Bæjarstjórn

386. fundur 06. október 2016 kl. 17:00 - 18:07 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
 • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
 • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
 • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
 • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
 • Gunnhildur Björk Elíasdóttir aðalmaður
 • Sif Huld Albertsdóttir varamaður
 • Martha Kristín Pálmadóttir varamaður
 • Gunnar Jónsson varamaður
Starfsmenn
 • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
 • Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Dagskrá
Fjarverandi aðalfulltrúar eru Kristín Hálfdánsdóttir, í hennar stað Sif Huld Albertsdóttir, Daníel Jakobsson, í hans stað, Martha Kristín Pálmadóttir, Nanný Arna Guðmundsdóttir, í hennar stað, Gunnar Jónsson

1.Mávagarður A - Umsókn um lóð - 2016090054

Á 462. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar lagði nefndin til við bæjarstjórn úthlutun á lóð A við Mávagarð, til Vestfirskra Verktaka ehf.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Sigurður Jón Hreinsson, Marzellíus Sveinbjörnsson og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0

Bæjarstjórn samþykkir erindið og bendir á skilmála í deiliskipulagi vegna úthlutunar á lóð A. „Lóð A skal taka mið af nálægð hennar við íbúðabyggð. Starfsemi á lóð A skal hagað þannig að hún valdi sem minnstu ónæði fyrir aðliggjandi byggð. Vinnusvæði lóðarinnar skulu ekki vísa að íbúðabyggð og huga skal sérstaklega að ásýnd lóðarinnar næst Sundstræti. Mikilvægt er að starfsemi á lóð B og C taki einnig mið af nálægð þeirra við byggðina.“

2.Smárateigur 2 - Umsókn um lóð - 2016090056

Á 462. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar lagði nefndin til við bæjarstjórn úthlutun á lóð við Smárateig 2 með fyrirvara um samþykki frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Sigurður Jón Hreinsson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Jónas Þór Birgisson og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti leggur til að málinu verði frestað.

Tillaga forseta felld 4-3.

Forseti ber tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0.

3.Núpsskóli - uppskipting lóðar - 2016040064

461. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar lagði til við bæjarstjórn að lóðir 1, 2, 3, 4 og 5 yrðu stofnaðar upp úr landi Núpsskóla í Dýrafirði með landnúmerið 140979 samkvæmt uppdrætti Plan 21 ehf.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti og Sigurður Jón Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Kaup Landsbankans á eigin hlutum - 2016090052

945. fundur bæjarráðs lagði til við bæjarstjórn að Ísafjarðarbær selji hluti sína í Landsbankanum hf. og feli bæjarstjóra að ganga frá sölunni.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Starfshópur um framtíðarskipan komu skemmtiferðaskipa - 2016090040

Tillaga Daníels Jakobssonar, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Marzellíusar Sveinbjörnssonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins og Kristjáns Andra Guðjónssonar, bæjarfulltrúa Í-listans, um að stofnaður verði starfshópur um framtíðarskipan skemmtiferðaskipakoma.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Gunnar Jónsson, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, og Arna Lára Jónsdóttir

Arna Lára Jónsdóttir, leggur fram eftirfarandi viðbót við tillöguna:
„Starfshópurinn skal vera skipaður þremur kjörnum fulltrúum, einum fulltrúa frá Ferðamálasamtökum Vestfjarða og einum fulltrúa frá starfshópi um skipulag iðnaðarsvæðis á Sundabakka. Með starfshópnum skulu starfa hafnarstjóri og sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs.“

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.6. viðauki við fjárhagsáætlun 2016 - 2016010036

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.7. viðauki við fjárhagsáætlun 2016 - 2016010036

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að 7. viðauki sé samþykktur.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

8.8. viðauki við fjárhagsáætlun 2016 - 2016010036

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að 8. viðauki sé samþykktur.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

9.9. viðauki við fjárhagsáætlun 2016 - 2016010036

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að 9. viðauki sé samþykktur.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

10.10. viðauki við fjárhagsáætlun 2016 - 2016010036

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að 10. viðauki sé samþykktur.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

11.Breytingar á íþrótta- og tómstundanefnd - 2014020030

Tillaga Í-listans um breytingu á íþrótta- og tómstundanefnd.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

12.Bæjarráð - 944 - 1609013F

Fundargerð 944. fundar bæjarráðs sem haldinn var 19. september sl., fundargerðin er í 7 liðum.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

13.Bæjarráð - 945 - 1609019F

Fundargerð 945. fundar bæjarráðs sem haldinn var 26. september sl., fundargerðin er í 18 liðum.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Sigurður Jón Hreinsson og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Bæjarráð - 946 - 1609024F

Fundargerð 946. fundar bæjarráðs sem haldinn var 4. október sl., fundargerðin er í 5 liðum.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 146 - 1609009F

Fundargerð 146. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var 20. september sl., fundargerðin er í 2 liðum.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Félagsmálanefnd - 411 - 1609014F

Fundargerð 411. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 20. september sl., fundargerðin er í 7 liðum.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 462 - 1609015F

Fundargerð 462. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 21. september sl., fundargerðin er í 7 liðum.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Sigurður Jón Hreinsson og Marzellíus Sveinbjörnsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:07.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?