyrir að nýju í bæjarstjórn.

Forseti ber breytingartillögu forseta bæjarstjórnar upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

10.Grænu skrefin í mínu sveitafélagið - 2017030061

Á 972. fundi sínum, 24. apríl sl., lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkt verði að Ísafjarðarbær vinni eftir Grænu skrefunum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

11.Byggðasamlag Vestfjarða - þjónustusamningur og samstarfssamningur 2016 - 2016100073

Lagt fram minnisblað Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 2. maí sl., með tillögu að breyttu skipulagi og framkvæmd þjónustu við fatlað fólk á Vestfjörðum.

Tillaga bæjarstjóra er svohljóðandi:
"Í framhaldi af umfjöllun í bæjarráði og í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað bæjarstjóra er lagt til að Ísafjarðarbær segi sig úr Byggðasamlagi Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks (BsVest) á ársfundi byggðasamlagsins 2017 og geri jafnframt eftirfarandi tillögu til ársfundarins og aðildarsveitarfélaga BsVest vegna málefna fatlaðs fólks á Vestfjörðum.
Sveitarfélög á Vestfjörðum geri með sér nýjan samning um sameiginlegt þjónustusvæði á Vestfjörðum vegna þjónustu við fatlað fólk. Samningurinn kveði á um að Ísafjarðarbær taki við ábyrgð á þjónustu við fatlað fólk á Vestfjörðum. Ísafjarðarbær verði þannig leiðandi sveitarfélag á Vestfjörðum með sama hætti og sveitarfélagið Skagafjörður er leiðandi fyrir þjónustusvæðið á Norðurlandi vestra. Stjórn og framkvæmd samningsins verði í höndum bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. Fjárhagsleg ábyrgð á rekstri málaflokks fatlaðs fólks verði sameiginleg með þátttökusveitarfélögunum, líkt og nú er hjá BsVest. Verkefnahópur BsVest haldi óbreyttu hlutverki, þ.e. verði ráðgefandi um fjárhagsáætlanir, rekstrarupplýsingar, þjónustustig innan svæðis, stöðugildaþörf og starfsáætlanir starfsstöðva. Þjónustusamningar sveitarfélaganna, sem nú eru við BsVest, verði við Ísafjarðarbæ. Sveitarfélögin sinni eftir sem áður nærþjónustu, s.s. ráðgjöf, stuðningsfjölskyldum og frekari liðveislu en Ísafjarðarbær hafi alfarið á sínu sviði sólarhringsþjónustu, skammtímavistun og iðju/hæfingu."
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Daníel Jakobsson.

Hlé var gert á fundinum kl. 18:11. Fundi haldið áfram kl. 18:28.

Daníel Jakobsson leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:
"Bæjarstjórn Ísafjarðarbær felur bæjastjóra að leggja fram tillögu á næsta ársfundi Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks (BsVest) um að aðildarsveitarfélög í Byggðasamlagi Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks hefji sameiginlega vinnu við að skoða breytt fyrirkomulag á rekstri málaflokksins á þjónustusvæði BsVest og þá sérstaklega þann möguleika að Ísafjarðarbær verði leiðandi sveitarfélag, með svipuðum hætti og sveitarfélagið Skagafjörður er fyrir sjö sveitarfélög á Norðurlandi vestra. Markmið þessarar skoðunar væri að bæta nýtingu fjármuna og þjónustu við fatlað fólk á Vestfjörðum. Niðurstaða skoðunar liggi fyrir ekki síðar en fyrir árslok 2017."

Forseti ber breytingar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

12.Öldungaráð - ýmis mál - 2016120017

Tillaga frá 6. fundi öldungaráðs, 6. apríl sl.

Öldungaráð Ísafjarðarbæjar hvetur bæjarstjórn til þess að tryggja eldri borgurum aukna þjónustu t.d. með sérstökum fulltrúa sem sinni íþrótta- og tómstundamálum eldri borgara í Ísafjarðarbæ. Öldungaráð bendir á að tómstundafulltrúi Ísafjarðarbæjar sinni ungu fólki sérstaklega en þarfir eldri borgara séu jafn brýnar fyrir slíka þjónustu. Eldri borgurum fjölgar hratt og raunhæft að gera ráð fyrir að því fylgi aukin þjónusta og utanumhald til þess að tryggja að lýðheilsusjónarmið nái til allra íbúa Ísafjarðarbæjar.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti leggur til að málinu verði vísað til íþrótta- og tómstundanefndar til frekari úrvinnslu.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

13.Öldungaráð - ýmis mál - 2016120017

Tillaga frá 6. fundi öldungaráðs, 6. apríl sl.

Í ljósi fundar sem fulltrúar frá öldungaráði áttu með fulltrúum frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða leggur öldungaráð til við bæjarstjórn að gert verði ráð fyrir framlagi vegna fræðslumála við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Gunnhildur B. Elíasdóttir

Forseti leggur til að málinu verði vísað til fræðslunefndar til frekari úrvinnslu.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

14.Svæðisskipulag fyrir Vestfirði - 2017040046

Lagður fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, dagsettur 21. apríl sl., ásamt fylgiskjölum þar sem óskað er eftir því að Ísafjarðarbær taki þátt í svæðisskipulagsgerð fyrir Vestfirði og tilnefni tvo fulltrúa í starfshóp.
Á 972. fundi bæjarráðs, 24. apríl sl., var málinu vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson, Sigurður J. Hreinsson og Marzellíus Sveinbjörnsson.

Arna Lára Jónsdóttir leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:
"Bæjarstjórn samþykkir að fara í svæðisskipulagsgerð fyrir Vestfirði og felur bæjarráði að tilnefna tvo fulltrúa Ísafjarðarbæjar í starfshóp á næsta fundi sínum."

Forseti ber breytingartillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 7-1.
Kristín Hálfdánsdóttir situr hjá við atkvæðagreiðsluna.

15.Nefndarmenn 2014-2018 - 2014020030

Marzellíus Sveinbjörnsson, oddviti framsóknarmanna, leggur til að Sólveig Bessa Magnúsdóttir taki sæti Jóns Reynis Sigurðssonar, sem varaáheyrnarfulltrúi í umhverfis- og framkvæmdanefnd, þar sem Jón Reynir er fluttur úr sveitarfélaginu.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

16.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 137 - 1704006F

Fundargerð 137. fundar atvinnu - og menningarmálanefndar, sem haldinn var 10. apríl sl., fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 148 - 1704015F

Fundargerð 148. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum, sem haldinn var 27. apríl sl., fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Bæjarráð - 971 - 1704005F

Fundargerð 971. fundar bæjarráðs sem haldinn var 10. apríl sl., fundargerðin er í 14 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Bæjarráð - 972 - 1704014F

Fundargerð 972. fundar bæjarráðs sem haldinn var 24. apríl sl., fundargerðin er í 25 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

20.Hafnarstjórn - 190 - 1704001F

Fundargerð 190. fundar hafnarstjórnar, sem haldinn var 5. apríl sl., fundargerðin er í 8 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

21.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 475 - 1703025F

Fundargerð 475. fundar skipulags- og mannavirkjanefndar sem haldinn var 12. apríl sl., fundargerðin er í 9 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

22.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 476 - 1704009F

Fundargerð 476. fundar skipulags- og mannavirkjanefndar sem haldinn var 26. apríl sl., fundargerðin er í 9 liðum.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, og Sigurður J. Hreinsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

23.Starfshópur um framtíðarskipan komu skemmtiferðaskipa - 1 - 1704010F

Fundargerð 1. fundar starfshóps um framtíðarskipan komu skemmtiferðaskipa, sem haldinn var 19. apríl sl., fundargerðin er í 2 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

24.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 45 - 1703022F

Fundargerð 45. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 11. apríl sl., fundargerðin er í 7 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

25.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 46 - 1704011F

Fundargerð 46. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 25. apríl sl., fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

26.Öldungaráð - 6 - 1704003F

Fundargerð 6. fundar öldungaráðs, sem haldinn var 6. apríl sl., fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?