Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
367. fundur 22. október 2015 kl. 17:00 - 18:23 í fundarsal 2.hæð
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Dagskrá
Nanný Arna Guðmundsdóttir fjarverandi, í hennar stað Erla Rún Sigurjónsdóttir og Kristín Hálfdánsdóttir, í hennar stað Martha Kristín Pálmadóttir.

Samþykkt var að taka inn á dagskrá fundarins með afbrigðum tillögu 444. fundar skipulags- og mannvirkjanendar varðandi brú yfir Ósá í Arnarfirði.

1.Arnarnúpur 1 - umsókn um stofnun lóðar í fasteignaskrá - 2015060004

Tillaga 443. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar vegna umsóknar um stofnun lóðar í fasteignaskrá.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að umsókn Kristjönu Vagnsdóttur um að stofna 13,9 ha lóð út úr landi Arnarnúps 1 í Dýrafirði verði samþykkt. Jörðin er skráð lögbýli í Þjóðskrá Íslands og tilheyra húsin lögbýlinu.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Sigurður Jón Hreinsson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 5-0.

Fjórir sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Gunnhildur Björk Elíasdóttir gerir grein fyrir hjásetu sinni.
Jónas Þór Birgisson gerir grein fyrir atkvæði sínu.

2.Aðalgata, Suðureyri, akstursstefna - 2014090031

Tillaga 902. fundar bæjarráðs í tengslum við Aðalgötu á Suðureyri.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að leggja til við lögreglustjórann á Vestfjörðum um að Aðalgötu á Suðureyri verði breytt í tvístefnugötu í samráði við tæknideild Ísafjarðarbæjar og hverfisráð Súgandafjarðar. Vegna tvístefnu á Aðalgötu, Suðureyri.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Marzellíus Sveinbjörnsson, Sigurður Jón Hreinsson

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

3.Ágengar plöntur 2016 - 2015080042

Tillaga 20. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar um átak gegn ágengum plöntum.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að ráðist verði í átak gegn útbreiðslu lúpínu og skógarkerfils til fjögurra ára og gerð ráð fyrir því í fjárhagsáætlun 2016 og fimm ára áætlun.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Jónas Þór Birgisson, Daníel Jakobsson, Arna Lára Jónsdóttir, Gunnhildur Björk Elíasdóttir, Erla Rún Sigurjónsdóttir og Marzellíus Sveinbjörnsson.

Forseti leggur til að tillögunni verði vísað til fjárhagsáætlunar 2016.
Tillagan forseta samþykkt 8-0.
Einn situr hjá.

4.11. viðauki við fjárhagsáætlun vegna starfsmanns á tæknisviði - 2015010094

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja 11. viðauka við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2015, vegna starfsmanns á tæknisviði.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Daníel Jakobsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

5.Skipan starfshóps til að bregðast við skorti á dagforeldrum í Skutulsfirði - 2015100044

Tillaga Jónasar Þórs Birgirssonar fulltrúa sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar vegna skorts á dagforeldrum í Skutulsfirði.

Lagt er til að skipaður verði starfshópur sem kanni hvernig bregðast megi við skorti á dagforeldrum við Skutulsfjörð. Starfshópurinn skuli skila tillögum ekki seinna en 30.11.2015.

Greinargerð
Í Ísafjarðarbæ er miðað við að börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri. Það bil sem þannig er til staðar frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til leikskólapláss fæst er gjarnan miðað við að sé brúað með dagforeldrum. Í dag er hins vegar verulegur skortur á dagforeldrum við Skutulsfjörð og því ljóst að kanna þarf hvaða leiðir eru til úrbóta fyrir barnafólk í sveitarfélaginu. Starfshópur skal m.a. líta til þeirra úrræða sem önnur sveitarfélög í þessari stöðu hafa gripið til, skoða heimgreiðslur til foreldra sem ekki fá dagvistun og kanna hvort sveitarfélagið hefur einhver úrræði til að gera dagforeldrastarfið eftirsóknarverðara enda um mikilvæga grunnþjónustu að ræða.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Jónas Þór Birgisson, Arna Lára Jónsdóttir, Gunnhildur Björk Elíasdóttir, Marzellíus Sveinbjörnsson, Daníel Jakobsson og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Jónas Þór Birgisson leggur fram eftirfarandi breytingartillögu við tillögu sína:

"Bæjarstjórn felur félagsmálanefnd að koma með tillögu að skipan starfshóps sem skuli kanna hvernig bregðast megi við skorti á dagforeldrum við Skutulsfjörð. Starfshópurinn skal skila tillögum ekki seinna en 31.12.2015."

Arna Lára Jónsdóttir, Erla Rún Sigurjónsdóttir, Gunnhildur Björk Elíasdóttir, Kristján Andri Guðjónsson og Sigurður Hreinsson fulltrúar Í-listans leggja fram eftirfarandi bókun:

"Skóla- og tómstundasvið hefur á undanförnum misserum gripið til ýmissa aðgerða til að ýta undir fjölgun dagforeldra. Þær aðgerðir hafa m.a. falist í því að auglýsa eftir dagforeldrum og bjóða upp á húsnæði fyrir dagforeldra. Þau atriði sem nefnd eru í tillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins eru þegar í vinnslu á skóla- og tómstundasviði og teljum við, bæjarfulltrúar Í-listans því óþarft að stofna starfshóp. Hins vegar mætti taka málið upp í fræðslunefnd. Það er til umræðu innan meirihluta bæjarstjórnar að færa alfarið málefni dagforeldra frá félagsmálanefnd og yfir til fræðslunefndar til að ná betri heildarsýn á málaflokkinn.

Væntingar til dagvistunar ungra barna hafa breyst mikið á undanförnum árum og nauðsynlegt að skoða málið heildstætt. Besta fyrirkomulagið væri að lengja fæðingarorlof og bjóða upp á ungbarnaleikskóla frá lokum þess. Foreldrar kalla eftir öryggi í þjónustu og auknu faglegu starfi og því verður best mætt með ungbarnaleikskóla.

Ef auka á þjónustu við foreldra barna yngri en 18 mánaða að einhverju marki er um verulegan kostnaðarauka að ræða og þá þarf að tryggja tekjustofna eða hækka þjónustugjöld til að standa undir því, það er verkefni bæjaryfirvalda í samstarfi við stjórnvöld að vinna því brautargengi."

Forseti ber breytingar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan felld 5-4.

6.Brú yfir Ósá í Arnarfirði - framkvæmdaleyfi - 2015100036

Tillaga 444. fundar skipulags- og mannvirkjanendar varðandi brú yfir Ósá í Arnarfirði.

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt skv. framlögðum gögnum þar sem framkvæmdin er öll innan núverandi vegstæðis.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, og Sigurður Jón Hreinsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

7.Bæjarráð - 902 - 1510009F

Fundargerð 902. fundar bæjarráðs sem haldinn var 12. október sl., fundargerðin er í 13 liðum.
Til máls tók Kristján Andri Guðjónsson, forseti og Jónas Þór Birgisson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Bæjarráð - 903 - 1510013F

Fundargerð 903. fundar bæjarráðs sem haldinn var 19. október sl., fundargerðin er í 16 liðum.
Til máls tók Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 127 - 1510004F

Fundargerð 127. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar, sem haldinn var 15. október sl., fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tók Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fræðslunefnd - 360 - 1510008F

Fundargerð 360. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 15. október sl., fundargerðin er í 7 liðum.
Til máls tók Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Hafnarstjórn - 181 - 1510010F

Fundargerð 181. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 13. október sl., fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tók Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 443 - 1509019F

Fundargerð 443. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 7. október sl., fundargerðin er í 6 liðum.
Til máls tók Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 20 - 1510002F

Fundargerð 20. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 13. október sl., fundargerðin er í 6 liðum.
Til máls tók Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:23.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?