Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
375. fundur 18. febrúar 2016 kl. 17:00 - 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Erla Rún Sigurjónsdóttir varamaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Martha Kristín Pálmadóttir varamaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Gjaldskrá fjölskyldusviðs - 2015030048

Tillaga bæjarráðs að beiðni um breytingu á gjaldskrá fjölskyldusviðs Ísafjarðarbæjar verði samþykkt. Breytingin snýr að útseldri vinnu starfsmanna í barnaverndarvinnu, þar sem leiðrétt er að hækkun í gjaldskrá 2016 verði 4,3% frá árinu 2015 í stað 3,2%.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

2.Reglur um afslætti af fasteignagjöldum. - 2016010015

Tillaga bæjarráðs um að breytingar á reglum um afslætti af fasteignagjöldum verði samþykktar.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir og Þórdís Sif Sigurðardóttir, staðgengill bæjarstjóra.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

3.Deiliskipulag fyrir Suðureyrarmalir, Suðureyri - 2016010045

Tillaga skipulags- og mannvirkjanefndar að deiliskipulagi fyrir Suðureyrarmalir, Suðureyri, uppdráttur ásamt greinargerð. Deiliskipulagið var auglýst í B-deild Stjórnartíðinda 23. október 2012 en reyndist ógilt vegna formgalla. Uppdráttur og greinargerð dags. í janúar 2016.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi deiliskipulagstillaga verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Jónas Þór Birgisson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

4.Breyting á deiliskipulagi neðan Aðalgötu, Suðureyri. - 2016010062

Tillaga skipulags- og mannvirkjanefndar að breytingu á deiliskipulagi neðan Aðalgötu, Suðureyri. Deiliskipulagið var auglýst í B-deild Stjórnartíðinda 23. október 2012 en reyndist ógilt vegna formgalla. Uppdráttur og greinargerð dags. í janúar 2016, þar sem búið er að fella inn breytingu sem gerð var á deiliskipulaginu varðandi vigtarskúr á hafnarsvæði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

5.Kaldárvirkjun - aðalskipulagsbreyting - 2015110046

Tillaga skipulags- og mannvirkjanefndar að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, Kaldárvirkjun, frá AB -Fasteignir ehf. Tillagan er unnin af teiknistofunni EIK ehf. dags. 5. nóvember 2015. Lýsing á breytingunni var auglýst frá 7. til 28. janúar 2016 þar sem gefinn var kostur á að koma með ábendingar varðandi aðalskipulagsbreytinguna, jafnframt var lýsingin send umsagnaraðilum. Niðurstaða Skipulagsstofnunar um að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum liggur þegar fyrir.

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

6.Þverárvirkjun - aðalskipulagsbreyting - 2015110045

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, Þverárvirkjun, frá AB -Fasteignir ehf. Tillagan er unnin af teiknistofunni EIK ehf. dags. 5. nóvember 2015. Lýsing á breytingunni var auglýst frá 7. til 28. janúar 2016 þar sem gefinn var kostur á að koma með ábendingar varðandi aðalskipulagsbreytinguna, jafnframt var lýsingin send umsagnaraðilum. Niðurstaða Skipulagsstofnunar um að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum liggur þegar fyrir.

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

7.Reglur Ísafjarðarbæjar um þjónustuíbúðir á Hlíf og Tjörn. - 2016010028

Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar samþykkti nýjar reglur um þjónustuíbúðir aldraðra í Ísafjarðarbæ og vísaði þeim til samþykktar bæjarstjórnar.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

8.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016 - 2016010027

Lögð er fram tillaga til þingsályktunar um embætti umboðsmanns aldraðra, 14. mál.

Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar fagnar tillögunni.

Á 918. fundi bæjarráðs tók bæjarráð undir með félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar og fagnaði tillögunni til þingsályktunar.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti og Gunnhildur Elíasdóttir.

Lagt fram til kynningar.

9.Tillaga vegna Hvalárvirkjunar og hringtengingar raforku um Djúp - 2015030065

Tillaga bæjarfulltrúa að ályktun vegna Hvalárvirkjunar og hringtengingar raforku um Djúp:

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skorar á Landsnet, ríkisstjórn Íslands, Alþingi og Orkustofnun að vinna sem fyrst tímasetta áætlun sem tryggt getur nýtingu orkuauðlinda á Vestfjörðum samhliða því að styrkja markvisst flutningskerfi raforku til og um Vestfirði.
Mikilvægt er að nýr afhendingarstaður raforku verði skilgreindur innarlega við Ísafjarðardjúp, sem tengipunktur fyrir nýjar virkjanir á Ströndum og við Ísafjarðardjúp. Sá tengipunktur verður fyrirsjáanlega hornsteinninn í uppbyggingu raforkukerfis Vestfjarða og verður ákvörðun um þá staðsetningu að liggja fyrir á næstu vikum, til að tefja ekki frekar áframhald undirbúnings virkjanaframkvæmda í Hvalá.
Ennfremur ítrekar bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þá kröfu sína að þessar framkvæmdir verði nýttar til að bæta raforkuöryggi og færa raforkukerfi Vestfjarða til nútímans með hringtengingu um Vestfirði. Háspennulína sem tengir Ísafjörð, Súðavík og Hólmavík í gegnum nýjan afhendingarstað raforku við Djúp mun stórbæta afhendingaröryggi raforku á öllum Vestfjörðum, tryggja bestu möguleika Landsnets á að standa við sína afhendingarskyldu og uppfylla markmið íslenskra stjórnvalda um að samfélög á Íslandi standi jafnfætis í þessum efnum.

Greinargerð:

Raforkukerfið á Vestfjörðum hefur frá upphafi verið eftirá í samanburði við aðra landshluta og með vaxandi þunga dragbítur á eðlilega samfélagsþróun í fjórðungnum, enda eru raforkuöryggi, raforkugæði og möguleikar á aukinni raforkunotkun nokkrar af grundvallarforsendum fyrir uppbyggingu nútímasamfélaga. Fyrir nokkrum árum settu íslensk stjórnvöld sér markmið, um að samfélög á Íslandi standi jafnfætis í þessum efnum.
Til skoðunar hafa verið þrír virkjanakostir á svæðinu á milli Ófeigsfjarðar og Nauteyrar, samanlagt með framleiðslugetu yfir 500 GWh á ári og uppsettu afli upp á um 100 MW. Þar að auki eru hafnar athuganir á frekari nýtingu vatnsafls víðsvegar um Ísafjarðardjúp, samtals með uppsettu afli í kringum 35 MW. Í skjóli einokunar mun Landsnet standa í vegi fyrir hugsanlegum framkvæmdum og löngu tímabærri uppbyggingu á Vestfjörðum, með því að ætla að varpa nánast öllum kostnaði við lagningu raflínanna á virkjunaraðila.
Raforkulög mynda þann ramma sem löggjafarvaldið setur fyrirtækjum í raforkugeiranum. Í lögunum eru taldir upp þeir staðir sem skilgreindir eru sem tengipunktar. Af 56 skilgreindum tengipunktum eru um 30 staðsettir á suðvestursvæði landsins, 6 tengipunktar eru taldir upp á Vestfjörðum, allir víðsfjarri þeim virkjunarkostum sem eru nú til skoðunar. Óbreytt raforkulög munu því koma í veg fyrir frekari nýtingu vatnsfalla á Vestfjörðum og tryggja að Vestfirðingar búi áfram við mun lakari aðstæður en aðrir landsmenn hvað varðar möguleika til atvinnuuppbyggingar.
Hringtenging raforku um Ísafjarðardjúp og Hólmavík, með nýjum afhendingarstað í innanverðu Ísafjarðardjúpi má tryggja að það afl, sem Hvalárvirkjun og virkjanir við Ísafjarðardjúp koma til með að framleiða, verði einnig til hagsbóta fyrir samfélag og atvinnulíf á Vestfjörðum. Jafnframt mun sú skilgreining tryggja að tengigjald virkjana á svæðinu verði eðlilegt og hóflegt. Áðurnefnd hringtenging er eitt af þremur forgangsatriðum í áliti sem ráðgjafarhópur skipaður af iðnaðarráðherra 2009, skilaði af sér í febrúar 2013. Þá hefur ítrekað komið fram í athugunum Landsnets, að tenging stórrar virkjunar til Ísafjarðar, sé kerfislega langbesta lausnin, bætir spennugæði, eykur áreiðanleika og gefur góða möguleika á aukningu álags.
Þá er vert að hafa í huga að nýleg áföll í raforkukerfi Vestfjarða hafa umtalsverð áhrif á öryggi kerfisins og hafa stóraukið hættu á alvarlegri bilun í flutningskerfinu innan Vestfjarða.
Það er á ábyrgð stjórnvalda að láta gera úrbætur á vanþróuðu flutningskerfi raforku á Vestfjörðum og standa með þeim hætti við eigin markmið. Landsnet er verkfærið til að hrinda þeim áformum í framkvæmd og sérstaða þess fyrirtækis samkvæmt lögum, setur ríkar samfélagslegar skyldur á það.


Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Sigurður Jón Hreinsson, Kristín Hálfdánsdóttir, Jónas Þór Birgisson og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

10.Hækkun á gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða - 2015020104

Tillaga bæjarráðs um að hækkun á gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða verði samþykkt.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir, Þórdís Sif Sigurðardóttir, staðgengill bæjarstjóra og Jónas Þór Birgisson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

11.Bæjarráð - 917 - 1602008F

Fundargerð 917. fundar bæjarráðs sem haldinn var 8. febrúar sl., fundargerðin er í 8 liðum.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Bæjarráð - 918 - 1602015F

Fundargerð 918. fundar bæjarráðs sem haldinn var 15. febrúar sl., fundargerðin er í 15 liðum.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 131 - 1602001F

Fundargerð 131. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem haldinn var 4. febrúar sl., fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir og Þórdís Sif Sigurðardóttir, staðgengill bæjarstjóra.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 140 - 1602011F

Fundargerð 140. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var 11. febrúar sl., fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Félagsmálanefnd - 406 - 1602009F

Fundargerð 406. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 9. febrúar sl., fundargerðin er í 6 liðum.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 450 - 1602004F

Fundargerð 450. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 10. febrúar sl., fundargerðin er í 11 liðum.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?