Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
562. fundur 04. desember 2025 kl. 17:00 - 17:49 í fundarherbergi Vestfjarðarstofu
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson annar varaforseti
  • Valur Richter varamaður
    Aðalmaður: Nanný Arna Guðmundsdóttir
  • Magnús Einar Magnússon varaforseti
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir forseti
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir bæjarstjóri
  • Þorbjörn Halldór Jóhannesson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Forseti telur rétt að upplýsa að ekki er þörf á að ræða trúnaðarmál á boðaðri dagskrá fyrir luktum dyrum. Eru það mál nr. 1 og 2. á dagskrá fundarins.

1.Sala hjúkrunarheimilisins Eyrar - 2024030137

Tillaga frá 1347. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 10. nóvember 2025, um að bæjarstjórn samþykki kaupsamning milli Safnatraðar slhf., kt. 620324-0430, og Ísafjarðarbæjar, kt. 540596-2639, um fasteignina Torfnes Eyri á Ísafirði, fastanúmer eignar er 233-6564, með öllu því sem henni fylgir og fylgja ber.

Þá leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 24 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025 til samþykktar.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er neikvæð um kr. 441.796.000,
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er neikvæð um kr. 611.259.000 og breytir rekstrarniðurstöðu úr jákvæðri afkomu 4.500.000,- í neikvæða afkomu upp á 606.759.000,
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er lækkuð afkoma um 411.796.000 eða úr kr. 754.800.000,- í kr. 343.004.000
Til máls tóku: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri, Gylfi Ólafsson, Jóhann Birkir Helgason, Kristján Þór Kristjánsson og Gylfi Ólafsson.

Kristján Þór Kristjánsson lagði fram eftirfarandi bókun f.h. B-lista Framsóknarflokks:
"Framsókn á Ísafirði leggur áherslu á að sala á húsnæði hjúkrunarheimilisins Eyri sé byggð á faglegum og fjárhagslegum forsendum. Rekstur húsnæðisins hefur um árabil verið með verulegu tapi og ljóst að fram undan eru miklar og kostnaðarsamar viðhaldsframkvæmdir sem sveitarfélagið hefur takmarkað bolmagn til að standa undir. Þrátt fyrir að söluandvirðið dugi ekki til að greiða niður öll lán af fasteigninni teljum við engu að síður fjárhagslega skynsamlegra að ganga til sölu. Með því er stöðvað áframhaldandi taprekstur og komist hjá frekari fjárhagslegum skuldbindingum sem annars hefðu fallið á sveitarfélagið. Auk þess mun sala Eyrar leiða til þess að skuldir sveitarfélagsins lækka. Það hefur jákvæð áhrif á vaxtagjöld og verðbætur til framtíðar og styrkir þar með fjárhagsstöðu Ísafjarðarbæjar. Slíkt bætir fjárfestingargetu sveitarfélagsins á komandi árum og skapar svigrúm til að ráðast í nauðsynleg verkefni. Jafnframt viljum við taka skýrt fram að sala húsnæðisins hefur engin áhrif á þjónustu við íbúa Eyrar. Þjónustan verður áfram alfarið í höndum Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, óháð eignarhaldi. Íbúar og aðstandendur þeirra geta því treyst á óbreytta og örugga þjónustu. Framsóknarflokkurinn styður því söluna sem ábyrgari og raunhæfari leið til að styrkja fjárhag sveitarfélagsins til framtíðar án þess að það hafi nokkur áhrif á þjónustu við íbúa Eyrar".

Forseti bar tillögurnar upp til atkvæða í einu lagi.

Tillögurnar samþykktar 8-1.
Þorbjörn H. Jóhannesson kaus gegn tillögunum.

2.Torfnes, Ísafirði. Lóðarmarkabreytingar við Eyri og sjúkrahús - 2025090088

Tillaga frá 662. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 12. nóvember 2025, um að bæjarstjórn samþykki uppfærðan lóðarleigusamning undir fasteignina Hjúkrunarheimilið Eyri á Torfnesi á Ísafirði, L220935.

Jafnframt leggur nefndin til við bæjarstjórn að afturkalla fyrri ákvörðun um samþykkt lóðarleigusamnings á 558. fundi sínum þann 30. september 2025, í samræmi við 1. tl. 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
Til máls tóku: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti, og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-1.
Þorbjörn H. Jóhannesson kaus gegn tillögunni.

3.Samþykkt um hundahald - 2025 - 2025070013

Tillaga frá 160. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 18. september 2025, um að bæjarstjórn samþykki nýjar samþykktir um hundahald.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Samþykkt um kattahald - 2025 - 2025070012

Tillaga frá 160. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 18. september 2025, um að bæjarstjórn samþykki nýjar samþykktir um kattahald.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.
Valur Richter vék af fundi kl. 17.38, og Kristján Þór Kristjánsson vék af fundi kl. 17.40, báðir vegna vanhæfis.

5.Uppbyggingasamningar 2026 - 2025110007

Tillaga frá 33. fundi skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 19. nóvember 2025, um að bæjarstjórn samþykki að gerðir verði uppbyggingarsamningar við eftirfarandi félög. Heildarupphæð úthlutunar er 15.000.000 en sótt var um fyrir kr.57.816.940. Nefndin leggur til að upphæðin skiptist eftirfarandi:

Golfklúbburinn Gláma: Upphæð kr.1.000.000. Geymslurými fyrir sláttuvélar.

Skotíþróttafélag Ísafjarðar: Upphæð kr.4.900.000. Varmadælur og loftræsting.

Skíðafélag Ísfirðinga- Alpagreinar: Upphæð kr.500.000. Endurnýjun búnaðar.

Skíðafélag Ísfirðinga - skíðagöngudeild: Upphæð kr.800.000. Innrétting og bætt aðstaða, Búrfell.

Skíðafélag Ísfirðinga - brettadeild: Upphæð kr.600.000. Uppbygging á snjóbrettagarði.

Knattspyrnudeild Vestra: Upphæð kr.2.000.000. Uppbygging sjoppu í stúku, pípu- og raflagnir.

Golfklúbbur Ísafjarðar: Upphæð kr.5.000.000 kr. Vinnuvél.

Íþróttafélagið Vestri, almenningsíþróttadeild: Upphæð kr.200.000. Hönnun og undirbúningur brauta fyrir akstursíþróttir.

Körfuknattleiksdeild Vestra sótti um kr.17.000.000 fyrir LED-auglýsingaskjáum í íþróttahúsið á Torfnesi. Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að skoðað verði hvort hægt verði að setja upphæðina inn í framkvæmdaáætlun 2027.

Knattspyrnudeild Vestra sótti um kr.3.000.000 fyrir framkvæmdum á eldhúsi í Vallarhúsi. Samkvæmt umsókn er vinnunni að mestu lokið og því er verkefnið ekki styrkhægt skv. reglum Ísafjarðarbæjar um uppbyggingarsamninga.
Til máls tóku: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti, Valur Richter, Gylfi Ólafsson, Kristján Þór Kristjánsson, og Elísabet Samúelsdóttir.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
Valur og Kristján komu aftur til fundarins kl. 17.41.

6.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2026 - 2025120020

Tillaga bæjarstjóra um að bæjarstjórn samþykki viðauka 1 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2026, vegna tilfærslu uppbyggingasamninga 2026 á rétta deild í fjárhagsbókhaldi.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er engin.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0 og helst rekstrarniðurstaðan óbreytt í kr. 274.600.000,
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0 og helst rekstrarniðurstaðan óbreytt í kr. 581.600.000,-
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Umsókn um lóðarleigusamning undir þurrkhjall, Eyrarhlíð - 2025110085

Tillaga frá 663. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 27. nóvember 2025, um að bæjarstjórn samþykki að heimila lóðarleigusamning við Eyrarhlíð, Hnífsdalsveg 41 í samræmi við mæliblað tæknideildar.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

8.Ósk um stofnun lóða á gamla Olíumúla - 2025010291

Tillaga frá 663. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 27. nóvember 2025, um að bæjarstjórn samþykki að heimila stofnun lóða við Kristjánsgötu 21 og 23 á gamla Olíumúlanum, Ísafirði.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

9.Umsókn um stofnun þjóðlendu í fasteignaskrá - Grænahlíð - 2025110100

Tillaga frá 663. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 27. nóvember 2025, um að bæjarstjórn samþykki að heimila stofnun fasteignar vegna þjóðlendunnar Grænahlíð í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

10.Umsókn um stofnun þjóðlendu í fasteignaskrá - Almenningar vestari - 2025110105

Tillaga frá 663. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 27. nóvember 2025, um að bæjarstjórn samþykki að heimila stofnun fasteignar vegna þjóðlendunnar Almenningar vestari í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

11.Bæjarráð - 1349 - 2511016F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1349. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 24. nóvember 2025.

Fundargerðin er í 10 liðum.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

12.Bæjarráð - 1350 - 2511024F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1350. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 1. desember 2025.

Fundargerðin er í 10 liðum.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

13.Hafnarstjórn - 265 - 2511017F

Lögð fram til kynningar fundargerð 265. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 26. nóvember 2025.

Fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

14.Nefnd um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði - 9 - 2511011F

Lögð fram til kynningar fundargerð 9. fundar nefndar um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði, en fundur var haldinn 21. nóvember 2025.

Fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

15.Sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps - 43 - 2509026F

Lögð fram til kynningar fundargerð 43. fundar Sameinaðrar almannavarnanefndar Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps en fundur var haldin 21. nóvember 2025.

Fundargerðin er í 8 liðum.
Til máls tóku: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti, Gylfi Ólafsson og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir.

Lagt fram til kynningar.

16.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 33 - 2511010F

Lögð fram til kynningar fundargerð 33. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 19. nóvember 2025.

Fundargerðin er í 2 liðum.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

17.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 34 - 2511015F

Lögð fram til kynningar fundargerð 34. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar en fundur var haldin 26. nóvember 2025.

Fundargerðin er í 2 liðum.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

18.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 663 - 2511018F

Lögð fram til kynningar fundargerð 663. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar en fundur var haldinn 27. nóvember 2025.

Fundargerðin er í 14 liðum.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

19.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 162 - 2511006F

Lögð fram til kynningar fundargerð 162. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 19. nóvember 2025.

Fundargerðin er í 6 liðum.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

20.Velferðarnefnd - 495 - 2511021F

Lögð fram til kynningar fundargerð 495. fundar velferðarnefndar sem haldin var þann 27. nóvember 2025.

Fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

21.Öldungaráð - 19 - 2511019F

Lögð fram til kynningar fundargerð 19. fundar öldungaráðs sem haldin var þann 26. nóvember 2025.

Fundargerðin er í 5 liðum.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:49.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?