Bæjarstjórn

397. fundur 06. apríl 2017 kl. 17:00 - 17:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti
 • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
 • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
 • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
 • Daníel Jakobsson aðalmaður
 • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
 • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
 • Martha Kristín Pálmadóttir varaformaður
 • Erla Rún Sigurjónsdóttir varamaður
Starfsmenn
 • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
 • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2016 - 2017030115

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, leggur fram ársreikning Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2016, til fyrri umræðu.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, og Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri.

Bæjarstjóri leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Lagt er til að neikvætt eigið fé þjónustumiðstöðvar vegna fyrri ára, kr. 90.594.222,- verði leiðrétt og fært til lækkunar á skuldum við aðalsjóð. Jafnframt er lagt til að rekstrarframlag ársins 2016 til þjónustumiðstöðvar verði kr. 26.258.757,- og komi til lækkunar á skuld við aðalsjóð.

Lagt er til að neikvætt eigið fé þjónustuíbúða Hlífar vegna fyrri ára, kr. 70.545.169,- verði leiðrétt og fært til lækkunar á skuldum við aðalsjóð. Jafnframt er lagt til að rekstrarframlag ársins 2016 til þjónustuíbúða Hlífar verði kr. 24.457.991,-. Við þetta verði eigið fé þjónustuíbúða Hlífar kr. 0,- í árslok 2016.

Lagt er til að framlag Ísafjarðarbæjar til Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. vegna ársins 2016 verði að fjárhæð kr. 27.202.977,-, sem nemur halla Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. á árinu 2016."

Ársreikningi Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja árið 2016 er vísað til annarrar umræðu.

Tillagan samþykkt 9-0.

Forseti vísar ársreikningnum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2017 - 2017010064

Á 970. fundi bæjarráðs vísaði bæjarráð viðauka 5 við fjárhagsáætlun 2017 til bæjarstjórnar. Viðaukinn varðar vinabæjarheimsókn grunnskólanema í Ísafjarðarbæ til Kaufering, kostnaður kr. 1.200.000,- og styrks til Vestfjarðarvíkingsins 2017, að fjárhæð kr. 200.000,-. Áætlaður ófyrirséður kostnaður lækkar sem því nemur og verður kr. 18.600.000,-. Nettó áhrif viðaukans í rekstur samstæðu Ísafjarðarbæjar eru kr. 0.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Framtíðarskipulag skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar - 2017030089

Á 176. fundi íþrótta- og tómstundanefndar voru kynntar hugmyndir Hlyns Kristinssonar, forstöðumanns skíðasvæðisins, að breytingum á skíðasvæði Ísafjarðarbæjar. Íþrótta- og tómstundanefnd tók vel í hugmyndirnar og lagði til við bæjarstjórn að skipuð yrði nefnd til að skoða framtíð svæðisins og fá utanðakomandi sérfræðing til að koma að þeirri vinnu.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson, Sigurður J. Hreinsson, og Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri

Arna Lára Jónsdóttir leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:
"Bæjarstjórn samþykkir að fela tæknideild Ísafjarðarbæjar að láta vinna úttekt á möguleikum þess að byggja upp skíðaaðstöðu við Hauganes við rætur Miðfells með það að markmiði sameina skíðasvæðin tvö og auka rekstaröryggi alpasvæðisins."

Forseti ber breytingartillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Æðartangi 16-18-20 - Umsókn um lóðir - 2017030060

Á 474. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar lagði nefndin til við bæjarstjórn að Vestfirskir Verktakar fengju lóðir við Æðartanga 16-18-20 Ísafirði skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, og Sigurður J. Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Deiliskipulag - Naustahvilft - 2016100047

Á 474. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar lagði nefndin til við bæjarstjórn að heimila opinbera kynningu á skipulagslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 og nýtt deiliskipulag fyrir Naustahvilft, skv. skipulagslögum 123/2010.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Sigurður J. Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Bæjarráð - 969 - 1703020F

Fundargerð 969. fundar bæjarráðs sem haldinn var 27. mars sl., fundargerðin er í 15 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Bæjarráð - 970 - 1703027F

Fundargerð 970. fundar bæjarráðs sem haldinn var 3. apríl sl., fundargerðin er í 14 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fjallskilanefnd - 9 - 1703023F

Fundargerð 9. fundar fjallskilanefndar sem haldinn var 29. mars sl., fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fræðslunefnd - 378 - 1703015F

Fundargerð 378. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 30. mars sl., fundargerðin er í 7 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Íþrótta- og tómstundanefnd - 176 - 1703017F

Fundargerð 176. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 29. mars sl., fundargerðin er í 7 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 474 - 1703013F

Fundargerð 474. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 22. mars sl., fundargerðin er í 8 liðum.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Kristján Andri Guðjónsson og Sigurður J. Hreinsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 44 - 1703009F

Fundargerð 44. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 21. mars sl., fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?