Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
397. fundur 06. apríl 2017 kl. 17:00 - 17:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Martha Kristín Pálmadóttir varaformaður
  • Erla Rún Sigurjónsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2016 - 2017030115

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, leggur fram ársreikning Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2016, til fyrri umræðu.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, og Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri.

Bæjarstjóri leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Lagt er til að neikvætt eigið fé þjónustumiðstöðvar vegna fyrri ára, kr. 90.594.222,- verði leiðrétt og fært til lækkunar á skuldum við aðalsjóð. Jafnframt er lagt til að rekstrarframlag ársins 2016 til þjónustumiðstöðvar verði kr. 26.258.757,- og komi til lækkunar á skuld við aðalsjóð.

Lagt er til að neikvætt eigið fé þjónustuíbúða Hlífar vegna fyrri ára, kr. 70.545.169,- verði leiðrétt og fært til lækkunar á skuldum við aðalsjóð. Jafnframt er lagt til að rekstrarframlag ársins 2016 til þjónustuíbúða Hlífar verði kr. 24.457.991,-. Við þetta verði eigið fé þjónustuíbúða Hlífar kr. 0,- í árslok 2016.

Lagt er til að framlag Ísafjarðarbæjar til Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. vegna ársins 2016 verði að fjárhæð kr. 27.202.977,-, sem nemur halla Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. á árinu 2016."

Ársreikningi Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja árið 2016 er vísað til annarrar umræðu.

Tillagan samþykkt 9-0.

Forseti vísar ársreikningnum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2017 - 2017010064

Á 970. fundi bæjarráðs vísaði bæjarráð viðauka 5 við fjárhagsáætlun 2017 til bæjarstjórnar. Viðaukinn varðar vinabæjarheimsókn grunnskólanema í Ísafjarðarbæ til Kaufering, kostnaður kr. 1.200.000,- og styrks til Vestfjarðarvíkingsins 2017, að fjárhæð kr. 200.000,-. Áætlaður ófyrirséður kostnaður lækkar sem því nemur og verður kr. 18.600.000,-. Nettó áhrif viðaukans í rekstur samstæðu Ísafjarðarbæjar eru kr. 0.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Framtíðarskipulag skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar - 2017030089

Á 176. fundi íþrótta- og tómstundanefndar voru kynntar hugmyndir Hlyns Kristinssonar, forstöðumanns skíðasvæðisins, að breytingum á skíðasvæði Ísafjarðarbæjar. Íþrótta- og tómstundanefnd tók vel í hugmyndirnar og lagði til við bæjarstjórn að skipuð yrði nefnd til að skoða framtíð svæðisins og fá utanðakomandi sérfræðing til að koma að þeirri vinnu.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson, Sigurður J. Hreinsson, og Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri

Arna Lára Jónsdóttir leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:
"Bæjarstjórn samþykkir að fela tæknideild Ísafjarðarbæjar að láta vinna úttekt á möguleikum þess að byggja upp skíðaaðstöðu við Hauganes við rætur Miðfells með það að markmiði sameina skíðasvæðin tvö og auka rekstaröryggi alpasvæðisins."

Forseti ber breytingartillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Æðartangi 16-18-20 - Umsókn um lóðir - 2017030060

Á 474. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar lagði nefndin til við bæjarstjórn að Vestfirskir Verktakar fengju lóðir við Æðartanga 16-18-20 Ísafirði skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, og Sigurður J. Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Deiliskipulag - Naustahvilft - 2016100047

Á 474. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar lagði nefndin til við bæjarstjórn að heimila opinbera kynningu á skipulagslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 og nýtt deiliskipulag fyrir Naustahvilft, skv. skipulagslögum 123/2010.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Sigurður J. Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Bæjarráð - 969 - 1703020F

Fundargerð 969. fundar bæjarráðs sem haldinn var 27. mars sl., fundargerðin er í 15 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Bæjarráð - 970 - 1703027F

Fundargerð 970. fundar bæjarráðs sem haldinn var 3. apríl sl., fundargerðin er í 14 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fjallskilanefnd - 9 - 1703023F

Fundargerð 9. fundar fjallskilanefndar sem haldinn var 29. mars sl., fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fræðslunefnd - 378 - 1703015F

Fundargerð 378. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 30. mars sl., fundargerðin er í 7 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Íþrótta- og tómstundanefnd - 176 - 1703017F

Fundargerð 176. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 29. mars sl., fundargerðin er í 7 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 474 - 1703013F

Fundargerð 474. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 22. mars sl., fundargerðin er í 8 liðum.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Kristján Andri Guðjónsson og Sigurður J. Hreinsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 44 - 1703009F

Fundargerð 44. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 21. mars sl., fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?