Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
364. fundur 03. september 2015 kl. 17:00 - 18:26 í fundarsal 2.hæð
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.60. fjórðungsþing Vestfirðinga - 2015050061

Tillaga bæjarstjóra að fulltrúum sveitarfélagsins á 60. Fjórðungsþingi Vestfirðinga.

Bæjarstjóri leggur til að allir bæjarfulltrúar Ísafjarðarbæjar verði fulltrúar sveitarfélagsins á Fjórðungsþingi og að varabæjarfulltrúar verði varamenn þeirra á sama hátt og í bæjarstjórn. Hver þingfulltrúi skal fara með níunda hluta atkvæða Ísafjarðarbæjar.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan er samþykkt 9-0.

2.Endurbætur á bílskúrum við Fjarðarstræti 20, tillaga - 2015080079

Tillaga fulltrúa sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar í tengslum við skúrana við Fjarðarstræti 20.

Lagt er til að Ísafjarðarbær kanni og beiti sér fyrir því að bílskúrar við Fjarðarstræti 20 á Ísafirði, fái nýtt hlutverk og verði endurbættir. T.d. mætti huga að því að breyta þeim í vinnustofur og verslunarrými fyrir listamenn/íbúa með handverk og matvæli unnin í héraði.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Daníel Jakobsson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Arna Lára Jónsdóttir, Sigurður Hreinsson og Kristján Andri Guðjónsson.

Arna Lára Jónsdóttir leggur fram eftirfarandi breytingartillögu, f.h. Í-listans:
"Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar felur skipulags- og mannvirkjanefnd að skoða möguleika á uppbyggingu á því svæði sem bílskúrarnir við Fjarðarstræti 20 á Ísafirði standa í dag. Sú skoðun þarf taka tillit til hugsanlegrar uppbyggingar íbúðarhúsnæðis, einnig verði hafðir í huga möguleikar á endurbyggingu bílskúranna t.d. með þarfir lista- og handverksfólks í huga."

Forseti ber breytingartillögu Í-listans upp til atkvæða.

Breytingartillagan er samþykkt 5-0.

Forseti ber þá tillögu Í-listans upp til atkvæða.

Tillagan er samþykkt 5-0.

3.Tillaga um að Ísafjarðarbær kaupi íbúðir á Hlíf I - 2015080081

Tillaga fulltrúa framsóknarflokksins í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar um kaup á íbúðum á Hlíf I.

Marzellíus Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúi framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ, leggur til að samþykkt verði að Ísafjarðarbær kaupi aftur íbúðirnar sem sveitarfélagið seldi einstaklingum á Hlíf I, þ.e.a.s. þegar þær verði næst boðnar til sölu á frjálsum markaði og að bæjarstjórn veiti bæjarstjóra heimild til að ganga frá kaupum íbúðanna.

Greinargerð:
Á árunum 2005 til 2007 voru sex leiguíbúðir fyrir aldraða seldar á Hlíf I, með þessu fækkaði leiguíbúðunum niður úr þrjátíu í tuttugu og fjórar. Í dag er langur biðlisti eftir leiguíbúðum og með fjölgun leiguíbúða á Hlíf I verður komið til móts við aldraða einstaklinga sem vantar íbúðir. Taka verður tillit til þeirra sem ekki kæra sig um að kaupa íbúð eða hafa ekki bolmagn til þess.
Það hefur sýnt sig að blönduð eignaskipting innan sömu einingar, þ.e. Hlífar I, býður upp á mikið óhagræði varðandi allar ákvarðanir um sameiginlegan kostnað.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Marzellíus Sveinbjörnsson, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson og Kristján Andri Guðjónsson.

Arna Lára Jónsdóttir leggur fram eftirfarandi breytingartillögu, f.h. Í-listans:
"Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að stefna að því að Ísafjarðarbær eignist aftur íbúðir á Hlíf 1. Bæjarstjóra verði gefin heimild til að ganga frá kaupum á umræddum íbúðum ef sanngjörn verð bjóðast, að því gefnu að þau rúmist innan fjárhagsáætlunar."

Daníel Jakobsson leggur til að málinu ferði frestað til næsta bæjarstjórnarfundar.

Forseti ber breytingartillögu Daníels Jakobssonar upp til atkvæða.

Breytingartillagan er samþykkt 9-0.

4.Þjóðarsáttmáli um læsi - 2015080073

Tillaga bæjarráðs um samþykki á þjóðarsáttmála um læsi.

6. Þjóðarsáttmáli um læsi - 2015080073
Lagðir eru fram tölvupóstar Gylfa J. Gylfasonar, verkefnastjóra í Menntamálaráðuneytinu, frá 21. og 24. ágúst sl. varðandi hugsanlega undirskrift þjóðarsáttmála um læsi sem áætlað er að fari fram hjá Ísafjarðarbæ 16. september n.k.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar og leggur til við bæjarstjórn að þjóðarsáttmáli um læsi verði samþykktur og að forseta bæjarstjórnar verði falið að undirrita hann.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti ber tillögu bæjarráðs til atkvæða.

Tillagan er samþykkt 9-0.

5.Tillaga um móttöku flóttamanna - 2015090006

Tillaga Í-listans að ályktun bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir sig reiðubúna að taka á móti flóttamönnum og sýna þannig samfélagslega ábyrgð í verki. Mikil þekking er nú þegar til staðar í sveitarfélaginu í að taka á móti flóttafólki auk þess sem inniviðir samfélagsins eru traustir. Sameiginlegir kraftar bæjarbúa, Rauða Krossins og sveitarfélagsins geta orðið til þess að gera líf flóttafólks bærilegra.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að óska eftir viðræðum við ríkisvaldið um hlutverk og aðkomu bæjarins að móttöku flóttafólks.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Kristín Hálfdánsdóttir, Gunnhildur Elíasdóttir, Marzellíus Sveinbjörnsson, Kristján Andri Guðjónsson.

Forseti leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:
"Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir sig reiðubúna að taka á móti flóttamönnum og sýna þannig samfélagslega ábyrgð í verki. Mikil þekking er nú þegar til staðar í sveitarfélaginu í að taka á móti flóttafólki auk þess sem inniviðir samfélagsins eru traustir. Sameiginlegir kraftar bæjarbúa, Rauða Krossins og sveitarfélagsins geta orðið til þess að gera líf flóttafólks bærilegra.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að óska eftir viðræðum við ríkisvaldið um hlutverk og aðkomu bæjarins að móttöku flóttafólks og lýsir yfir vilja til samstarfs við nágrannasveitafélög."

Forseti ber breytingartillöguna til atkvæða.

Breytingartillagan er samþykkt 9-0.

Forseti ber tillöguna til atkvæða.

Tillagan er samþykkt 9-0.

6.Endurskoðun bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar - 2012120018

Tillaga fulltrúa Í-listans varðandi bæjarmálasamþykktir Ísafjarðarbæjar.

Í-listi leggur til við bæjarstjórn að forseta og varaforsetum bæjarstjórnar verði falið að skoða 8. gr. og 33. gr. um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar sem lúta að verkefnum og heimildum bæjarráðs. Tilgangur þeirrar skoðunar væri að skýra greinarnar betur en nú er og koma með tillögu að betrumbótum ef þurfa þykir.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Jónas Þór Birgisson, Daníel Jakobsson og Kristján Andri Guðjónsson.

Forseti ber tillöguna til atkvæða.

Tillagan er samþykkt 9-0.

7.Nefndarmenn 2014-2018 - 2014020030

Lagðar verða fram tillögur um kosningu nýrra nefndarmanna í nefndir Ísafjarðarbæjar.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber fram tillögu um breytingar á atvinnu- og menningarmálanefnd:

Tillaga frá sjálfstæðisflokknum um að Ingólfur Þorleifsson verði kosinn í aðalmaður í atvinnu- og menningarmálanefnd í stað Stefaníu Ásmundsdóttur.
Tillaga frá sjálfstæðisflokknum um að Bryndís Ásta Birgisdóttir verði kosinn varamaður í atvinnu- og menningarmálanefnd í stað Ingólfs Þorleifssonar.

Forseti ber tillöguna til atkvæða.

Tillagan er samþykkt 9-0.

Forseti ber fram tillögu um breytingar á félagsmálanefnd:

Tillaga frá Í-lista um að Guðjón Þorsteinsson verði kosinn aðalmaður í félagsmálanefnd í stað Arons Guðmundssonar.
Tillaga frá Í-lista um að Helga Björk Jóhannsdóttir verði kosinn aðalmaður í félagsmálanefnd í stað Guðnýjar Hörpu Henrysdóttur.
Tillaga frá Í-lista um að Soffía Ingimarsdóttir verði kosinn varamaður í félagsmálanefnd í stað helgu Bjarkar Jóhannsdóttur.

Forseti ber tillöguna til atkvæða.

Tillagan er samþykkt 9-0.


Forseti ber fram tillögu um breytingar á skipulags- og mannvirkjanefnd:

Tillaga frá Í-lista um að Jón Kristinn Helgason verði kosinn varamaður í skipulags- og mannvirkjanefnd í stað Arons Guðmundssonar.
Framsóknarflokkurinn tilnefnir Ingu S. Ólafsdóttur sem áheyrnarfulltrúa í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Framsóknarflokkurinn tilnefnir Barða Önundarson sem varaáheyrnarfulltrúa í skipulags- og mannvirkjanefnd.

Forseti ber tillöguna til atkvæða.

Tillagan er samþykkt 9-0.


Forseti ber fram tillögu um breytingar á umhverfis- og framkvæmdanefnd:

Tillaga frá sjálfstæðisflokknum um að Gísli Úlfarsson verði kosinn í umhverfis- og framkvæmdanefnd í stað Óðins Gestssonar.
Tillaga frá Í-lista um að Kristján Rafn Guðmundsson verði kosinn sem varamaður í umhverfis- og framkvæmdanefnd í stað Arons Guðmundssonar.

Forseti ber tillöguna til atkvæða.

Tillagan er samþykkt 9-0.

8.Bæjarráð - 896 - 1508014F

Fundargerð 896. fundar bæjarráðs sem haldinn var 31. ágúst sl., fundargerðin er í 15 liðum.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Gunnhildur Elíasdóttir, Sigurður Hreinsson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Arna Lára Jónsdóttir og Kristján Andri Guðjónsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:26.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?