Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
391. fundur 15. desember 2016 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Dagskrá
Samþykkt var að taka inn með afbrigðum tillögu bæjarstjóra vegna frumvarps um breytingu á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.

1.3X óskar eftir óverulegri aðalskipulagsbreytingu - 2016120008

Tillaga 467. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar um að heimila að gerð verði óveruleg breyting á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, skv. umsókn 3X Technology dags. 05.12.2016. Breytingin felst m.a. í því að miðsvæði M4 sé stækkað þannig að það nái yfir Sindragötu 5-7.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, og Sigurður Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

2.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2016/2017 - 2016090018

Lögð er fram tillaga bæjarstjóra að sérreglum um byggðakvóta í Ísafjarðarbæ fiskveiðiárið 2016/2017.
Tillaga bæjarstjóra er svohljóðandi:
„Ákvæði reglugerðar nr. 641 frá 8. júlí 2016 gilda um úthlutun byggðakvóta Ísafjarðar, Hnífsdals, Þingeyrar, Flateyrar og Suðureyrar með eftirfarandi viðauka/breytingum:
a) Ákvæði a-liðar 1. gr. breytist og verður: Hafa leyfi til veiða í atvinnuskyni, sbr. 4. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, eða frístundaveiðileyfi skv. 2. tl. 4. mgr. 6. gr. sömu laga, við lok umsóknarfrests.
b) Ákvæði c-liðar 1. gr. breytist og verður: Eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila með heimilisfang í sveitarfélaginu 1. júlí 2016.
c) Ákvæði 1. málsl. 1. og 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess afla-marks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal fyrst úthluta bátum með frístundaleyfi sbr a-lið, 1 þorskígildistonni á bát, 30% af því sem eftir stendur skal skipt jafnt milli annarra skipa, þó ekki meira, í þorskígildum talið, en viðkomandi bátur landaði á fiskveiðiárinu 2015/2016, afganginum skal skipt hlutfallslega, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, sem landað var innan byggðalagsins á tímabilinu 1. september 2015 til 31. ágúst 2016.
Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélaginu af bátum sem ekki eru skráðir innan sveitarfélagsins, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.
d) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla, sem telja á til byggðakvóta Ísafjarðar til vinnslu innan sveitarfélagsins, á tímabilinu frá 1. september 2015 til 31. ágúst 2016."

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Kristján Andri Guðjónsson, Jónas Þór Birgisson, Daníel Jakobsson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Arna Lára Jónsdóttir og Gunnhildur Elíasdóttir.

Kristján Andri Guðjónsson lagði fram eftirfarandi tillögu f.h. Í-listans:
"Að jöfn skipting byggðakvóta verði hækkuð úr 30% í 40%, þannig að c-liður tillögu bæjarstjóra breytist og verði svohljóðandi:
"Ákvæði 1. málsl. 1. og 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal fyrst úthluta bátum með frístundaleyfi sbr. a-lið, 1 þorskígildistonni á bát, 40% af því sem eftir stendur skal skipt jafnt milli annarra skipa, þó ekki meira, í þorskígildum talið, en viðkomandi bátur landaði á fiskveiðiárinu 2015/2016, afganginum skal skipt hlutfallslega, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, sem landað var innan byggðalagsins á tímabilinu 1. september 2015 til 31. ágúst 2016.
Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélaginu af bátum sem ekki eru skráðir innan sveitarfélagsins, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr."

Forseti ber breytingartillögu Í-listans upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 6-0. 3 sátu hjá.

Forseti ber tillöguna, með áorðnum breytingum, upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

3.Áskorun vegna Dýrafjarðarganga - 2012060001

Bæjarráð vísaði eftirfarandi bókun frá 956. fundi sínum, vegna Dýrafjarðargangna, til bæjarstjórnar:
"Bæjarráð Ísafjarðarbæjar krefst þess að staðið verði við gefin fyrirheit um Dýrafjarðargöng og að framlag til þeirra verði tryggt á fjárlögum ársins 2017. Bæjarráð minnir á yfirlýsingu Innanríkisráðuneytisins frá því í apríl á þessu ári þar sem áréttað er að framkvæmdir eigi að hefjast um mitt ár 2017 og væru það gríðarleg svik ef það gengi ekki eftir. Vinnubrögð sem þessi eru ekki til þess fallin að auka traust til stjórnsýslunnar.
Einhugur hefur verið um framkvæmd Dýrafjarðarganga meðal Vestfirðinga, vestfirskra sveitarstjórnarmanna og þingmanna kjördæmisins. Það var því mikil léttir þegar göngin voru komin inn í gildandi samgönguáætlun og þegar yfirlýsing innanríkisráðuneytisins birtist í vor þegar efasemdaraddir fóru að heyrast um að staðið yrði við fyrirætlanir um göngin. Dýrafjarðargöng eru hluti af nýsamþykktri ríkisfjármálaályktun og þar er skylda framkvæmdavaldsins að láta samþykktir þingsins hafa forgang þegar verkefni eru sett inn í fjárlagafrumvarp."

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Jónas Þór Birgisson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Kristján Andri Guðjónsson og Gunnhildur Elíasdóttir.

Forseti ber ályktunina upp til atkvæða.
Ályktun samþykkt 9-0.

4.Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047

Tillaga bæjarstjóra að fjögurra ára fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, fimm ára framkvæmdaáætlun og gjaldskrá um íþrótta- og tómstundamannvirki, þar sem lagt er til að börn fái frítt í sund í sveitarfélaginu, lögð fram til síðari umræðu.
Til máls tóku um gjaldskrá íþrótta- og tómstundamannvirkja: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Marzellíus Sveinbjörnsson.

Forseti ber gjaldskrá um íþrótta- og tómstundamannvirki upp til atkvæðagreiðslu.
Gjaldskráin samþykkt 8-0. 1 sat hjá.

Til máls tóku um fjögurra ára fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar og fimm ára framkvæmdaáætlun: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Gísli Halldór Halldórsson, Daníel Jakobsson, Arna Lára Jónsdóttir og Kristján Andri Guðjónsson.

Forseti ber fjögurra ára áætlun 2017-2020 upp til atkvæða.
Fjögurra ára áætlun samþykkt 9-0.

Forseti ber fimm ára fjárfestingaáætlun 2017-2021 upp til atkvæða.
Fimm ára áætlun samþykkt 9-0.

5.Bæjarráð - 955 - 1612002F

Fundargerð 955. fundar bæjarráðs sem haldinn var 5. desember sl., fundargerðin er í 7 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Bæjarráð - 956 - 1612008F

Fundargerð 956. bæjarráðs sem haldinn var 12. desember sl., fundargerðin er í 12 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Kristín Hálfdánsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Í ljósi þess að á þessum fundi bæjarstjórnar eru umræður um kaup og kjör bæjarfulltrúa og nefndarmanna, óska ég hér með eftir að á næsta bæjarráðsfundi verði gerð skriflega grein fyrir launakjörum bæjarstjóra og meðallaunum sviðsstjóra eins og þau eru í dag. Jafnframt verði gerð grein fyrir því hvernig kaup og kjör allra ofangreindra aðila hafa þróast frá upphafi þessa kjörtímabils og til dagsins í dag."

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Hafnarstjórn - 188 - 1611024F

Fundargerð 188. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 30. nóvember sl., fundargerðin er í 5 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 467 - 1611014F

Fundargerð 467. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 7. desember sl., fundargerðin er í 5 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Öldungaráð - 4 - 1612005F

Fundargerð 4. fundar öldungaráðs sem haldinn var 7. desember sl., fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Frumv. til laga um br. á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins - 2016020019

Bæjarstjóri leggur fram eftirfarandi tillögu að ályktun:
"Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og leggur ríka áherslu á að það verði að lögum fyrir áramót."
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Forseti ber ályktunina upp til atkvæða.
Ályktun samþykkt 9-0.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?