Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
380. fundur 12. maí 2016 kl. 17:00 - 18:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Martha Kristín Pálmadóttir varamaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2015 - 2016030064

Ársreikningi Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2015 var á 379. fundi bæjarstjórnar vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Kristín Hálfdánsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson, Jónas Þór Birgisson, Arna Lára Jónsdóttir og Marzellíus Sveinbjörnsson.

Að loknum umræðum um ársreikning bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og sjóða fyrir árið 2015, lagði Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, til að ársreikningur 2015 yrði samþykktur með þeim breytingum sem gerðar voru milli umræðna og þeirri breytingu að getið verði kröfu Ísafjarðarbæjar á hendur Byggðasamlags Vestfjarða í skýringum.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Deiliskipulag fyrir Suðureyrarmalir, Suðureyri - 2016010045

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Suðureyrarmalir, Suðureyri, uppdráttur ásamt greinargerð. Deiliskipulagið var auglýst, skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá og með 10. mars 2016 til og með 22. apríl 2016. Ein athugasemd barst frá lóðarhafa Freyjugötu 6, sem mótmælir að lóðir hafi verið skipulagðar inn á þinglýsta lóð sem hann hefur á leigu hjá Ísafjarðarbæ.

455. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt að teknu tilliti til innsendrar athugasemdar og lóðir fyrir fiskihjalla sem ná inn á lóð Freyjugötu 6 verði felldar niður.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Sandar Dýrafirði, Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2016040054

Orkubú Vestfjarða sækir um framkvæmdaleyfi fyrir plægingu jarðstrengs á Söndum í Dýrafirði. Jafnframt er sótt um heimild landeiganda, Ísafjarðarbæjar, til að plægja strenginn í jörðu.

455. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi og leyfi landeiganda til að plægja strenginn í jörðu verði veitt. Hafa skal samráð við Minjastofnun ríkisins.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Minjasjóður Önundarfjarðar 2015-2016 - 2015030037

Lagt er fram minnisblað Gísla H. Halldórssonar bæjarstjóra varðandi kosningu stjórnarmanna í Minjasjóði Önundarfjarðar.

929. fundur bæjarráðs gerir að tillögu sinni að bæjarstjórn kjósi Gísla H. Halldórsson bæjarstjóra og Þórdísi Sif Sigurðardóttur bæjarritara sem fulltrúa Ísafjarðarbæjar í stjórn sjóðsins.

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti,

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Hámarkshraði í Pollgötu - 2014110033

Tillaga Mörthu Kristínar Pálmadóttur, varabæjarfulltrúa sjálfstæðisflokksins, Kristjáns Andra Guðjónssonar, bæjarfulltrúa Í-listans og Marzellíusar Sveinbjörnssonar, bæjarfulltrúa framsóknarflokksins, um að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar óski eftir því við Lögreglustjórann á Vestfjörðum að hámarkshraði á Pollgötu verði hækkaður í 40 km á klst.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Marzellíus Sveinbjörnsson, Kristján Andri Guðjónsson, Jónas Þór Birgisson, Arna Lára Jónsdóttir, Kristín Hálfdánsdóttir og Gunnhildur B. Elíasdóttir.

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Í-listans leggur fram eftirfarandi bókun:
"Hámarkshraðinn í Pollgötu var lækkaður í samræmi við umferðaröryggisáætlun bæjarins sem samþykkt var árið 2013. Á Pollgötu er staðsett strætóstoppistöð með jafnan fullt af börnum á ákveðnum tímapunktum og eykur það hættu á slysum með því að hækka hámarkshraðann.
Pollurinn hefur sérstaklega mikið afdráttarafl fyrir ferðamenn og börn sem við setjum í aukna hættu með því að hækka hámarkshraðann. Einnig verður umhverfið óvistlegra í takti við aukna hávaðamengun. Á má það benda að ef hámarkshraðinn verður hækkaður upp í 40 km/klst má gera ráð fyrir því að ökumenn freistist til þess að keyra á 50 km/klst.
Pollgatan er rúmlega 500 metra löng og ætla má að 10 sekúndur sparist í hverri ferð með því að hækka hámarkshraðann. Ég mæli því frekar með að ökumenn njóti þess útsýnis sem Pollgatan hefur upp á að bjóða og verði vakandi fyrir gangandi vegfarendum og hjólreiðafólki."

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 7-1. Einn situr hjá.

6.Umsókn Ögur ehf. um rekstrarleyfi til sölu veitinga að Aðalstræti 20, Ísafirði - 2016010026

Bæjarstjóri leggur til við bæjarstjórn að Ísafjarðarbær geri ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfis til sölu veitinga að Aðalstræti 20, Ísafirði, sbr. umsókn Ögurs ehf.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Bæjarráð - 928 - 1604027F

Fundargerð 928. fundar bæjarráðs sem haldinn var 2. maí sl., fundargerðin er í 18 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

8.Bæjarráð - 929 - 1605004F

Fundargerð 929. fundar bæjarráðs sem haldinn var 9. maí sl., fundargerðin er í 10 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

9.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 132 - 1604013F

Fundargerð 132. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem haldinn var 26. apríl sl., fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

10.Fræðslunefnd - 367 - 1604015F

Fundargerð 367. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 28. apríl sl., fundargerðin er í 7 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

11.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 455 - 1604012F

Fundargerð 455. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 27. apríl sl., fundargerðin er í 13 liðum.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Marzellíus Sveinbjörnsson og Sigurður Jón Hreinsson.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

12.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 26 - 1603018F

Fundargerð 26. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 26. apríl sl., fundargerðin er í 8 liðum.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Gunnhildur B. Elíasdóttir, Kristín Hálfdánsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Marzellíus Sveinbjörnsson.

Bæjarfulltrúar leggja saman fram eftirfarandi bókun:
"Bæjarstjórn hvetur starfsmenn stofnana bæjarins, fyrirtæki og bæjarbúa almennt til að taka þátt í grænni viku dagana 21.-29. maí nk. og taka þannig þátt í því að gera bæinn okkar hreinni og fegurri."

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?